Hreppsnefnd

13. fundur 10. september 2002 kl. 18:00 - 20:30 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 10. september 2002, kl. 18 00
að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson,
Kjartan Hilmisson, Halldóra Baldursdóttir og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri
sem jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Fundargerð Skipulags-og byggingarnefndar Vatnsleysustrandar-hrepps
dags. 27/08 & 09/09 2002.
Fundargerð dags. 27/08 er samþykkt samhljóða.
Fundargerð dags. 9/9 er samþykkt með þremur atkvæðum einn er á móti og einn
sat hjá.
Halldóra Baldursdóttir óskar eftir að fram komi að hún þurfi frekari tíma til að
kynna sér fundargerðina og óskar eftir frestun. Hún greiðir atkvæði á móti.
Kjartan Hilmisson óskar eftir að fram komi að hann þurfi frekari tíma til að kynna
sér fundargerðina og óskar eftir frestun. Hann situr hjá.
2. Fundargerð Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 12/08 2002.
Fundargerðin er samþykkt.
3. Fundargerð Félagsmálanefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 22/08
2002.
Fundargerðin er samþykkt.
4. Fundargerðir stjórnar sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 12/07
& 19/08 2002.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
5. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja dags. 10/07 & 30/07 2002.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
6. Fundargerð Þjónustuhóps aldraða á Suðurnesjum dags. 13/06 2002.
Fundargerðin er lögð fram.
7. Fundargerðir Starfskjaranefnd S.T.F.S. og S.S.S. dags. 19/06 & 27/06 2002.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
8. Fundargerð Fjölbrautarskóla Suðurnesja dags. 11/06 2002.
Fundargerðin er lögð fram.
9. Fundargerðir stjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja dags. 08/07 & 31/07
2002.
Fundargerðin er lögð fram.

10. Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraða á Suðurnesjum dags. 04/07 &
20/08 2002.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
11. Fundargerð aðalfundar Dvalarheimilis aldraða á Suðurnesjum með
sveitarstjórnarmönnum dags. 22/08 2002.
Fundargerðin er lögð fram.
12. Fundargerð fjallskilanefnd dags. 30/08 2002.
Fundargerðin er lögð fram.
13. Bréf frá Gerðahreppi dags. 25/06 2002 varðandi deiliskipulag við Garðvang.
Bréfið er kynnt.
14. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 20/08 2002 varðandi kynningu á
tillöguum nefndar um félagsleg húsnæðismál.
Bréfið er kynnt.
15. Bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu dags. 22/08 2002 varðandi reglugerð um
búfjáreftirlitssvæði og framkvæmd eftirlits.
Hreppsnefnd gerir athugasemd við skiptinguna og telur að eðlilegast sé að
Suðurnesin öll séu eitt búfjáreftirlitssvæði. Að öðrum kosti óskar hreppsnefnd eftir
því að vera á svæði með Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ og Gerðahreppi þ.s.í gildi
eru sambærilegar reglur um bann við lausagöngu búfjár.
16. Bréf frá Heilbrigðis-og tryggingarmálaráðuneytinu dags. 22/07 2002 þ.s.
mælst er til að sveitarstjórn kjósi fulltrúa í stjórn heilbrigðisstofnana á sínu
svæði.
Stjórnarmenn í Heilbrigðisstofun Suðurnesja hafa verið kosnir á vettvangi SSS og
telur hreppsnefnd eðlilegt að svo verði áfram í trausti þess að fyrri reglur um
skiptingu stjórnarmanna milli sveitarfélaga verði í gildi.
17. Bréf frá Dvalarheimili aldraða á Suðurnesjum dags. 05/07 2002 varðandi
deiliskipulag við Garðvang.
Bréfið er kynnt.
18. Bréf frá Símanum dags. 01/08 2002 þ.s. tilkynnt er að ákveðið hefur verið
að setja upp ADSL kerfi í Vogum.
Hreppsnefnd fagnar því að íbúar sveitarfélagins eigi nú kost á tengjast þessari
þjónustu.
19. Bréf frá Björgunarsveitinni Skyggnir dags. 03/07 2002 þ.s. óskað er eftir
niðurfellingu á hluta af fasteignagjöldum við Iðndal 5 fyrir 2002.
Hreppsnefnd samþykkir erindið.

