Íþróttanefnd og tómstundanefnd

3. fundur 10. maí 2004 kl. 18:00 - 19:25 Iðndal 2

Mættir voru: Jón Mar Guðmundsson, Oscar Gunnar Burns, Magnús H. Hauksson, Birgir
Örn Ólafsson og Bergur Álfþórsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Mál. Íþróttir án endurgjalds.
a. Nefndin tekur undir niðurstöður vinnuhóps um íþróttir án endurgjalds að
stefnt skuli að því að bjóða börnum og unglingum á grunnskólaaldri að
stunda einhverjar íþróttir án endurgjalds.
b. Nefndin beinir því til skólayfirvalda og íþróttafélaga í hreppnum að taka
upp samstarf sem miði að því að auka íþróttaiðkun barna og ungmenna í
hreppnum, t.d. með samfellu stundaskrár skóla og íþróttastarfs.

2. Mál. UMF Þróttur
a. Formaður Þróttar mætti ekki til fundarins og umræðum þ.a.l. frestað til
næsta fundar.

3. Mál. Önnur mál.
a. Ekki hafa borist svör við bréfum nefndarinnar sbr. b lið 3. máls fyrsta
fundar nefndarinnar 2004. Formanni er falið að ýta við hlutaðeigandi.
b. Nefndir býður niðurstaðna þjónustukönnunar, formanni falið að hreyfa við
málinu.
c. Rætt var um verksvið nefndarinnar í samhengi við fyrirhugaða ráðningu
Tómstundafulltrúa. Nefndinni þykir miður að hafa ekki fengið að hafa
neina aðkomu að ráðningu Tómstundafulltrúa, jafnvel þótt ekki sé til þess
vísað í skipunarbréfi nefndarinnar að henni sé slíkt ætlað.
d. Rætt var um sparkvallaátak KSÍ, nefndarmenn voru einhuga um að
hreppurinn sendi inn umsókn um styrk til uppbyggingar sparkvallar í
hreppnum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:25

Getum við bætt efni síðunnar?