Hreppsnefnd

11. fundur 24. janúar 2002 kl. 18:00 - 21:15 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, mánudaginn 24. júní 2002,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson,
Birgir Örn Ólafsson, Halldóra Baldursdóttir og Jóhanna Reynisdóttir
sveitarstjóri sem jafnframt ritar fundargerð.
DAGSKRÁ

1. Fundargerðir Menningarnefndar ódagsett og dags 06/05 2002.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
2. Fundargerð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 16/05
2002.
Fundargerðin er samþykkt.
3. Fundargerð Brunavarna Suðurnesja dags. 13/05 2002.
Fundargerðin er samþykkt.
4. Fundargerðir S.T.F.S og S.S.S. dags. 15/05 og 22/05 2002.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
5. Fundargerð Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja dags. 10/06 2002.
Fundargerðin er samþykkt.
6. Fundargerðir D.S. dags. 14/05 og 04/06 2002.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
7. Fundargerð Almannavarnanefndar Suðurnesja dags. 23/05 2002.
Fundargerðin er samþykkt.
8. Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja dags. 15/05 og 05/06
2002.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.

9. Fundargerðir Þjónustuhóps aldraða dags 18/04, 08/05 og 16/05 2002.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
10. Fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga dags. 20/03 og 15/05 2002.

2
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
11. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu vegna kæru Skarphéðins Einarssonar
dags. 28/05 2002 um ákvörðun HES um útgáfu starfsleyfis til Nesbú
ehf.
Samkvæmt úrskurðinum stendur ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins óbreytt.
12. Bréf frá Grindavíkurbæ dags. 05/05 2002 varðandi hugmyndir um
staðsetningu upplýsingamiðstöðvar í Reykjanesbæ og telur
Greindavíkurbær að slík miðstöð skuli rísa í Grindavík í tengslum við
Bláa lónið.
Bréfið er kynnt.
13. Bréf frá Gerðahreppi dags. 08/05 2002.
Bréfið er kynnt.
14. Bréf frá Gerðahreppi dags. 19/06 2002 varðandi beiðni um viðræður
um hugsanlega sameiningu barnaverndarnefnda.
Hreppsnefnd þakkar fyrir bréfið en hyggst kanna fyrst möguleika á
samstarfi við stærri aðila.
15. Bréf frá Landskerfi Bókasafna dags. 12/06 2002 varðandi boð um
aðild að kerfinu.
Hreppsnefnd samþykkir að gerast aðili að Landskerfinu.
16. Bréf frá Ólafi Guðmundssyni v/hestaeigenda dags. 11/06 2002
varðandi losun á mold í nálægð við hesthúsin.
Hreppsnefnd vísar málinu til umsagnar Byggingar-og skipulagsnefndar.
Jafnframt verður öll losun stöðvuð á meðan unnið er í málinu. Boðað
verður til fundar þegar umsögn liggur fyrir.
17. Bréf frá Íþrótta-og Ólympíusambandi Íslands dags. 16/05 2002.
Bréfið er kynnt.
18. Bréf frá Útilífsmiðstöð skáta dags. í maí 2002 varðandi beiðni um
styrk vegna útgáfu afmælisblaðs.
Erindinu er hafnað.
19. Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands dags. 02/05 2002 varðandi beiðni
um styrk vegna mikils kostnaðar við úttekt á verkefni
Landgræðsluskóga.
Erindinu er hafnað.
20. Bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 21/05 2002
varðandi aukafjárveitingu til Brunavarna Suðurnesja að upphæð kr.
1.184.000.
Aukafjárveitingin er samþykkt.
21. Bréf frá skrifstofu Gerðahrepps dags. 19/05 2002 varðandi
deiliskipulag í Gerðahreppi.

