Menningarnefnd

1. fundur 04. júní 2003 kl. 20:00 - 21:00 Iðndal 2

1.Fundur haldinn 4. júní 2003, kl. 20.00 í bókasafni Stóru-Vogaskóla.

Mætt voru: Snæbjörn Reynisson, Guðrún J. Jónsdóttir bókasafnsvörður og Eydís
Franzdóttir sem ritar fundagerð.

Fundarefni:
1) Málefni bókasafns: Farið yfir ársskýrslu bókasafnsins og hún samþykkt.
2) Rætt um tónleikahald í Kálfatjarnarkirkju sumarið 2004 og að slíkt
tónleikahald verði fastur liður á hverju sumri. Leita þarf eftir styrktaraðilum
en kostnaður er áætlaður um 300.000.
3) Snæbjörn segir frá hugmynd um að minjasafni Vatsleysustrandarhrepps verði
komið upp í útihúsunum á Kálfatjörn. Fundarmenn eru sammála um að
staðsetningin sé kjörin í þessum gömlu húsum í nágrenni Kálfatjarnarkirkju og
þar sem nýta mætti aðstöðuna í safnaðarheimilinu.
4) Vinna þarf frekar að söfnun og merkingu markverðra minja.
5) Æskilegt er að hlaða það sem á vantar í grjóthleðslur umhverfis
Kálfatjarnarkirkju.

Fundi slitið um kl. 21.00.

Getum við bætt efni síðunnar?