Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

10. fundur 30. ágúst 2006 kl. 18:00 - 20:00 Iðndal 2

10. fundur ársins 2006 í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga haldinn

þriðjudaginn, 30. ágúst kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.

Gunnar Helgason, Gordon Patterson, Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Inga Sigrún Atladóttir,

Þórður Guðmundsson og Kjartan Sævarsson byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar fundargerð.

 

1. mál Breyting á aðalskipulagi við iðnaðarhverfi Heiðarholt, Hraunholt

Breyting á aðalskipulagi samþykkt.

2. mál Grindverk milli Iðndals 2 (Olíufélagið) og Fagradals 13.

Byggingarfulltrúa falið að senda Olíufélaginu ehf. bréf þess efnis að Olíufélagið

fái 30 daga frest frá dagsetri tilkynningu um að lagfæra girðingu milli Iðndals 2

og Fagradals 13 í samráði við eiganda að Fagradsls 13.

3. mál Ómar H. Kárason á Heiðargerði 21a sækir um að reisa 2m háa girðingu

við Stapaveg samkvæmt teikningu.

Samþykkt vegna nálægðar við olíuafgreiðslustöðvar.

Sækja skal um leyfi til framkvæmda áður en byrjað er.

4. mál Sveinbjörn Egilsson á Aragerði 15 sækir um að byggja skýli við

bakdyrnar.

Samþykkt.

5. mál Stefanía Haraldsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir gám að Breiðagerði 27.

Þar sem engar sjáanlegar framkvæmdir standa yfir er stöðuleyfi veitt í sex

mánuði. Byggingarfulltrúa falið að fylgjast með staðsetningu

.

6. mál Lýður Guðmundsson og Ingi Guðmundsson sækja um stækkun

á sumarbústöðum við Breiðagerði 23 og 28.

Stækkunin á Breiðagerði 23 og 28 samþykkt.

7. mál Ómar sækir um stækkun á Heiðardal 8 frá áður samþykktum

teikningum.

Samþykkt.

8. mál Önnur mál.

Kristín Ásta og Snorri á Hvammsdal 14 sækja um að stækka lóð um einn og

hálfan meter.

Mælt með að stækkun lóðar verði samþykkt vegna aðstæðna.

 

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 20.00

Getum við bætt efni síðunnar?