3

Bréfið er kynnt. Hreppsnefnd áskilur sér rétt til athugasemda við breytt
deiliskipulag.
22. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 19/06 2002 þ.s vakin er athygli
á 10. grein nýrra barnaverndarlaga, að samanlagður íbúafjöldi
sveitarfélaga að baki hverri barnarverndarnefnd skuli ekki vera undir
1.500.
Hreppsnefnd samþykkir að leita eftir samstarfi við Reykjanesbæ í
barnaverndarmálum.
23. Staða framkvæmda.
a) Sveitarstjóri upplýsti að verið væri að klára ýmis umhverfismál frá
síðasta ári s.s. torflagningu, frágang gangstétta og fl. Undirbúningur er
hafinn við malbikun og frágang við nýja iðnaðarsvæðið. Beðið er tilboða.
b) Nauðsynlegt er að taka ákvörðun um framtíð gámasvæðisns en
umgengni þeirra sem nota svæðið er því miður óásættanleg. Þegar ný
sorpeyðingarstöð verður tekin í gagnið 2003-2004 mun hún yfirtaka
rekstur og eftirlit með gámasvæðinu. Í millitíðinni er nauðsynlegt að gera
einhverjar breytingar á opnunartíma, þannig að gámar verði á staðnum á
fyrirfram auglýstum dögum til reynslu. Oddvita og sveitarstjóra er falið að
afgreiða málið í samræmi við umræður á fundinum.
24. Lóðarmál.
Eftirfarandi lóðir koma til endurúthlutunar þ.s. lóðarhafar hafa ekki uppfyllt
skilyrði um tímamörk til að skila inn byggingarnefndar-teikningum:
Mýrargata 14 og 16, Akurgerði 1a og 1b og Hvammsdalur 1 og 3.
Hafsteinn Ólafsson, Ægisgötu 40 skilar inn lóðinni Marargata 2.
Lóðaúthlutun.
a) Óskar Björnsson, kt. 100268-5909, Hraunbæ 156, Reykjavík sækir
um lóðina Mýrargata 14, fyrir einbýlishús.
b) Hafnsteinn Ólafsson, kt. 110252-4719, Ægisgötu 40, sækir um
lóðina Mýrargata 16, fyrir einbýlishús.
c) B.S. Skrauthamar ehf. kt. 460900-3440, Gagnheiði 11, Selfossi,
sækir um lóðina Iðndal 4, fyrir iðnaðarhúsnæði og lóðina Akurgerði
6, fyrir einbýlishús.
Hreppsnefnd samþykkir ofangreindar umsóknir.

25. Samningur um kaup á húsi Skyggnis við Akurgerði 4.
Hreppnefnd samþykkir kaupsamninginn og afsalið.

26. Tillaga um breytta nefndarskipan.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram tillögu að tveimum nýjum nefndum.
a)Umhverfisnefnd, þrír aðalmenn og þrír til vara. Verksvið: umhverfis-og
fegrunarmál. Jafnframt breytist hlutverk Byggingar-og skipulagsnefndar í
samræmi við tillöguna.

4

b)Íþrótta-og tómstundanefnd, þrír aðalmenn og þrír til vara. Verksvið:
íþrótta-, æskulýðs-og tómstundamál. Jafnframt breytist hlutverk
Fræðslunefndar í samræmi við tillöguna.
Fulltrúar T-listans og V-listans lögðu fram breytingartillögu sem hljóðar
svo: “Minnihlutinn leggur til að báðar þessar nýju nefndir, Íþrótta-og
tómstundarnefnd og Umhverfisnefnd verði fimm manna nefndir. Þessir
tveir málaflokkar eru mjög mikilvægir og vinda ört upp á sig í stækkandi
sveitarfélagi. Einnig er nauðsynlegt að sem flest sjónarmið komi fram í
breyttu umhverfi sveitarstjórnarmála hér í hreppnum og því mjög mikilvægt
að öll framboðin eigi fulltrúa í þessum nefndum.”
Oddviti bar upp tillögurnar og var tillaga meirihluta H-listans samþykkt með
þremur atkvæðum, tveir voru á móti.
Fram kom hjá meirihluta að vilji er til að skoða fjölgun nefndarmanna í
haust.
27. Skipað í nefndir og stjórnir.
Áfengisvarnarnefnd
Aðalmenn Formaður skipaður af Áfengisvarnarráði

