Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

17. fundur 30. apríl 2007 kl. 18:00 - 21:00 Iðndal 2

17. fundur skipulags- og byggingarnefndar árið 2007 í Sveitarfélaginu Vogum haldinn

mánudaginn, 30 apríl kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru, Gunnar Helgason, Kristinn Björgvinsson, Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Þórður

Guðmundsson, Inga Sigrún Atladóttir og Kjartan Sævarsson byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar

fundargerð.

 

Formaður skipulags- og byggingarnefndar leitar afbrigða vegna

breytingar á deiliskipulagi við Hraunholt, Heiðarholt og setja

inn sem 9 mál.

1. mál Kynning á vinnu aðalskipulagshópsins.

Málið kynnt, fjörlegar umræður um málið og sýnist sitt hverjum.

Nefndin leggur til að aðilar frá Landslagi verði fengnir til að kynna

vinnu aðalskipulagshópsins fyrir þeim nefndum sem málið varðar.

2. mál R. Sveinsson sækir um stækkun á iðnaðarhúsnæði á þegar samþykktum

teikningum, Heiðarholt 3.

Hafnað þar sem byggingin fer út fyrir byggingarreit.

3 mál Lóðarlögun ehf. sækir um lóðina Heiðarholt 2.

Jákvætt tekið í erindið.

4 mál Umsókn Valdemar G. Valdemarsson og Sigurðar B. Lárussonar

vegna umsóknar um byggingarleyfi sem sent var til baka frá Bæjarstjórn

til frekari vinnslu.

Ekki kemur fram í fundargerð Bæjarstjórnar á hvaða forsendum málið er

sent til baka. Nefndin telur eftir aðra umræðu og nánari

gagnaöflun að rétt sé að deiliskipuleggja svæðið með vísan

til fyrri afgreiðslu.

5 mál Hestamannafélagið Máni í Vogum óskar eftir að fá að byggja

æfingarhringvöll.

Nefndin samþykkir staðsetningu hringvallar með fyrirvara um að

hann víki fyrir breyttu skipulagi eða annarri landnotkun í framtíðinni.

Ennfremur vill nefndin benda á að unnið sé að nýju aðalskipulagi

.

6 mál Tillaga að samþykkt um gatnagerðargjald.

Nefndin telur að skilgreina skuli betur þjónustuskyldu sveitarfélagsins

utan þéttbýlis í annari málgrein, þriðju greinar.

7 mál Tillaga að lóðunum Vogagerði 21 til 23 (Glaðheimar).

Vel tekið í tillöguna.

8 mál Ungmennafélagið Þróttur sækir um að reisa grindverk í kringum

knattspyrnuvöll.

Samþykkt með þeim fyrirvara að grindverkið fari ekki út fyrir

lóðarmörk.

 

9 mál Breytingar á deiliskipulagi við Hraunholt og Heiðarholt.

Breyting á deiliskipulagi samþykkt.

10 mál Önnur mál

1 mál J.K. sækir um stöðuleyfi fyrir sumarhús í smíðum

bak við lóðina Hafnargötu 4, smíðatími áætlaður 5 mánuðir.

Samþykkt

2 mál Sigurjón Jónsson og Kolbrún Sjöfn Indriðadóttir sækja

um útlitsbreytingu á Heiðargerði 16, samkvæmt meðfylgjandi

teikningum.

Samþykkt.

3 mál Þórður Guðmundsson leggur fram eftirfarandi bókun.

Fundur haldin 26. mars 2007, að iðndal 2 Vogum 16 fundir

Skipulags og byggingarnefndar.

1. mál. Fasteignafélagið Krúsi óskar eftir að hafa íbúðir á annari hæð

Í verslunarhúsnæði að Iðndal 7 Vogum.

Það samræmis ekki skipulagslögum að hafa íbúðir í þjónustu og

verslunarsvæði. 4.5.1

Átt er við þjónustuíbúðir, ráðsmannsíbúðir í hótelum og mótelum svo

sem Móteli Voganna. Tel ég leyfið sem byggingar og skipulagsnefnd veitti

á þessum fundi ekki í samræmi við skipulagslög og ber að afturkalla.

 

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 21.00

Getum við bætt efni síðunnar?