Íþróttanefnd og tómstundanefnd

6. fundur 12. september 2005 kl. 19:00 - 20:20 Iðndal 2

Fundur haldinn í ÍTV þriðjudaginn 12. september 2005 kl.
19:00 að Iðndal 2, Vogum
Mættir eru Jón Mar Guðmundsson, Oscar Gunnar Burns, Bergur
Álfþórsson, Helga Harðardóttir og Birgir Örn Ólafsson sem jafnframt
ritar fundagerð í tölvu. Magnús Hauksson boðaði forföll.

1. Drög að reglum fyrir afreksmannasjóð
ÍTV leggur til eftirfarandi breytingar á drögum og um leið fagnar
þessu framtaki:
4 grein verði: “Hreppsnefnd úthlutar styrkjum úr sjóðnum. Heimilt
er að auglýsa eftir umsóknum um styrki eftir nánari ákvörðun
hverju sinni. Hreppsnefnd getur einnig veitt styrki og
viðurkenningar án umsókna, að eigin frumkvæði. Sjóðurinn úthlutar
styrkjum tvisvar sinnum á ári, í janúar og júni sé tilefni til.”
5. grein 1. liður verði: “Árlegt framlag sveitarsjóðs samkvæmt
fjárhagsáætlun.”
2. Ýmis önnur mál
a) Áður samþykkt stefna ÍTV lögð fram sem afrit í fundargerð.
b) Umræður um tilvonandi skátastarf í hreppnum. ÍTV fagnar
framtakinu.
c) Umræður fóru fram um væntanlegan sparkvöll við skólann.
d) Lagt er til að á næstkomandi fundum verði formenn íþrótta og
tómstundafélaga boðaðir á fund ÍTV.
e) Umræður um fjölbreyttara íþróttaframboð t.a.m. frjálsar íþróttir
og fimleika.
f) Nefndin óskar eftir fjárveitingu að upphæð 70.000 kr. vegna kjörs
íþróttamanns ársins 2005 sem útnefndur verður á fyrri helmingi
ársins 2006.
Fundi slitið kl. 20:20

Getum við bætt efni síðunnar?