Karl Hirst Heiðargerði 23
Magnús Hauksson Leirdal 6
Magnús J Björgvinsson Mýrargötu 8
Varamenn Jóhanna Lovísa Jóhannsdóttir Suðurgata 6
Elín Þóra Albertsdóttir Akurgerði 14
Ragnar Hlöðversson Heiðargerði 29c
Byggingar- og skipulagsnefnd Verksvið: Bygginga- og
skipulagsmál, umferðamál
Aðalmenn Þórður Guðmundsson Akurgerði 12
Jón Ingi Baldvinsson Austurgötu 5
Gísli Stefánsson Vogagerði 1
Gunnar Helgason Vogagerði 17
Hörður Harðarson Hólagötu 2c

Varamenn Lúðvík Bárðarson Aragerði 20
Davíð Helgason Tjarnargötu 24
Svavar Jóhannsson Suðurgata 10
Ivan K Frandsen Hofgerði 7b
Jón Dofri Baldursson Heiðargerði 23a

Félagsmálanefnd Verksvið: Fjárhagsaðstoð, félagsaðstoð,
húsaleigubætur og viðbótarlán
Aðalmenn Hanna Helgadóttir Leirdal 12

5

Kristín Árnadóttir Hvammsgata 7
Guðbjörg Þóra Jakobsdóttir Þórustöðum

Varamenn Dean Turner Hafnargata 1b
Halldóra Stephensen Ægisgata 36
Júlía H Gunnarsdóttir Vogagerði 17

Fræðslunefnd Verksvið: Grunnskólamál, leikskólamál
Aðalmenn Lena Rós Matthíasdóttir Ægisgata 33
Helga Friðfinnsdóttir Heiðargerði 6
Ólafur Tryggvi Gíslason Brekkugata 11
Kjartan Hilmisson Aragerði 9
Margrét Þóra Baldursdóttir Vogagerði 25
Varamenn Anna Rut Sverrisdóttir Minna - Knarranes
Tinna Hallgrímsdóttir Vogagerði 9
Eiður Þórarinsson Mýrargata 12
Magnús J Björgvinsson Mýrargötu 8
Bergur Álfþórsson Kirkjugerði 10

Skoðunarmenn reikninga
Aðalmenn Guðrún Egilsdóttir Austurgötu 5
Margrét Þóra Baldursdóttir Vogagerði 25
Varamenn Sædís Guðmundsdóttir Heiðargerði 24
Lára Baldursdóttir Heiðargerði 25a

Kjörstjórn
Aðalmenn Jón Ingi Baldvinsson Austurgata 5
Þórdís Símonardóttir Borg
Særún Jónsdóttir Vogagerði 33
Varamenn Guðrún Jónsdóttir Heiðargerði 23
Guðmundur Baldursson Heiðargerði 25
Halla Jóna Guðmundsdóttir Heiðargerði 15

Menningarnefnd
Aðalmenn Snæbjörn Reynisson Vogagerði 6
Eydís Franzdóttir Landakot
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir Hólagötu 2b
Varamenn Erna Gunnlaugsdóttir Austurgötu 3
Patricia Hand Hafnargötu 24
Friðrik Árnason Hólagötu 2b

6

Jafnréttisnefnd
Aðalmenn Anna Hulda Friðriksdóttir Austurgötu 4
Sigurður Valtýsson Stóra - Vatnsleysa
Halldóra Baldursdóttir Hvammsdal 2
Varamenn Guðrún Andrea Einarsdóttir Tjarnargötu 20

Halldór Einarsson Vatnsleysu
Bergur Ásfþórsson Kirkjugerði 10

Umhverfisnefnd Verksvið: Fegrunar og umhverfismál
Aðalmenn Þorvaldur Örn Árnason Kirkjugerði 7
Olga Sif Guðgeirsdóttir Fagradal 1
Margrét Ingimarsdóttir Skólatúni II
Varamenn Jón Elíasson Hafnargata 3

Rannveig Eyþórsdóttir Brekkugata 17
Rannveig Sveinsdóttir Aragerði 20

Íþrótta og tómstundanefnd Verksvið: Íþrótta-, æskulýðs og
tómstundamál
Aðalmenn Svanhildur Kristjónsdóttir Tjarnargata14

Oscar Burns Suðurgata 4
Birgir Örn Ólafsson Brekkugötu 14
Varamenn Kolbeinn Sigurjónsson Brekkugata 15
Atli Már Andrésson Heiðargerði 24
Ríkharður V Reynisson Leirdal 2

