Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

33. fundur 29. september 2008 kl. 18:00 - 20:35 Iðndal 2

Fundur haldinn í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga, mánudaginn 29. september

2008 kl. 18:00 að Iðndal 2.

.

Mættir eru; Hörður Harðarson, Gordon Patterson, Þórður Guðmundsson, Sigurður Valtýsson

byggingarfulltrúi, Sigurður Kristinsson og Oktavía Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

Skipulag

1. Aðalskipulagstillaga Sveitarfélagsins Voga 2007-2027.

Nefndin leggur til að haldinn verði fundur með Landslagi til að fara yfir texta

skipulagsins lið fyrir lið.

2. Aðalskipulag 1994-2014, breyting miðsvæði Vogum, afgreiðsla eftir

auglýsingu.

Engar athugasemdir hafa borist, sent til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3. Miðsvæði, tillaga að deiliskipulagi, afgreiðsla eftir auglýsingu.

Ahugsemdir og ábendindingar bárust frá einum aðila.

Nefndin þakkar fyrir ábendingarnar en telur áhyggjur óþarfar af ónæði þar sem

fjarlægðir milli byggingarreits og í fyrirhugaðrar götu eru verulegar .

4. Iðnaðarsvæði við Vogabraut, tillaga að breytingu á deiliskipulagi,

afgreiðsla eftir auglýsingu.

Engar athugasemdir hafa borist, sent til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5. Iðndalur, tillaga að breytingu á deiliskipulagi, afgreiðsla eftir auglýsingu.

Engar athugasemdir hafa borist, sent til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Byggingarleyfi

6. Sigurður Þorsteinsson sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahús að

Breiðagerði 19. Frestað mál frá 28. fundi

Málinu vísað í grenndarkynningu vegna breyttra uppdrátta frá fyrri

grenndarkynningu.

7. Jóhannes Á Benediktsson sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahús að

Hvassahrauni 23.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits. Samræmist gildandi

deiliskipulagi og lögum nr.73/1997.

 

8. Bergur Viðar Guðbjörnsson og Heiða Björk Elísdóttir sækja um leyfi fyrir

endurnýjun utanhússklæðningar og uppsetningu á heitum potti að

Suðurgötu 8.

Samþykkt . Samræmist lögum nr.73/1997.

 

9. Sveitarfélag Vogar sækir um leyfi til niðurrifs félagsheimilisins Glaðheima

að Vogagerði 21-23.

Samþykkt. Samræmist gildandi deiliskipulagi og lögum nr.73/1997.

Sigurður Kristinsson situr hjá við afgreiðslu málsins.

10. Pósthúsið ehf. sækir um leyfi til að fjölga blaðakössum á ljósasaturum við

götur til dreifingar á Fréttablaðinu.

Þar sem reynslan af þeim kössum sem fyrir eru er góð samþykkir nefndin

fjölgunina.

11. Ferðamálasamtök Suðurnesja sækja um uppsetningu palls utanum

steyptan stöpul og sjónskífu á hann á fjallinu Keili.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki landeiganda og Landmælinga Íslands.

 

Til upplýsingar og umsagnar

 

12. Skýrsla um ástand umferðaröryggismála og tillögur til úrbóta í Vogum.

Nefndin lýsir yfir þungum áhyggjum af hraðakstri í sveitarfélaginu.

Skýrslan rædd og leggur nefndin til að hraðatakmarkandi skiltum verði fjölgað.

Einnig leggur nefndin til að tillögu 11a verði hrundið í framkvæmd.

13. Tillögur að stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum

innflytjenda.

Lagt fram til kynningar.

Þórður Guðmundsson hefur margt að athuga við tillögu sambandsins og bendir

á að innflytjendur hafi líka skyldum að gegna eins og aðrir íbúar og þær þarf að

kynna.

14. Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og

héruðum.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fund slitið kl:20.35

Getum við bætt efni síðunnar?