20. Búfjármál.
Í framhaldi af framlögðu minnisblaði telur hreppsnefnd rétt að ræða við
fjáreigendur í hreppnum um að þeir stofni með sér fjáreigendafélag sem yrði í
formlegum samskiptum við hreppinn um mótun framtíðarstefnu í þessum
málaflokki.
21. Lóðarúthlutun.
Sturla Bragason skilar inn lóðinni Mýrargata 11.
Einar J. Benediksson skilar inn lóðinni Marargata 8.

a) Reykjabraut ehf. Kt. 680467-0139, Bíldshöfða 18, Reykjavík, sækir um lóðina
Marargata 2, fyrir einbýlishús.
Hreppsnefnd samþykkir umsóknina.
b) Byggingarfélagið Gustur kt. 630293-2439, Stekkjarsel 9, Reykjavík, sækir um
lóðina Mýrargata 11, fyrir einbýlishús.
Hreppsnefnd samþykkir umsóknina.
c) Búmenn hsf. Kt. 500998-2299 sækir um lóðirnar Hvammsgata 2, 4, 6,8 og 10,
fyrir 5 parhús.
Hreppsnefnd samþykkir umsóknina.
22. Bréf frá Búmönnum dags. 03/09 2002 þ.s. óskað er eftir að hreppurinn
kaupi búseturétt á íbúðum sem ekki seljast.
Hreppsnefnd samþykkir að tryggja kaup á allt að fjórum íbúðum. Sveitarstjóra er
falið að semja við Búmenn um tilhögun.
23. Bréf frá Jafnréttisstofu dags. 29/08 2002 varðandi kynningu á fyrirhuguðum
námskeiðum fyrir nefndarmenn í jafnréttisnefndum.
Bréfið er kynnt.
24. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 09/07 2002 varðandi
námskeið fyrir nýkjörna sveitarstjórnarmenn.
Bréfið er kynnt. Oddviti hvetur hreppsnefndarmenn að kynna sér námskeiðin og
láta sveitarsjóra vita ef áhugi er á þátttöku.
25. Bréf frá Samtökum herstöðvaandstæðinga dags. 22/08 2002 varðandi ósk
um þátttöku í afvopnunarátaki með friðlýsingu svæðisins.
Bréfið er kynnt.
26. Skipan í nefndir.
a) Aðalmann í Íþrótta-og tómstundanefnd.
Meirihluti hreppsnefndar tilnefnir Jón Mar Guðmundsson, Aragerði 17 í stað
Svanhildar Kristjónsdóttur. Jón Mar verður því formaður nefnarinnar.
Kjartan Hilmisson óskar bókað:
Minnihluti T-listans óskar eftir því að tillaga sem borin var upp á fundi
hreppsnefndar þann 24. júní 2002 um fjölgun nefndarmanna, úr þremur í fimm, í
Umhverfisnefnd og Íþrótta-og tómstundanefnd verði tekin til afgreiðslu á næsta
fundi hreppsnefndar.
Oddviti upplýsti að verið væri að skoða málið en samkvæmt bókun á fundi í júní
var því frestað fram á haust.
b) Aðalmann í Skilanefnd HASS. Tillaga er um að Jón Gunnarsson, oddviti komi í
stað Þóru Bragadóttur.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
27. Árangursmælingar.
Sveitarstjóri kynnti vinnu sem farið hefur fram undanfarna mánuði vegna
árangursmælinga. Um er að ræða annars vegar skráningu á upplýsingum og
hins vegar skoðanakannanir meðal íbúa, starfsmanna, barna og unglinga og fyllt
inn í svokallað “skorkort” sem sýnir á myndrænan hátt m.a. ánægju íbúa og
samanburð sem notaður verður til að bæta rekstur og þjónustu.
28. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2002 – fyrri umræða.

