Íþróttanefnd og tómstundanefnd

2. fundur 13. febrúar 2006 kl. 19:00 - 20:30 Iðndal 2

Fundur haldinn í ÍTV mánudaginn 13. febrúar 2006 kl.
19:00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru Jón Mar Guðmundsson, Oscar Gunnar Burns, Bergur
Álfþórsson, Magnús Hauksson og Birgir Örn Ólafsson sem jafnframt
ritar fundagerð í tölvu. Ríkharður Reynisson, formaður Lions mætti
einnig á fundinn. Helga Harðardóttir boðaði forföll.
1. Formaður Lions
Ríkharður Reynisson formaður Lions mætti á fundinn og kynnti
starfsemi félagsins. Meðlimir félagsins eru 18, 13 karlmenn og 5
konur. Lítil endurnýjun hefur verið í félaginu en vel haldist á föstum
kjarna fólks. Helstu tekjulindir félagsins er skötusala, blómasala og
sala dagatala. Félagið búið að ganga frá samningi við TSH og
sveitarfélagið um húsnæði og aðstöðu fyrir félagsstarfið. Nefndin
þakkar Ríkharði fyrir góða greinargerð.
2. Uppskeruhátíð
Nefndarmenn ræddu mögulegar dagsetningar fyrir val á
íþróttamanni ársins. Varðandi val á íþróttamanni ársins fyrir árið
2005 þá er nefndin sammála um að það val verði tilkynnt í maí
2006. Fyrir val á íþróttamanni ársins fyrir árið 2006, þá hefur
nefndin ákveðið að það val fari fram í janúar 2007. Nefndin óskar
eftir tilnefningu fyrir íþróttamann ársins 2005.
3. Önnur mál
a) Vogavöllur
Nefndinni barst bréf frá áhugamönnum um Vogavöll. (Sjá
viðhengi) Nefndin leggur til við bæjarstjórn að sveitarfélagið veiti
UMFÞ nauðsynlega aðstoð við hirðingu vallar. Varðandi seinni lið
bréfsins er snýr að knattspyrnumörkum fyrir félagið, þá telur
nefndin mikilvægt að sveitarfélagið og stjórn UMFÞ komi sér
saman um kaup á mörkum fyrir félagið svo knattspyrnuiðkun
geti blómstrað til framtíðar.
Fundi slitið kl.20:30

Getum við bætt efni síðunnar?