Íþróttanefnd og tómstundanefnd

5. fundur 12. maí 2003 kl. 18:30 - 21:40 Iðndal 2

Dagskrá:

1. Forvarnardagur.
Lena Rós kynnti drög að dagskrá forvarnardagsins. Boðið verður upp á margs
konar keppnir yfir daginn og mun dagskráin hefjast um kl. 14:00. Ræddar voru
hugmyndir að fyrirlesurum um kvöldið, fyrir 7. – 10. bekk og foreldra þeirra.
Nefndin leggur til að boðið verði upp á pylsur og gos fyrir þátttakendur. Eftir
pylsuátið munu fyrirlesarar stíga á stokk og þar á eftir fara foreldrar heim en
unglingarnir fá dansleik í Glaðheimum. Gert er ráð fyrir að dagskrá ljúki um
miðnætti.
Nefndin óskar eftir þátttöku allra félagasamtaka í þorpinu og sendir þeim bréf
þar að lútandi.
2. Skólagarðar.
Nefndin lýsir ánægju með og stuðningi við hugmyndir umhverfisnefndar um
skólagarða. Nefndin leggur til að samið verði við tómstundafulltrúa
sveitarfélagsins um að skipuleggja starfsemi skólagarða, annast aðföng á hráefni
og ráðningu starfsmanns skólagarðanna. Nefndin óskar eftir að afstaða verði
tekin til þessa máls svo fljótt sem unnt er, svo að vorið fari ekki forgörðum.
Nefndin hvetur til úttektar á möguleikum varðandi smíðavöll í náinni framtíð.
3. Önnur mál.
a) Vinnurammi nefndarinnar
Nefndin leggur til að tveir til þrír nefndarmenn komi saman á milli funda til
þess að útbúa vinnuramma. Vinnurammi þessi skal að hluta styðjast við þá
þarfagreiningu sem nefndin kemur til með að óska eftir frá tómstundafulltrúa og
formanni ungmennafélagsins Þróttar. Jón Mar, Birgir Örn og Bergur taka að sér
að sinna þessu verkefni.
b) Unglingavinna
Nefndin leggur til að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að öllum unglingum í
sveitarfélaginu sem ljúka 7. – 10. bekk, verði boðið upp á störf á vegum
sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:40.

Getum við bætt efni síðunnar?