Sveitarstjóri skýrði breytingar frá fyrri áætlun og var henni vísað samhljóða til
seinni umræðu.
29. Tillaga að breytingu á starfi byggingarfulltrúa og umhverfisstjóra
Vatnsleysustrandarhrepps.
Í samræmi við stefnuskrá H-lista fyrir síðustu kosningar er hér með gerð tillaga
um að samningi við Tækniþjónustu S.Á., um þjónustu byggingafulltrúa verði
sagt upp með samningsbundnum 3 mánaða uppsagnafresti frá og með
mánaðarmótum september – október 2002. Uppsögn samnings tekur þá gildi
31. desember 2002.
Umhverfisstjóri hreppsins hefur sagt starfi sínu lausu og þegar hætt störfum
fyrir hreppinn, þannig að ekki er nauðsynlegt að gera ráðstafanir vegna
niðurlagningar starfs umhverfisstjóra.
Sveitarstjóra verði falið að auglýsa ný störf forstöðumanns tækni- og
umhverfissviðs og starfsmanns sem undir hann heyrði. Sveitarstjóra og oddvita
er falið að ganga frá starfslýsingu vegna hinna nýju starfa og leggja fyrir
hreppsnefnd áður en til auglýsingar kemur.
Forstöðumaður tækni- og umhverfissviðs hreppsins mun sinna starfi
byggingafulltrúa, hafa yfirumsjón með verklegum framkvæmdum á vegum
hreppsins, sjá um gerð kostnaðaráætlana og útboða ásamt fleiri störfum sem
tíunduð verða nánar í starfslýsingu. Næsti yfirmaður er sveitarstjóri
Starfsmaður mun sjá um tilfallandi útivinnu, smálegt viðhald, sendiferðir og
önnur störf sem tíunduð verða nánar í starfslýsingu. Næsti yfirmaður er
forstöðumaður tækni- og umhverfissviðs.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
30. Þrjú erindi frá Halldóru M. Baldursdóttur dags. 14/8 2002 (frestað frá síðasta
fundi).
Skrifleg fyrirspurn vegna starfa sveitarstjóra fyrir launanefnd
sveitarfélaga.
Ég undirrituð í minnihluta Vatnsleysustrandarhrepps legg fram fyrirspurn í
nokkrum liðum vegna starfa sveitarstjóra Vatnsleysustrandarhrepps, Jóhönnu
Reynisdóttur, fyrir launanefnd sveitarfélaga.
1. Nú hefur komið í ljós að sveitarstjóri, starfaði um tíma (a.m.k. í tvo mán.)
í fullu starfi fyrir launanefnd sveitarfélaga, hver veitti þetta leyfi og á
hvaða forsendum var það veitt?
2. Þar sem ekki var um launalaust leyfi að ræða, hverjar voru þá heildar
greiðslur hreppsins til sveitarstjóra á þessu tímabili? (laun,bílastyrkur og
þ.h.)
3. Hefur það gerst áður að starfsfólki hafi verið veitt leyfi á fullum launum til
að starfa annarsstaðar, fyrir laun?
4. Að hve miklu leyti kom þetta niður á störfum hennar fyrir
Vatnsleysustrandarhrepp og einnig á störfum sveitarstjórnarinnar?

