Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

13. fundur 30. nóvember 2006 kl. 18:00 - 19:50 Iðndal 2

13. fundur ársins 2006 í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga haldinn

miðvikudaginn, 30. nóvember kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.

Kristinn Björgvinsson, Gordon Patterson, Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Inga Sigrún Atladóttir,

Þórður Guðmundsson og Kjartan Sævarsson byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar fundargerð.

 

1. mál Aðalskipulag fyrir iðnaðarsvæðið Heiðarholt og Hraunholt.

Aðalskipulag samþykkt.

2. mál Deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæðið Heiðarholt og Hraunholt.

Deiliskipulag samþykkt.

3. mál Tillögur/umræða um endurbætur á fráveittu frá VSÓ ráðgjöf.

Gera þarf ráð fyrir 1000 manna byggð norðan við bæinn hvort sem tillaga A eða

B verður fyrir valinu.

4. mál Reglur um umgengni vegna framkvæmda í sveitarfélaginu.

Jákvætt tekið í tillögur umhverfisnefndar.

5. mál Jón G. Guðmundsson sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir vinnuskúr

að Hvassahrauni 5.

Stöðuleyfi hafnað, þar sem búið er að steypa botnplötu og eiganda skylt að sækja

um byggingarleyfi.

6. mál Íris Bettý Alfreðsdóttir vill auka öryggi vegfarenda á gatnamótum

Vogagerðis og Tjarnargötu með því að sett verði upp spegil/speglar.

Jákvætt tekið í erindið og vel þess virði að setja upp spegla til reynslu.

7. mál Önnur mál.

Ungmennafélagið Þróttur sækir um að fá að setja upp girðingu í kringum

knattspyrnuvöll félagsins.

Málinu frestað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

Erindi sent til umhverfisnefndar að gefnu tilefni, varðandi losun á búfjárúrgangi

sækja þarf um leyfi til skipulagsnefndar þegar tekin er ný svæði fyrir losun

úrgangs.

Oktavía J. Ragnarsdóttir spyr hvort að bílapartasalan sé með starfsleyfi og hvort

að öllum reglum sé fylgt varðandi reksturinn.

Umræða tekin um fjölda bílhræja í sveitarfélaginu.

 

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 19.50

Getum við bætt efni síðunnar?