Íþróttanefnd og tómstundanefnd

1. fundur 14. febrúar 2005 kl. 19:00

Mættir eru Jón Mar Guðmundsson, Oscar Gunnar Burns, Magnús Hauksson,
G.Helga Harðardóttir, Bergur Álfþórsson og Birgir Örn Ólafsson sem jafnframt
ritar fundagerð.

1. Stefna ÍTV og leiðir
Stefna ÍTV og leiðir að markmiðum ræddar. ÍTV vitnar í tilkynningu
hreppsnefndar dagsetta 4.6.2004 vegna bókunar um stefnumótun ÍTV þar sem
hreppsnefnd samþykkir stefnu en ekki leiðir. Óskar ÍTV eftir því að hreppsnefnd
bendi á hvaða leiðir í stefnunni skuli teknar til endurskoðunar.
2. Skoðun þjónustukönnunar
Drög að þjónustukönnun lögð fram. Könnun þessi verður lögð fram fyrir börn og
unglinga í Stóru- Vogaskóla. Verður hún framkvæmd í 4.-10. bekk. Könnun meðal
yngri barna verður í formi umræðutíma.
3. Önnur mál
a) Málefni UMFÞ.
Málefni UMFÞ rædd og farið yfir stöðu félagsins og starf í hinum ýmsu
deildum.
b) Íþróttamaður ársins
Umræður um með hvaða hætti nefndin getur verðlaunað þá einstaklinga sem
skarað hafa framúr í sinni íþróttagrein. Nefndin leggur til að veittur verði
farand- og eignabikar til þess einstaklings sem skarað hefur fram úr í íþrótt
sinni. ÍTV mun útnefna íþróttamann ársins eftir umsögn frá þjálfurum og
forráðamönnum íþróttafélagana. Formanni falið að óska eftir gögnum frá
þjálfurum og forráðamönnum íþróttafélaganna.
c) Fjárhagsrammi nefndarinnar
ÍTV óskar eftir skilgreiningu á fjárhagsramma nefndarinnar.

Getum við bætt efni síðunnar?