Íþróttanefnd og tómstundanefnd

9. fundur 12. desember 2005 kl. 18:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í ÍTV mánudaginn 12. desember 2005 kl.
18:00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru Jón Mar Guðmundsson, Oscar Gunnar Burns, Bergur
Álfþórsson og Birgir Örn Ólafsson sem jafnframt ritar fundagerð í
tölvu. Hanna Helgadóttir mætti einnig á fundinn. Magnús Hauksson
og Helga Harðardóttir boðuðu forföll.
1. Formaður Kvenfélagsins Fjólu
Hanna Helgadóttir formaður Kvenfélagsins Fjólu kom á fundinn og
gerði grein fyrir starfsemi félagsins. Aðstaða félagsins vær rædd og
möguleikar þess að fá aðstöðu í íþróttahúsinu eins og rætt hefur
verið um. Félagskonur er um 26 talsins og mætti nýliðun vera meiri
að mati Hönnu. Tekjuöflun félagsins er í formi kaffissölu,
kökubasars, þorrablóts, kaffiveitingum á kirkjudegi og sölu á vörum
í kringum jól svo eitthvað sé nefnt. Nefndin þakkar Hönnu fyrir gott
yfirlit.
2. Vefur sveitarfélagsins
Nefndin ræddi mögulega notkun á vef sveitarfélagsins og hvetur
félagasamtök í hreppnum til að kynna starfsemi sína þar.
3. Forvarnarmál
Nefndin leggur til að aukin áhersla verði lögð á forvarnarfundi. Mun
nefndin kynna sér þessi í mál í samráði við tómstundafulltrúa.

Getum við bætt efni síðunnar?