Íþróttanefnd og tómstundanefnd

8. fundur 10. nóvember 2003 kl. 19:00 - 19:57 Iðndal 2

Mættir voru: Jón Mar Guðmundsson, Oscar Gunnar Burns, Magnús H. Hauksson, Bergur
Álfþórsson og Birgir Örn Ólafsson. Einnig sat fundinn Lena Rós Matthíasdóttir, sem

jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:

1. Mál. Stefnumótun.
Drög að stefnu íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til umræðu.
Stefnumótun nefndarinnar er í vinnslu og verður tekin til umræðu aftur á
næsta fundi.
2. Mál. Starfsreglur.
Íþr.- og tómstundanefnd hefur ákveðið að óska eftir starfsskýrslum frá
Tómstundafulltrúa, Ungmennafélaginu og Golfklúbbnum.
3. Mál. Önnur mál.
a. Þjónustukönnun íþrótta og tómstundanefndar fyrir sumarið 2004. Nefndin
hefur sett saman spurningalista sem meiningin er að dreifa í hús í janúar
2004.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:57

Getum við bætt efni síðunnar?