Íþróttanefnd og tómstundanefnd

16. fundur 03. mars 2008 kl. 18:00 - 18:59 Iðndal 2

Fundur haldinn í ÍTV mánudaginn 3. mars 2008
kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru: Bergur Álfþórsson, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Ragnar Davíð Riordan, Rakel
Rut Valdimarsdóttir og Tinna Hallgrímsdóttir tómstunda og forvarnafulltrúi situr fundinn.
Formaður leitar afbrigða til að taka fyrir erindi frá bæjarráði, um Heilsueflingu, samþykkt
að taka fyrir undir 9. lið.
Formaður leitar afbrigða til að taka fyrir erindi án fylgisskjala um skráningu listamanna á
heimasíðu sveitarfélagsins, samþykkt að taka fyrir undir 10. lið.

1. Starfsáætlun tómstundastarfs.
Tómstunda og forvarnarfulltrúi leggur fram starfsáætlun tómstundastarfs
félagsmiðstöðvar 2008-2009 til kynningar.
2. Dagskrá tómstundamiðstöðvar.
Tómstunda og forvarnafulltrúi leggur fram dagskrá félagsmiðstöðvarinnar
Borunnar jan – maí 2008 til kynningar.
3. Eineltisáætlun félagsmiðstöðvarinnar.
Fjallað um framlagða eineltisáætlun félagsmiðstöðvarinnar og hún samþykkt.
4. Ungmennaráð Sveitarfélagsins Voga.
Ítarleg umfjöllun um regluverk fyrir ungmennaráð, Tinna, Brynhildur og Bergur
haldi áfram vinnu við undirbúning regluverks fyrir ungmennaráðið, á þeim
reglum byggi síðan reglur um öldungaráð.
5. Íþróttamaður ársins 2007.
Fjallað um tilnefningar, ákveðið hver hlýtur titilinn þetta árið. Íþróttamaður ársins
verður útnefndur á árshátíð Stóru-Vogaskóla 13. mars.
6. Ársskýrsla Golfklúbbs Vatnsleysustrandar.
Ársskýrsla GVS lögð fram til kynningar. Íþrótta og tómstundanefnd þakkar
greinargóða ársskýrslu og fagnar góðu gengi golfklúbbsins og óskar honum
áframhaldandi velfarnaðar.

7. Bréf frá ÍSÍ varðandi Lífshlaupið og aðra viðburði á vegum þess.
Bréfið lagt fram, nefndin felur tómstunda og forvarnarfulltrúa að auglýsa
“Lífshlaupið” og hvetur bæjarbúa alla sem og fyrirtæki í sveitarfélaginu til
þátttöku.
8. Bréf frá Lýðheilsustöð. Norræni lýðheilsudagurinn.
Bréfið lagt fram til kynningar.
9. Heilsuefling. Samstarf við Lýðheilsustöð í verkefninu “Allt hefur áhrif”.
Bæjarráð hefur óskað eftir að íþrótta og tómstundanefnd tilnefni fulltrúa í stýrihóp
um ofangreint verkefni. Nefndin tilnefnir Berg Álfþórsson í stýrihópinn fyrir sína
hönd.
10. Aðgengi listamanna að heimasíðu sveitarfélagsins.
Í ljósi framkominna óska listamanna í sveitarfélaginu leggur nefndin til að komið
verði upp á heimasíðu sveitarfélagsins svæði hvar listamenn og aðrir geta komið
sér á framfæri, með áframtengingu á sínar vefsíður.
Nefndin leggur til að tómstunda og forvarnarfulltrúi verði tengiliður
sveitarfélagsins fyrir þessa þjónustu og honum falið að auglýsa hana.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl:18:59

Getum við bætt efni síðunnar?