5. Hefur það verið kannað sérstaklega í framhaldi af þessu leyfi hvort það
geti verið að starf sveitarstjóra sé ofmetið þ.e. að það sé kannski ekki
þörf á sveitarstjóra í fullt starf?
Það er mín skoðun að íbúar Vatnsleysustrandarhrepps þurfi að fá skýr og
greinargóð svör við þessum spurningum, þannig að það leiki ekki nokkur vafi á
því hvernig þessum málum var háttað.
Vogum 14.08.2002
Halldóra Magný Baldursdóttir
Svar við fyrirspurn frá Halldóru M. Baldursdóttur vegna setu sveitarstjóra
í launanefnd sveitarfélaga, ds. 14.08.2002.
Fyrirspurn Halldóru (HMB) byggir á miklum misskilningi og hefði henni verið rétt
að leita sér upplýsinga um málið áður en hún setur fram skriflega fyrirspurn
sem þessa.
Sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps (JR) var kjörinn í launanefnd
sveitarfélaga af þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ætla má að til kjörs
hafi komið þar sem þingfulltrúar hafa haft trú á að JR myndi sinna starfi sínu
fyrir nefndina af þeirri trúmennsku og festu sem einkennir öll hennar störf.
1.
Sveitarstjóri hefur aldrei starfað í fullu starfi fyrir launanefnd sveitarfélaga og er
hér um algjöra rangtúlkun HMB að ræða. Fyrri hreppsnefnd var að sjálfsögðu
kunnugt um setu JR í nefndinni og gerði aldrei athugasemdir við setu hennar
þar. JR hefur því starfað í nefndinni með samþykki fyrri hreppsnefndar. Mikil
vinna tengd nefndinni var undangengin tvö ár, þar sem fram fór samningahrina
við starfsmenn sveitarfélaga á tímabilinu. Samningafundir fóru fram á öllum
tímum sólarhrings, jafnt um helgar sem aðra daga.

2.
Sveitarstjóri var í fullu starfi fyrir Vatnsleysustrandarhrepp á þeim tíma sem um
ræðir og fékk að sjálfsögðu samningsbundin laun fyrir þá vinnu. HMB er
fullkunnugt um launakjör sveitarstjóra og hefur reynt að gera þau tortryggileg á
opinberum vettvangi.
3.
Sveitarstjóri fór aldrei í leyfi til að sinna störfum fyrir launanefnd og sinnti öllum
sínum störfum og skyldum fyrir sveitarfélagið á meðan um setu í launanefnd var
að ræða. Þeir sem setið hafa samningafundi vita að mikill tími fer í að bíða
viðbragða viðsemjanda hverju sinni og mun JR hafa notað þann tíma til að
sinna verkum sínum fyrir hreppinn, þar sem fartölva hennar var alltaf með í för.
4.
Sá uppgangur sem verið hefur í sveitarfélaginu og JR á mestan heiður af átti
sér stað á umræddu tímabili. Jafnframt daglegum störfum sveitarstjóra lagði JR
á sig ómælda vinnu til að markaðsátakið “Vogar færast í vöxt” skilaði tilætluðum
árangri. Spurning HMB er því ekki aðeins óþörf heldur óskiljanleg með öllu.
5.
Þar sem ekki var um leyfi frá störfum að ræða kallar spurningin ekki á svar.
Hugleiðingar HMB lýsa þó vanþekkingu á starfi sveitarstjóra og er henni bent á

