Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

12. fundur 31. október 2006 kl. 18:00 - 20:00 Iðndal 2

12. fundur ársins 2006 í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga haldinn

þriðjudaginn, 31. október kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.

Gunnar Helgason, Gordon Patterson, Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Sigurður Karl Ágústsson,

Sigurður Kristinsson og Kjartan Sævarsson byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar fundargerð.

 

1. mál Aðal – og deiliskipurlag fyrir Akurgerði og Vogagerði

Tvær athugasemdir bárust í deiliskipurlagið og verður þeim svarað.

Deiliskipurlag samþykkt.

2. mál Rósa K. Jensdóttir sækir um leyfi fyrir stækkun á anddyri, heitum pott

og skjólgirðingu að Vogagerði 11.

Samþykkt.

3. mál Jóhannes Á. Benediktsson sækir um stöðuleyfi fyrir skúr að

Hvassahrauni 23.

Samþykkt í sex mánuði byggingarfulltrúi tekur út staðsetningu.

4. mál Sólveig Þóra Jónsdóttir, Holmgrimur Rósenberg og Daniel Snær

Holmgrimsson sækja um lögheimili að Breiðagerði 17a

Byggingarfulltrúi hefur gert úttekt á húsnæðinu án athugasemda og stenst það

kröfur byggingarreglugerðar.

5. mál Drög að skipulags- og byggingarskilmálum fyrir frístundabyggð í

Breiðagerði.

Málið kynnt og gerðar athugasemdir, málið kynnt síðar.

6. mál Staðsetning á hraðahindrunum.

Ákveðinn staðsetning á hraðahindrunum, á Vogagerði við Glaðheima, á

Hafnargötu móts við Þorbjörn fiskanes og á Stapaveigi milli Brekkugötu og

Suðurgötu.

7. mál Málefni Norma.

Nefndarmönnum kynnt staða málsins.

8. mál Önnur mál.

Eigendur af Skólatúni 1. Valdemar Gestur og Sigurður Bergsteinn óska eftir

áliti byggingarnefndar á því að byggja hljóðver og 10 gistikofa sjá m.f. uppdrát.

Byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið.

Trésmiðja Snorra viðrar nýja hugmynd af fjölbýlishúsi á Aragerði 2-4.

Vel tekið í hugmyndina, en deiliskipuleggja þarf svæðið.

 

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 20.00

Getum við bætt efni síðunnar?