Íþróttanefnd og tómstundanefnd

5. fundur 25. október 2004 kl. 19:00

Mættir eru. Jón Mar Guðmundsson, Oscar Gunnar Burns, Birgir Örn Ólafsson og
Bergur Álfþórsson, sem ritaði fundargerð.
1. Skýrsla formanns UMF Þróttar.
Lúðvík Bárðarson ritari UMF Þróttar mætti á fundinn f.h. Þróttar. Fram kom
að iðkendafjöldi stendur í stað í knattspyrnu, fækkað hefur í körfunni,
sundfólki hefur fjölgað mikið og gróska í júdoi.
Fram kom að fólksfæð hamlar framgangi hópíþrótta en árangur hefur verið
góður í einstaklingsíþróttum, eins og dæmin sanna í sundinu og júdoinu.
Rædd voru tryggingamál íþróttaiðkenda, ekki virðist vera á hreinu hvort
iðkendur eru tryggðir við æfingar og keppni, skorar nefndin á forsvarsmenn
Þróttar að athuga með hvaða hætti tryggingamálum á að vera háttað og koma
þeim málum í réttan farveg.
Fjárhagsstaða félagssins er í jafnvægi.
Nefndin ítrekar ósk sína um að fá ársskýrslu Þróttar.
Lúðvík vék af fundi kl 20:35.
2. Þjónustukönnun.
Könnunin var rædd, ákveðið var að ráðast í nýja beinskeittari könnun í upphafi
árs 2005 vegna sumarstarfsins 2005.
3. Önnur mál.

Birgir Örn og Bergur bóka eftirfarandi:
Vogum 25.10.2004
Einhver misbrestur virðist vera á upplýsingaflæði frá skrifstofu
Vatnsleysustrandarhrepps til íþrótta og tómstundanefndar. Það má glöggt sjá á
fyrirspurnum og erindum sem ekki koma formlega á borð nefndarinnar jafnvel hvorki
fyrir né eftir afgreiðslu í hreppsnefnd.
Sem dæmi má nefna:
5.fundur 11.05.2004
23. Bréf frá KSÍ dags. 7/4 2004 þ.s. kynnt átak KSÍ í byggja sparkvelli með gervigrasi
fyrir börn og unglinga við skólalóðir í sveitarfélögum.
Hreppsnefnd samþykkir að sækja um sparkvöll og sveitarstjóra falið að kanna möguleika á
því að völlurinn verði hluti af lóðarframkvæmdum vegna stækkunar Stóru-Vogaskóla.
6.fundur 10.06.2004
16. Bréf frá Íþrótta-og ólympíusambandi Íslands dags. 5/5 2004 þ.s. kynntar eru
ákyktanir og áskoranir frá Íþróttaþingi ÍSÍ 24. apríl s.l.
Bréfið er kynnt

17. Bréf frá Skákfélaginu Hróknum ódagsett, þ.s. óskað er eftir að hreppurinn taki þátt í
áheitasöfnun eða gerast gull-eða silfur bakhjarl félagsins.
Hreppsnefnd samþykkir að gerast silfurbakhjarl Hróksins með 50 þúsund króna framlagi.
Hér eru einungis tekin þrjú dæmi en um fleiri er að ræða. Ef það er ætlun
skrifstofunnar að sniðganga nefndina, þá er ekki hægt að túlka það öðruvísi en svo að
íþrótta og tómstundanefnd sé vantreyst til verksins og er það virðingarleysi við þá er í
henni sitja. Ef ætlunin er ekki að sniðganga nefndina drögum við okkar ályktun svo að
upplýsingaflæði sé verulegan ábótavant frá skrifstofu til nefndar. Okkur er spurn
hvort skrifstofunni sé ekki ljóst hvaða leið erindin eiga að fara og hvort því fólki sem
óskar að senda inn slík erindi sé ekki bent á rétta leið. Það hlýtur að teljast eðlilegt að
nefndin ræði málefnalega um þau mál er snúa að íþrótta og tómstundamálum í
hreppnum hverju sinni.

Virðingarfyllst,
Bergur Álfþórsson
Birgir Örn Ólafsson

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 21:10

Getum við bætt efni síðunnar?