Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

23. fundur 26. nóvember 2007 kl. 18:00 - 20:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga, mánudaginn 26 nóvember 2007 kl. 18:00 að

Iðndal 2.

Mættir eru, Gunnar Helgason, Gordon Patterson, Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Þórður Guðmundsson, Sigurður

Valtýsson byggingarfulltrúi og Inga Sigrún Atladóttir sem jafnframt ritar fundargerð. Róbert Ragnarsson sat einnig

fundinn.

 

1 mál Grænaborg. Deiliskipulagstillaga, 1. áfangi. Umræður um tillöguna, nefndarmenn leggja fram

athugasemdir sínar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur fram eftirfarandi athugasemdir:

1.4. Mýrarhúsatjörn er rangnefni á Búðartjörn.

2.5.3. Sveitarfélagið mun sjá um öflun á köldu vatni.

2.6. Óskað er eftir því að minjar á skipulagssvæðinu verði merktar inn á skipulagsuppdráttinn

með réttri staðsetningu.

3.6. Fjölgun bílastæða við einbýlishúsalóðir úr 2 í 3. Nefndin telur að bílastæði skulu ekki vera

styttri en 6 metrar.

4.2 – 4.7. Auka mænishæð á öllum húsagerðum um 0.5 metra.

2.mál Vogagerði 21-23. Deiliskipulagstillaga.

Nefndin leggur til að hámarks mænishæð húsa hækki úr 5.0m upp í 5.5m. Nefndin leggur til að

tillagan verði send til auglýsingar.

3.mál Iðndalur. Umræður um breytingu á deiliskipulagi.

4.mál Jarðvegstippur. Tillögur að framtíðarsvæði fyrir jarðvegstipp.

Nefndin telur að hægt sé að nýta svæði á Vogastapa. Einnig við íþróttasvæði og golfvöllinn

þegar deiliskipulag liggur fyrir.

 

Fundi slitið 20:00

Getum við bætt efni síðunnar?