Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

28. fundur 28. apríl 2008 kl. 18:00 - 21:15 Iðndal 2

Fundur haldinn í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga, mánudaginn 28. apríl 2008

kl. 18:00 að Iðndal 2.

.

Mættir eru, Gunnar Helgason, Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Gordon Patterson, Þórður Guðmundsson,

Þráinn Hauksson frá Landslagi, Sigurður Valtýsson byggingarfulltrúi, Róbert Ragnarsson og Inga

Sigrún Atladóttir sem jafnframt ritar fundargerð.

Gunnar Helgason leitar afbrigða til að leggja fram bókun varðandi Breiðagerði 3.

Hafnað

1.mál Þráinn Hauksson frá Landslagi ehf. fer yfir stöðuna varðandi

aðalskipulagstillögu og deiliskipulagstillögu miðbæjarsvæðisins.

Breytingar frá síðustu tillögum:

Hábæjartún – hugmyndir.

Lóðir fyrir kirkju og safnaðarheimili.

Hótel og golfarða við Kálfatjörn.

Rafmagnslínur.

Inga Sigrún Atladóttir vill bóka eftirfarandi varðandi loftlínur í

aðalskipulagstillögu:

Ég leggst eindregið gegn því að loftlínur verði lagðar í gegnum land

sveitarfélagsins. Ég vil minna á að á fjölmennum íbúafundi var nær einróma

samþykkt að rafmagnslínur sem leggja þarf í gegnum land sveitarfélagsins

vegna álversins í Helguvík yrðu lagar í jörð. Einnig vil ég taka undir álit

umhverfisnefndar sveitarfélagsins sem að vel athuguðu máli hafnaði öllum

loftlínum í landi sveitarfélagsins en lagði í staðinn til sæ- eða jarðstreng. Að

lokum tel ég eðlilegt, og íbúum sveitarfélagsins til hagsbóta, að Landsneti

verði gert að semja við landeigendur áður en skipulagsyfirvöld taka ákvarðanir

um flutningsleiðir, hvort sem um er að ræða jarðstreng, loftlínur eða sæstreng.

Þráinn Hauksson yfirgefur fundinn.

2.mál Vogagerði 21-23, deiliskipulagstillaga, afgreiðsla eftir auglýsingu.

Athugasemdir bárust frá einum aðila, húseigendum að Ægisgötu 33 um að:

 Gæta þess að byggingarreitur Vogagerði 23 taki tillit til Ægisgötu 33 þannig að

reiturinn verði ekki staðsettur nær lóðarmörkum en lög gera ráð fyrir.

 Gæta þess í skilmálum lóðarinnar að reglum um glugga og aðrar brunavarnir

verði fylgt.

 Óska eftir því að aðstæður sem tengjast lóð og húsi að Ægisgötu 33 verði getið

í skilmálum fyrir Vogagerði 23.

 Einnig er bent á að stofnlagnir rafmagns fyrir íbúðarhúsið Ægisgötu 33 liggja í

gegnum lóð að Vogagerði 23.

Skipulags og byggingarnefnd fjallar um athugasemdirnar.

 

Kvaðir eru settar á lóð Vogagerðis 23 til að koma til móts við athugasemdir

húseiganda að Ægisgötu 33. Rafmagnsheimtaug mun verða færð.

3.mál Aragerði 2-4, deiliskipulagstillaga.

Samþykkt.

Sett er kvöð á lóðina um að núverandi gönguleið haldi sér á lóðinni.

 

4.mál Jóni Hansen sækir um að mön Breiðagerði 26 og 31verði sett inn á skipulag af

 

svæðinu samkvæmt ódagsettu bréfi.

Erindinu hafnað þar sem mönin fellur innan veghelgunarsvæðis

vegagerðarinnar og er eiganda gert að fjarlægja mönina. Eiganda er bent á að

æskilegt sé að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið áður en leyfðar verða

frekari framkvæmdir.

5. mál Stofnfiskur hf sækir um að fá að setja upp 2m háa girðingu í kringum

fiskeldisstöð Stofnfisks í Vogavík samkvæmt umsókn dags 09.04.2008.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits, samræmist lögum nr.

73/1997

6. mál Reykjaprent ehf óskar eftir leyfi fyrir að rífa og fjarlægja gróðurhús á lóðinni

Vogagerði 2 samkvæmt umsókn mótt 28.04.2008.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits, samræmist lögum nr.

73/1997

 

7. mál Sigurður Þorsteinsson sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahús að

Breiðagerði 19, afgreiðsla eftir grenndarkynningu.

Ein athugasemd barst.

Athugasemdin var almennt orðuð og innihélt ekki rökstuddar tillögur.

Samkvæmt reglum siglingarstofunar um byggð á lágsvæðum skal gólfkódi vera

að lágmarki 4.75m og hús í fjarlægðinni 30-50 metrar frá fjöru.

Frestað þar sem ekki liggja fyrir upplýingar um gólfkóta og fjarlægð húss frá

fjöru. Eiganda bent á að æskilegt sé að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.

8. mál Þórólfur Gunnarsson og Anna Lára Steingrímsdóttir sækja um byggingarleyfi

fyrir einbýlishús að Akurgerði 18 móttekið 25.04.08.

Málinu er vísað í grenndarkynningu.

Bent er á að leiðrétta þarf gólfkótann eins og lóðarblöð sýna.

9. mál Sigríður Ólafsdóttir sendir inn fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir efri hæð að

Vogagerði 20 samkvæmt umsókn dags. 31.03.2008.

Hafnað.

Samræmist ekki núverandi byggðamynstri.

 

Fundi slitið 21:15

Getum við bætt efni síðunnar?