Íþróttanefnd og tómstundanefnd

14. fundur 04. júní 2007 kl. 18:00 - 18:59 Iðndal 2

Fundur haldinn í ÍTV mánudaginn 4. júní 2007
kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru: Bergur Álfþórsson, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Vignir Arason. G. Helga situr
fundinn. Bergur ritar fundargerð í tölvu.

1. Tilnefningar til íþróttamanns ársins 2006.
Tvær tilnefningar bárust nefndinni, nefndin fór yfir tilnefningarnar og ákvað hver
yrði Íþróttamaður ársins 2006. Íþróttamaður ársins verður útnefndur á skólaslitum
Stóru Vogaskóla.
2. Fjölskyldudagur Sveitarfélagsins Voga.
Tómstundafulltrúi fer yfir dagskrárhugmyndir Tómstundafulltrúi mun kalla til
fulltrúa félagasamtaka til fundar innan tíðar.
3. Sumarskipulag tómstundastarfs.
Tómstundafulltrúi fer yfir skipulag tómstundastarfs sumarsins. ÍTV þakkar
tómstundafulltrúa og samstarfsfólki hans fagmannlega unninn upplýsingabækling
um framboð tómstundastarfs sumarsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl:18.59

Getum við bætt efni síðunnar?