Menningarnefnd

2. fundur 24. júní 2003 kl. 20:00 - 21:20 Iðndal 2

2.Fundur haldinn 24. júní 2003, kl. 20.00 í bókasafni Stóru-Vogaskóla.

Mætt voru: Snæbjörn Reynisson, Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir og

Eydís Franzdóttir sem ritar fundargerð.

Fundarefni:
1) Hlutverk menningarnefndar í minja og safnamálum.
Snæbjörn skýrir frá því að Minjanefnd hafi þegar fengið útihús á Kálfatjörn
til umráða fyrir minjasafn og minjavörslu.
Nefndin er sammála því að meta þurfi minjar sem vert er að varðveita áður
en þær glatast. Ekki einungis færanlega hluti sem varðveita má í
væntanlegu safnahúsi á Kálfatjörn, heldur einnig minjar sem fastar eru í
landslaginu og hafa sögulegt gildi fyrir líf og störf á Vatnsleysuströndinni á
fyrri tímum. Mjög margar minjanna eru í bráðri hættu vegna ágangs sjáfar
eða framkvæmdaglaðra manna sem líklega vita ekki um verðmætagild
þeirra.
Nefndin ákveður að hefjast handa við að leita að og skrá minjar sem merkja
ætti og varðveita. Æskilegt væri að hefja merkingar við Kálfatjörn, en þar
er nefnd sérstaklega brúin yfir Rásina, ásamt öðru.
2) Hugmyndir um tónleikahald í Kálfatjarnarkirkju.
Hrafnhildur stingur upp á að í tengslum við tónleikahald á Kálfatjörn mætti
bjóða upp á gönguferðir um svæðið þar sem markverðar minjar væru
skoðaðar og saga staðarins rakin. Ef til vill mætti einnig bjóða upp á
golfmót. Þetta væri sannkallaður hátíðisdagur á Kálfatjörn.
Ákveðið er að skoða hugmyndina nánar.

Fundi slitið kl. 21.20.

Getum við bætt efni síðunnar?