Íþróttanefnd og tómstundanefnd

2. fundur 08. mars 2004 kl. 19:00 - 19:56 Iðndal 2

Mættir voru: Jón Mar Guðmundsson, Oscar Gunnar Burns, Magnús H. Hauksson,
Ríkharður Reynisson og Bergur Álfþórsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Mál. Kynning á íþróttum á endurgjalds.
a. Lagt fram til kynningar bréf frá ÍSÍ með skýrslu vinnuhóps um íþróttir án
endurgjalds. Rætt um málið vítt og breytt, skýrslan verður tekin til ítarlegri
umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar eftir að nefndarmenn hafa haft tóm
til að glöggva sig á innihaldi hennar.

2. Mál. Önnur mál.
a. Aðalfundur UMF Þróttar er afstaðinn og er komin ný stjórn til starfa,
nefndin óskar nýrri stórn velfarnaðar og hlakkar til að eiga gott samstarf
við hana. Formanni er falið að boða nýjann formann UMF Þróttar á næsta
fund Íþrótta og tómstundanefnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:56

Getum við bætt efni síðunnar?