Íþróttanefnd og tómstundanefnd

4. fundur 10. apríl 2006 kl. 19:15 - 20:10 Iðndal 2

Fundur haldinn í ÍTV mánudaginn 10. apríl 2006 kl.
19:15 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru Jón Mar Guðmundsson, Bergur Álfþórsson, Magnús
Hauksson og Birgir Örn Ólafsson sem jafnframt ritar fundagerð í
tölvu. Oscar Gunnar Burns og Helga Harðardóttir voru fjarverandi.
1.Val á Íþróttamanni ársins
Þrír eru tilnefndir til íþróttamanns ársins 2005. ÍTV hefur yfirfarið
tilnefningarnar og rökstuðning er fylgir þeim. ÍTV hefur komist að
einróma niðurstöðu um kjör íþróttamanns ársins. Kjör íþróttamanns
ársins verður tilkynnt á samkomu sem auglýst verður síðar.
2. Bréf frá sunddeild
ÍTV lýsir ánægju sinni með afgreiðslu bæjarstjórnar á bréfi
sunddeildar UMFÞ frá 20.mars síðastliðnum. Nefndin óskar þess að
stækkun sundlaugar megi ná fram að ganga í náinni framtíð.
3. Önnur mál
Engin á dagskrá þessar fundar.

Fundi slitið kl.20:10

Getum við bætt efni síðunnar?