að kynna sér málið betur þannig að fyrirspurnir hennar í framtíðinni styðjist við
raunveruleika en ekki tilraunir til að rægja lykilstarfsmenn sveitarfélagsins.
Vogum 10.09.02
Jón Gunnarsson, oddviti
Skrifleg mótmæli til bókunar
Ég undirrituð vil koma á framfæri mótmælum vegna þeirra óviðunandi
vinnubragða sem viðhöfð voru á síðasta hreppsnefndarfundi þegar
ráðningarsamningur sveitarstjóra var til umræðu og borin voru saman kjör
bæjar- og sveitarstjóra á Suðurnesjum
Þar var því haldið fram að laun sveitarstjóra hér og í öðrum bæjar- og
sveitarfélögum á Suðurnesjum, væru trúnaðarmál en eftir þeim upplýsingum
sem ég hef aflað mér, m.a. frá Sambandi sveitarfélaga, eru laun sveitarstjóra
hér sem og annarsstaðar á landinu ekki trúnaðarmál heldur opinber gögn og
hefði það átt að vera meirihlutanum kunnugt en í skjóli meirihluta síns var
afgreiðsla þessa máls sem raun ber vitni.
Svona vinnubrögð eru ekki til að auka virðingu og traust á störfum meirihlutans.
Vogum 14.08.2002
Halldóra Magný Baldursdóttir
Svar við bókun Halldóru M. Baldursdóttur, um ráðningakjör sveitarstjóra,
sem hún lagði fram á fundi hreppsnefndar 14.08.02
Bókun Halldóru (HMB) er undarleg í ljósi þeirrar umræðu sem fram fór á
umræddum hreppsnefndarfundi um ráðningakjör sveitar/bæjarstjóra á
Suðurnesjum.
Oddviti lagði fram upplýsingar um launakjör annarra sveitar/bæjarstjóra á
fundinum en þeirra upplýsinga hafði verið aflað frá hinum sveitarfélögunum á
Suðurnesjum til að auðvelda hreppsnefndarmönnum að bera saman föst laun
og önnur kjör. Við öflun þessara upplýsinga var beðið um að farið yrði með
upplýsingarnar sem trúnaðarmál og var að sjálfsögðu orðið við því.
Hreppsnefndarmenn hafa fullan og óheftan aðgang að öllum upplýsingum sem
varða laun og launakjör starfsmanna Vatnsleysustrandarhrepps og ef til kæmi
að aðilar utan hreppsnefndar færu fram á upplýsingar mun hreppsnefnd fara að
stjórnsýslulögum varðandi slíka ósk.
Allt tal HMB um fádæma viljandi/óviljandi vanþekkingu
hreppsnefndarmeirihluta, yfirlýsing um sukk með fjármuni kjósenda og rússnesk
?? vinnubrögð er ekki svaravert og dæmir sig sjálft. Það er leitt til þess að vita
að HMB er ekki tilbúin til að starfa á eðlilegum nótum í hreppsnefnd nú í upphafi
kjörtímabils og betra væri fyrir sveitarfélagið að hún beindi þeirri orku sem hún
nú eyðir í stóryrði og dylgjur til uppbyggilegra hluta sveitarfélaginu til heilla.
Vogum 10.09.02
Jón Gunnarsson, oddviti
Birgir Þórarinsson
Kristinn Þór Guðbjartsson

