Íþróttanefnd og tómstundanefnd

7. fundur 13. október 2003 kl. 19:00 - 20:03 Iðndal 2

Mættir voru: Jón Mar Guðmundsson, Óskar Gunnar Burns, Magnús H. Hauksson, Bergur
Álfþórsson og Birgir Örn Ólafsson. Einnig sat fundinn Lena Rós Matthíasdóttir. Magnús

H. Hauksson ritaði fundargerð.

1. Forvarnir
Almennt rætt um forvarnir í samhengi við stefnumótunarvinnu.
2. Afmæli Íþróttamiðstöðvar
Dagskrá afmælishátíðar sem fram á að fara laugardaginn 18.10 kynnt og rædd.
3. Önnur mál.
Lögð fram eftirfarandi hugmynd um “starfsreglur / stefnumótun” vegna vinnu
nefndarinnar (sjá viðhengi).
Formanni falið að vinna frekar að þessum hugmyndum með nefndarmönnum, og skila
ítarlegri tillögum á næsta fundi.
Formanni nefndarinnar falið að senda Tómstundafulltrúa ósk um að nefndinni verði gefin
skýrsla árlega um tómstundastarf vetrarins, skýrslan verði gefin í lok starfsársins.
Formanni einngi falið að óska eftir skýrlsu frá UMF Þrótti um sumarstarfið.
Formanni að lokum falið að óska eftir upplýsingum frá Golfklúbbi
Vatnsleysustrandarhrepps um tómstundaframboð.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl 20:03.

Getum við bætt efni síðunnar?