Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

8. fundur 04. júlí 2006 kl. 18:00 - 19:30 Iðndal 2

8. fundur ársins 2006 í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga haldinn

þriðjudaginn, 4. júlí kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.

Gunnar Helgason, Gordon Patterson, Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir Þórður Guðmundsson,

Inga Sigrún Atladóttir og Kjartan Sævarsson byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar

fundargerð.

1. mál Nefndin skiptir með sér störfum.

Gunnar Helgason formaður stingur upp á því að Þórður Guðmundsson verður

varaformaður og Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir verður ritari, sem er samþykkt

af öllum nefndarmönnum.

2. mál Breyting á aðalskipulagi vegna Akurgerði, Vogagerði.

Aðalskipulag samþykkt.

3. mál Nýtt deiliskipulag í Akurgerði, Vogagerði.

Deiliskipulag samþykkt.

4. mál Salómon Reynisson sækir um stækkun á sólstofu og hækkun á

á bílskúrshurð að Hafnargötu 5.

Stækkun á sólstofu og hækkun á bílskúrshurð samþykkt.

5. mál Lýður Guðmundsson og Ingi Guðmundsson sækja um stækkun

á sumarbústöðum við Breiðagerði 23 og 28.

Hafnað vegna þess að stærð húsins fer yfir leyfilegan fermetrafjölda sem skipulags- og

byggingarnefnd hefur sett sér og á við um byggingar í frístundabyggð í sveitarfélaginu.

6. mál R. Sveinsson ehf. Leggur fram hugmynd að væntanlegu iðnaðarhúsi

við Heiðarholt 3.

Vel tekið í hugmyndina.

7. mál Theodór Kjartansson sækir um stöðuleyfi fyrir gám að Hvassahrauni 16.

Samþykkt á meðan framkvæmdir standa yfir eða til eins árs.

Byggingarfulltrúa falið að taka út staðsetningu.

8. mál Hjörtur Gunnarsson sækir um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr að

Hvassahrauni 6.

Samþykkt á meðan framkvæmdir standa yfir eða til eins árs.

Byggingarfulltrúa falið að taka út staðsetningu.

9. mál Önnur mál.

Margrét Kristjansdóttir og Hilmar Friðsteinsson sækja um stöðuleyfi fyrir gám

að Hvassahrauni 12.

Samþykkt á meðan framkvæmdir standa yfir eða til eins árs.

Byggingarfulltrúa falið að taka út staðsetningu.

 

Fleira ekki rætt fundi slitið kl 19.30

Getum við bætt efni síðunnar?