Lagt er til að efsti maður hverrar nefndar verði jafnframt formaður
viðkomandi nefndar

SKIPUN Í SAMEIGINLEGAR NEFNDIR Í SAMSTARFI
SVEITARFÉLAGANNA Á SUÐURNESJUM

Almannavarnarnefnd Suðurnesja
Aðalmaður: Jóhanna Reynisdóttir Vogagerði 15
Varamaður: Jón Gunnarsson Akurgerði 13
Brunavarnir Suðurnesja BS
Aðalmaður: Sigurður Kristinsson Sunnuhlíð Varamaður:
Kristinn Þór Guðbjartsson Austurgata 3

7
Dvalarheimili aldraðra DS
Aðalmaður: Guðlaugur Atlason Egilsgata 11a Varamaður:
Lena Rós Matthíasdóttir Ægisgata 33
Heilbrigiseftirlit Suðurnesja HES
Aðalmaður: Birgir Þórarinsson Minna - Knarranes
Varamaður: Jörundur Guðmundsson Brekkugata 4
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum SSS
Aðalmaður: Jón Gunnarsson Akurgerði 13
Varamaður: Jóhanna Reynisdóttir Vogagerði 15

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja SS
Aðalmaður: Kristinn þór Guðbjartsson Austurgata 3
Varamaður: Birgir Þórarinsson Minna - Knarranes
28. Sumarleyfi hreppsnefndar.
Hreppsnefnd fer í sumarleyfi í júlí og ágúst en boðað verður til aukafundar
ef þörf þykir.
29. Ráðningasamningur sveitarstjóra.
Farið var yfir ráðningarsamning sveitarstjóra dags. 22/06 2002,
undirritaður af Jóni Gunnarssyni oddvita og Jóhönnu Reynisdóttur
sveitarstjóra. Samningurinn er samþykktur með þremur atkvæðum. Einn
greiddi atkvæði á móti og einn sat hjá.
Fulltrúi V-listans Halldóra Baldursdóttir lagði fram eftirfarandi bókun: “Ég
greiði atkvæði á móti ráðningasamningi sveitarstjóra. Ég tel að launakjör
sveitarstjóra séu ekki í takt við það sem alm. gerist í sveitarfélögum að
sambærilegri stærð og umfangi og ekki í takt við fjárhagsstöðu
sveitarfélagsins.”
Jón Gunnarsson oddviti og Kristinn Þór Guðbjartsson lögðu fram
eftirfarandi bókun: “Á fundinum var lagður fram samanburður á launum
sveitarstjóra við aðra bæjar-og sveitarstjóra á Suðurnesjum.
Samanburðurinn sýnir að laun sveitarstjóra hér eru sambærileg eða lægri
en í hinum sveitarfélögunum.
Rétt er að fram komi að í nýjum ráðningasamningi eru launakjör þau sömu
og í eldri ráðningasamningi sveitarstjóra, þannig að ekki er um
launahækkun að ræða.”
Minnihlutinn lagði fram eftirfarandi tillögu:
1. “Farið verði yfir stjórnkerfi hreppsins og leitað leiða til að einfalda það
og gera það skilvirkara. Unnið að því að stjórnkerfi hreppsins verði

8

aðgengilegra hreppsbúum m.t.t. réttar þeirra til upplýsinga, þátttöku og
sanngjarnrar málsmeðferðar.
2. Að laun nefndarmanna verði metin á sambærilegan hátt og laun
sveitarstjóra og í framhaldi af því verði gerð krafa um skilvirkari vinnu
nefndanna. Nefndir skili tillögu að starfsáætlun til umsagnar og
samþykktar hreppnefndar. ”
Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun:
“Við undirritaðir getum fallist á tillögu minnihlutans þ.s. liður 1 fellur að
þeirri stefnu sem H-listinn kynnti kjósendum í kosningabaráttu sinni.
Meirihluti hreppsnefndar fellst einnig á að fram fari skoðun á launum og
starfi nefnda. Sú skoðun fari fram á komandi hausti.
Jón Gunnarsson (sign)
Birgir Þórarinsson (sign)
Kristinn Þór Guðbjartsson (sign)”
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21 15

Getum við bætt efni síðunnar?