Íþróttanefnd og tómstundanefnd

17. fundur 14. apríl 2008 kl. 18:00 - 18:43 Iðndal 2

Fundur haldinn í ÍTV mánudaginn 14. apríl 2008
kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru: Bergur Álfþórsson, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Magnús Hersir Hauksson og
Tinna Hallgrímsdóttir tómstunda og forvarnafulltrúi situr fundinn.

1. Ungmennaráð Sveitarfélagsins Voga
Framlagðar samþykktir fyrir ungmennaráð sveitarfélagsins eru samþykktar með
þeirri breitingu að í 6. lið skal standa “ársfjórðungslega” í stað “4 sinnum á ári”.
2. Öldungaráð Sveitarfélagsins Voga.
Framlagðar samþykktir fyrir öldungaráð sveitarfélagsins eru samþykktar með
þeirri breitingu að í 6. lið skal standa “ársfjórðungslega” í stað “4 sinnum á ári”.
3. GVS, drög að samstarfssamningi.
ÍTV gerir ekki efnislegar athugasemdir við samningsdrögin. Nefndin fagnar því
að hylla skuli undir að svo metnaðarfullur samingur skuli vera að komast á.
4. Nýting Þurrkhússins.
Nefndin leggur til að s.k. Þurrkhús verði nýtt til félagsstarfs unglinga í
sveitarfélaginu, t.d. sem æfingahúsnæði fyrir hljómsveitir, viðgerðaraðstaða
unglinga o.þ.h. þar til það víkur fyrir fyrirhugaðri byggð á svæðinu. Nefndin felur
tómstundafulltrúa að skipa hússtjórn í samráði við formann ÍTV. Hússtjórn skal
samþykkja húsreglur og ákveða nánari útfærslu á notkun hússins.
5. Bréf frá Sindra Snæ Helgasyni.
Nefndin tekur jákvætt í erindið, og vísar því til ungmennaráðs. ÍTV felur
ungmennaráði að gera tillögu um nánari útfærslu pallsins og kynna fyrir
bæjarráði.
6. Fjölskyldudagurinn í ágúst.
Tómstundafulltrúi fer yfir undirbúning fjölskyldudagsins og kynnir næstu skref.
Boðað verður til samráðsfundar með fulltrúum félagasamtaka í sveitarfélaginu á
næstu vikum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl:18:43

Getum við bætt efni síðunnar?