Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

26. fundur 25. febrúar 2008 Iðndal 2

Fundur haldinn í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga, mánudaginn

25.febrúar 2008 kl. 18:00 að Iðndal 2.

.

Mættir eru, Gunnar Helgason, Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Gordon Patterson, Þórður

Guðmundsson, Sigurður Valtýsson byggingarfulltrúi og Inga Sigrún Atladóttir sem jafnframt ritar

fundargerð.

 

1 mál Grænuborgarsvæði, deiliskipulagstillaga, afgreiðsla athugasemda sem

bárust við auglýsta deiliskipulagstillögu og var frestað á fundi nefndarinnar

30.05.2006.

Komið var til móts við 1. lið í athugasemdum íbúa norðan Hafnargötu

dags 15.05.2006 með niðurfellingu lóða og rýmkun útivistarsvæðis, liður 2

og 3 í bréfinu falla utan deiliskipulagsins. Komið var til móts við 4. lið.

Tillit verður tekið til umferðaöryggis á aðalgötu með þrengingum.

Einnig bárust athugasemdir frá Þorvaldi Árnasyni 16.05.2006. Í þeirri

vinnu sem fram hefur farið hefur verið tekið tillit til þessara athugasemda.

Einnig var komið til móts við athugasemd Umhverfisstofnunar

dags.14.07.2006 í deiliskipulagstillögunni.

2 mál Deiliskipulagstilaga miðsvæðis lögð fram til kynningar.

Breyting á deiliskipulagi dags 21.02.2008 á iðnarsvæði við

Vogabraut samþykkt.

3.mál Iðndalur, deiliskipulagsbreyting.

 

Lagt er til að lóðir 5 og 5a verið með samliggjandi byggingarreit.

Tillaga að breyttu deiliskipulagi samþykkt að öðru leyti.

 

4.mál Aðalskipulag, breyting vegna miðsvæðis.

 

Samþykkt samkvæmt gögnum dags. 06.02.2006 breyting frá

02.2008.

 

5.mál Bréf frá Hestamannafélaginu Mána dags. 3. janúar varðandi reiðvegi á

aðalskipulagstillögu, vísað til aðalskipulagsvinnu nefndarinnar af

bæjarráði.

Nefndin samþykkir að gera ráð fyrir reiðleið milli Voga og

Grindavíkur í vinnu við aðalskipulag.

 

6.mál Steingrímur Ólafsson sækir um byggingarleyfi fyrir hesthús að Fákadal 5

samkvæmt umsókn mótt 28.01.2008.

Málinu frestað þar til frekari gagna hefur verið aflað.

 

7.mál Sigurður Þorsteinsson sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahús að

Breiðagerði 19 samkvæmt umsókn dags.20.feb.2008.

Málið sent í grenndarkynningu.

 

8.mál RP Consulting ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhús að

Heiðarholti 4 dags.21.feb.2008.

Byggingarleyfi hafnað þar sem teikningar samræmast ekki gildandi

deiliskipulagi.

 

9.mál Guðmundur Óskar Sigurðsson sækir um byggingarleyfi fyrir girðingu og

gerð steypst plans að Iðndal 1.

Samþykki veitt fyrir girðingu á lóðarmörkum og steyptu plani.

10.mál Ingileif Ingólfsdóttir sækir um leyfi til að rífa niður íbúðarhús, bílskúr og

kofa að Hellum dags 28.01.2008.

Samþykkt þar sem ekki mun verða hróflað við hleðslum Lárusar

Pálssonar frá árinu 1873.

 

11.mál Hermann Ragnarsson 220855-3689 sækir um viðurkenningu

múrarameistar í sveitarfélaginu.

Samþykkt.

 

12.mál Jón Þórisson, fyrir hönd Bílasölu Íslands óskar eftir umsögn nefndarinnnar

um svæði sem þeir hafa áhuga á fyrir starfsemi sína.

Tekið jákvætt í erindið þar sem það samræmist tillögu þess

aðalskipulags sem er í vinnslu.

 

13. mál Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 4.febrúar 2008. Hérðaðsáætlanir

Landgræðsunnar.

Lagt fram til kynningar.

 

14.mál Bréf frá skipulagsstofnun dags.8.janúar.Deiliskipulag Motorpark.

 

Lagt fram til kynningar.

 

Fundi slitið 20:00

Getum við bætt efni síðunnar?