Fyrirspurn til sveitarstjórnar Vatnsleysustrandarhrepps
varðandi unglingavinnu sumarið 2002.
Ég undirrituð, fulltrúi í minnihluta í sveitarstjórn Vatnsleysustrandarhrepps, óska
haldbærra skýringa á eftirfarandi málefni:
Á sama tíma og unglingar sveitarfélagsins gengu um atvinnulausir var ráðinn
verktaki úr Njarðvíkum eða Reykjanesbæ til að inna af hendi störf sem okkar
ungmenni gátu sinnt. Þessi verktaki réð til þessara starfa ungmenni úr sínu
byggðarlagi til að inna þetta af hendi.
Ég tel að sveitarstjórn Vatnsleysustrandarhrepps hafi borið skylda til að setja
ákvæði um það í verksamning við umræddan verktaka að hann réði ungmenni
úr Vatnsleysustrandarhreppi til starfa, ef hann þyrfti á annað borð að ráða
ungmenni til starfa.
Mér virðist að þarna hafi hagsmunum sveitarfélagsins gróflega verið kastað fyrir
róða af fádæma heimsku, eða vanþekkingu á félagslegum þörfum sveitafélaga,
eins og t.d. að skapa störf fyrir þegna sína, nema hvorutveggja sé, eins virðist
mér að verið sé að þjóna hagsmunum einhvers annars aðila en sveitarfélagsins
sem ykkur ber þó skylda til að gæta.
Ég óska skýringa sem allra fyrst og fer ég fram á bókun á fyrirspurn þessari.
Vatnsleysustrandarhreppi 14. 08. 2002.
Halldóra Magný Baldursdóttir.
Svar við fyrirspurn Halldóru M. Baldursdóttur varðandi unlingavinnu
sumarið 2002. ds. 14.08.2002
Enn spyr Halldóra (HMB) um ákvarðanir fyrri hreppsnefndar og er mér ljúft að
svara þeim spurningum sem frá henni hafa komið.
Eftir ýtarlega skoðun var ákveðið að semja við verktaka um slátt og hirðingu
grænna svæða í hreppnum. Megin ástæða þessa var að tækjabúnaður í eigu
hreppsins var úr sér genginn og háum fjárhæðum hafði verið varið til viðhalds
hans sumrin á undan. Við skoðun á þeim kostum sem til boða stóðu var ljóst
að kaup nýrra tækja og rekstur þeirra yrði alltaf kostnaðarsamari heldur en ef
samið yrði við aðila sem sinnti slíkum rekstri. Á þeim forsendum var ákveðið að
ganga til samninga við fyrirtækið Nesprýði ehf og tókust við þá vel ásættanlegir
samningar.
Ekki er heimilt að unglingar yngri en 17 ára sinni störfum við slátt með þeim
tækjum sem notuð eru í dag og ekki var neinn skortur á verkefnum fyrir þá
unglinga sem skráðu sig í vinnuskóla hreppsins í sumar. Öll eldri ungmenni
sem skráðu sig í vinnuskólann fengu þar vinnu og sinntu fjölda verkefna sem
fyrir lágu s.s. tyrfingu nýrra svæða. Vinnutímabil þeirra var einnig aukið frá því
sem ráðgert hafði verið í upphafi.
Suðurnes eru í dag eitt atvinnusvæði og ekki tíðkast lengur að setja upp kröfur
um búsetu starfsmanna fyrirtækja, sem inna af hendi ýmsa þjónustu við
sveitarfélagið. HMB verður að athuga að slík skilyrði og kröfur virka í báðar áttir
og gætu gert íbúum hreppsins, sem fjölmargir vinna utan sveitarfélagsins, erfitt
fyrir.
Dylgjur HMB um að verið sé að gæta hagsmuna einhvers annars en
sveitarfélagsins eru ekki svara verðar. Önnur stóryrði sem fram koma í

fyrirspurninni og virðast vera HMB ákaflega töm, s.s. fádæma heimska, eru ekki
til þess fallin að auka traust á störf hennar í hreppsnefnd og full ástæða fyrir
hana að lesa 26 gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp hreppsins, þar sem
fram kemur að hreppsnefndarmenn skuli gæta hófs í orðavali og æði á
hreppsnefndarfundum.
Vogum 10.09.02
Jón Gunnarsson, oddviti
Kjartan Hilmisson óskar eftirfarandi bókunar:
Eftir að hafa kynnt sér laun sveitastjóra á landinu, má ljóst vera að þær tölur
sem lagðar voru fram á fundi hreppsnefndar þann 24. júní 2002 til samanburðar
á launum sveitarstjóra voru ekki raunhæfar. Þar var verið að bera saman laun
sveitarstjóra á Suðurnesjum en ekki laun sveitarstjóra í sambærilegum
sveitarfélögum víðs vegar um landið. Á sama tíma og sveitarfélagið okkar telur
sig geta greitt þetta há laun fyrir viðkomandi starf, dregur það meðal annars úr
starfsverkefnum fyrir ungling í hreppnum yfir sumartímann.
Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir íbúa sveitarfélagsins að þessi
forgangsröðun fjármagns skuli þykja eðlileg og vera liðin í þeim samdrætti sem
sveitarfélagið glímir við í dag.
Fh. T-listans
Kjartan Hilmisson
Oddviti vísar í svör til Halldóru um ofangreint mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20 30

Getum við bætt efni síðunnar?