Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

32. fundur 25. ágúst 2008 kl. 18:00 - 19:30 Iðndal 2

Fundur haldinn í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga, mánudaginn 25. ágúst 2008

kl. 18:00 að Iðndal 2.

.

Mættir eru; Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Hörður Harðarson, Gordon Patterson, Þórður Guðmundsson,

Sigurður Valtýsson byggingarfulltrúi, og Inga Sigrún Atladóttir sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

Skipulag

1. Kynning á drögum að aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2006-2021, óskað er umsagnar

nefndarinnar.

Drögin lögð fram til kynningar.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagið en áskilur sér rétt til

athugasemda á seinni stigum málsins.

2. Bréf Sigurðar Antonssonar dagsett 31.97.2008 um skipulag vegna lands í

Hvassahrauni, landnr. 130858.

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er hluti svæðisins skilgreindur sem

iðnaðarsvæði. Í drögum að nýju aðalskipulagi er gert ráð fyrir að fallið verði

frá þeirri landnýtingu og frekari landnýting ekki fyrirhuguð, því er ekki hægt að

verða við óskum bréfritara.

3. Umsókn Einars J Benediktssonar, Önnu Benediktsson og Birnu Salómonsdóttur,

dagsett 24.07.2008 um breytingu lóðamarka á milli Hafnargötu 5 og 7.

Nefndin frestar afgreiðslu málsins þar til niðurstaða úrskurðarnefndar

skipulags– og byggingarmála liggur fyrir.

Nefndin stöðvar framkvæmdir þar sem byggingin er ekki samkvæmt

samþykktum teikningum

Inga Sigrún Atladóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Byggingarleyfi

4. Afgreiðsla athugasemda að lokinni grenndarkynningu um byggingarleyfi fyrir

einbýlishús að Hellum, Vatnsleysuströnd og umsókn Mótel-Best dagsett 21.07.08 um

byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Hellum, Vatnsleysuströnd.

Tvær athugasemdir bárust nefndinni vegna einbýslishúss að Hellnum.

Athugasemdir gerðu Birgis Þórarinssonar með bréfi dags 21.07.2008 og fyrir

hönd eigendafélags Knarrarnes 1 Júlíus Helgi Eyjólfsson með bréfi 5.08.2008 .

Athugasemdir snéru um áhyggjur bréfritara um að fyrirhuguð væri

atvinnustarfsemi í húsinu.

Skýrt kemur fram í umsókninni að sótt sé um byggingu einbýlishúss og þar af

leiðandi er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi í húsnæðinu.

 

Umsókn Mótel-Best um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Hellnum er

samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits, samræmist lögum nr

73/1997.

5. Umsókn Magnúsar Sigurðssonar og Sigríðar Lárusdóttur dagsett 14.07.2008 um

smáhýsi, skjólvegg og pott að Akurgerði 7.

Ekki er hægt að taka afstöðu til umsóknarinnar þar sem tilskilin fylgigögn sem

óskað var í bréfi byggingarfulltrúa dagsettu 13.08.2008 hafa ekki borist

nefndinni.

6. Umsókn Magnúsar H Steingrímssonar dagsett 13.08.2008 um breytingu á gluggum

og að gera útidyr út úr eldhúsi að Vogagerði 12.

Samþykkt samræmist lögum nr. 73/1997.

7. Umsókn Védísar Sigurjónsdóttur, Önnu Bjarnadóttur og Sverris Sigurjónssonar

ódagsett um að gera útidyr út úr stofu að Kirkjugerði 3.

Samþykkt samræmist lögum nr. 73/1997.

8. Umsókn Sæmundar Þórðarsonar dagsett 20.08.2008 um hurðabreytingu á

vélageymslu að Stóru - Vatnsleysu.

Samþykkt samræmist lögum nr. 73/1997.

Sigurður Valtýsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

Fundi slitið 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?