Íþróttanefnd og tómstundanefnd

3. fundur 18. apríl 2005 kl. 19:00 - 20:40

Mættir eru Jón Mar Guðmundsson, Oscar Gunnar Burns, Bergur
Álfþórsson, Helga Harðardóttir og Birgir Örn Ólafsson sem jafnframt
ritar fundagerð. Magnús Hauksson boðaði forföll.

1. Þjónustukönnun
Tómstundafulltrúi lagði fram frumniðurstöður könnunar fyrir 5.-10.
bekk. Niðurstöður ræddar. Helga mun skila lokaskýrslu fyrir 5.-10.
bekk á næsta fundi ÍTV. Drög að könnun fyrir yngri bekki er í
vinnslu.
2. Íþróttamaður ársins
Farið yfir stöðu málsins. Ákveðið er að starfsmaður nefndarinnnar
útfæri hugmyndir ÍTV að reglugerð fyrir næsta fund nefndarinnar.
Nefndin ákveður að útnefna íþróttamann ársins í fyrsta skiptið árið
2006 fyrir árið 2005.
3. Önnur mál
a) Umræður um þarfagreiningu íþróttahússins.
b) LAN (tölvumaraþon) þörf unglinga rædd.
c) Mikill áhugi er hjá unglingum að fá uppsetta línuskauta og
hjólabrettabraut. Nefndin leggur til að kannað verði með
uppsetningu á slíkum búnaði.

Fundi slitið 20:40

Getum við bætt efni síðunnar?