Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

9. fundur 20. júlí 2006 kl. 18:00 - 19:15 Iðndal 2

9. fundur ársins 2006 í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga haldinn

þriðjudaginn, 20. júlí kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.

Gunnar Helgason, Gordon Patterson, Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Þórður Guðmundsson, og Kjartan

Sævarsson byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar fundargerð. Róbert Ragnarsson situr fundinn sem

áheyrnarfulltrúi.

1. mál Breyting á deiliskipulagi vegna Heiðarholt, Hraunholt.

Deiliskipulag samþykkt.

2. mál Breyting á aðalskipulagi í Grænuborgarhverfi.

Aðalskipulag samþykkt.

3. mál Karl Jóhann Herbertsson sækir um byggingaleyfi fyrir

frístunahús að Hvassahrauni 25. eftir teikningum Olgu Guðrúnar

Sigfúsdóttur Arkitekts.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits, samræmist lögum nr.73/1997.

4. mál Karl Johann Herbertsson sækir um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr að

Hvassahrauni 25.

Samþykkt á meðan framkvæmdir standa yfir eða til eins árs.

Byggingarfulltrúa falið að taka út staðsetningu.

5. mál Önnur mál.

Kristín Ösp Jóhannsdóttir og Ingibergur Oddsson sækja um byggingarleyfi fyrir

bílskúr að Vogagerði 10. frá teikningum sem samþykktar voru 1985.

Samþykkt með fyrirvara um að skilað sé inn skráningartöflu.

Jónas Jónasson framkvæmdastjóri Stofnfisk sækir um leyfi til að byggja yfir eldisker við

Vogavík samkvæmt teikningum eftir Tækniþjónustu SÁ.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits og vinnueftirlits,

samræmist lögum nr.73/1997

Tilfærsla á mön frá Heiðarholti (nýja iðnaðarsvæðið) og sett upp sem 2.5m mön við

íþróttavöllinn.

Erindið tekið fyrir og jákvætt tekið í málið.

Davíð Atli Oddsson óskar eftir löggildingu á pípulagningarréttindum í Sveitarfélaginu

Vogum.

Samþykkt.

 

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 19.15

Getum við bætt efni síðunnar?