Hreppsnefnd

14. fundur 01. október 2002 kl. 18:00 - 19:20 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 1. október 2002,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson,
Kjartan Hilmisson, Halldóra Baldursdóttir og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri
sem jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar Vatnsleysu-
standarhrepps dags. 24/9 2002.
Jón Gunnarsson oddviti víkur sæti undir 3ja lið fundargerðarinnar.
Fundargerðin er samþykkt.
2. Fundargerð Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 2/9
2002.
Fundargerðin er samþykkt.
3. Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags.
4/9 og 12/9 2002.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
4. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja dags. 4/9 2002.
Fundargerðin er samþykkt.
5. Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja dags. 5/7,
23/7 og 13/8 2002.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
6. Fundargerðir Heilbriðgðisnefndar Suðurnesja dags. 3/9 og 4/9 2002.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
7. Fundargerðir D.S. dags. 5/9 og 18/9 2002.
Fundargerðirnar eru samþykktar. Varðandi 1. mál á fundi 18/9 gerir
hreppsnefnd ekki athugasemdir við að gerður verði lóðarleigusamningur
milli aðila.
8. Fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga dags. 21/8 og 4/9 2002.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.

2

9. Bréf frá Svæðisráði Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja dags. 16/9
2002 þ.s. ráðið lýsir yfir áhyggjum sínum vegna uppsagna á
starfsfólki nokkurra fyrritækja.
Bréfið er kynnt.
10. Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga dags. 20/9 2002
varðandi ályktun frá aðalfundi SASS 2002, þ.s. sveitarfélög á
starfssvæðinu og í kjördæminu öllu eru hvött til að huga að
sameiningu orkufyrirtækja í eitt öflugt fyrirtæki.
Bréfið er kynnt.
11. Bréf frá Hitaveitu Suðurnesja dags. 19/9 þ.s. óskað er eftir að
sveitarfélög hugi að frumvörpum að raforkulögum og um jöfnun
kostnaðar við flutning og dreifingu raforku.
Bréfið er kynnt. Ákveðið að fá forstjóra HS hf á næsta fund hreppsnefndar
til að fara yfir málið.
12. Lóðarmál.
Lóðaúthlutun.
a) Fulning ehf. kt. 500699-3379 sækir um lóðirnar Hvammsgata 1 og 3
og Akurgerði 1a og 1b, fyrir parhús.
Hreppsnefnd samþykkir ofangreindar umsóknir.
13. Tillögur að nýjum og endurskoðuðum erindisbréfum nefnda.
a) Nýtt erindisbréf fyrir Umhverfisnefnd.
b) Nýtt erindisbréf fyrir Íþrótta-og tómstundanefnd.
c) Endurskoðað erindisbréf fyrir Félagsmálanefnd.
d) Endurskoðað erindisbréf fyrir Fræðslunefnd.
e) Endurskoðað erindisbréf fyrir Skipulags-og bygginganefnd.
Erindisbréfin eru kynnt. Umræður um fjölda nefndamanna, seturétt og
skuldbindingar urðu talsverðar. Samþykkt að vísa erindisbréfum til seinni
umræðu á næsta reglulega hreppsnefnarfundi.
14. Tilnefning á einum fulltrúa í sameiginlegri barnaverndarnefnd.
Hreppsnefnd tilnefnir Sædísi Guðmundsdóttir, Heiðagerði 24, í nefndina.
15. Endurskoðun fjárhagsáætlunar – seinni umræða.
Áætlunin er samþykkt samhljóða.
16. Bókun frá Halldóru Baldursdóttur dags. 10/9 2002
Vogum, Vatnsleysuströnd, 10. september 2002.

Ég undirrituð fulltrúi í minnihluta sveitarstjórnar Vatnsleysu-
strandarhrepps óska eftir að koma á framfæri eftirfarandi atriðum
varðandi svör meirihluta hreppsnefndar við fyrirspurnum mínum frá
14.08.2002:
1. Ég vil vekja athygli meirihlutans á því að eitt af verkefnum minnihlutans
er að veita meirihlutanum aðhald og vekja athygli á því sem betur má
fara í stjórnun hreppsins.

3

2. Með fyrirspurnum mínum var ég að óska upplýsinga um atriði sem
hafa verið í umræðunni í hreppnum og taldi að það væri öllum fyrir
bestu og ekki síst sveitarstjóra að þau mál kæmu upp á yfirborðið.
3. Svör meirihlutans komu mér ekki á óvart og finnst mér þau segja meira
um meirihlutann og þeirra vinnubrögð en nokkurntíman um mig og mín
störf þó reynt sé að gera lítið úr mér og mínum fyrirspurnum á allan
hátt, ég tel að meirihlutinn hafi lagt meira upp úr útúrsnúningum en að
svara málefnanlega þeim fyrirspurnum sem ég bar fram. En það að
meirihlutinn ætli mér að vera ekki tilbúin að starfa á eðlilegum nótum í
hreppsnefnd vísa ég alfarið til föðurhúsanna.
4. Ég tel að skoðun mín í launamálum sveitarstjóra sé öllum ljós, en vil
benda meirihlutanum á tilmæli frá félagsmálaráðherra þar sem hann
bað hreppsnefndarmenn að gæta hófs í launasamningum sveitar-og
bæjarstjóra.
Að lokum, þá hef ég ekki ætlað mér að vera að munnhöggvast við
meirihlutann og sveitarstjóra í þessu máli og harma það að skoðun mín í
þessum málum hefi verið gerð að persónulegu stríði og er þessu máli því
hér með lokið af minni hálfu.
Virðingarfyllst.
Halldóra M. Baldursdóttir.
Svör meirihluta hreppsnefndar við bókun Halldóru Baldursdóttur:
1. Meirihluta heppsnefndar er fullkunnugt um hlutverk minnihlutans í
sveitarstjórn og mikilvægi hans. Nauðsynlegt er þó að minnihlutinn
starfi á málefnalegum grunni.
2. Meirihluti hreppsnefndar dregur alls ekki í efa rétt Halldóru til þess að
leggja fram fyrirspurnir um málefni hreppsins. Í þessum efnum verður
þó að telja eðlilegt að sveitarstjórnarmenn gæti hófs í orðavali í
fyrirspurnum sínum og sýni þannig gott fordæmi á opinberum
vettvangi. Fyrirspurnir Halldóru hafa að mestu snúist um störf fyrri
meirihluta. Meirihlutinn hefur farið að stjórnsýslulögum við afgreiðslu
mála.
3. Í fyrri svörum til Halldóru var meirihlutinn á engann hátt að gera lítið úr
fyrirspyrjanda. Meirihluta hreppsnefndar þykir leitt ef fyrirspyrjandi hefur
lagt það mat á afgreiðslu mála.

4. Meirihluti hreppsnefndar lagði á það ríka áherslu að endurráða
sveitarstjóra í upphafi þessa kjörtímabils. Var það í samræmi við
stefnuskrá H-listans fyrir kosningar nú í vor. Sveitarstjóri var því
endurráðinn samkvæmt vilja meirihluta kjósenda í hreppnum.
Ráðningakjör eru þau sömu og á fyrra kjörtímabili enda óeðlilegt að
lækka laun starfsmanns sem á 12 ára farsælt starf að baki fyrir
hreppinn.

4

Meirihlutinn vill að lokum árétta óskir sínar um gott samstarf við
minnihlutann á kjörtímabilinu.
Jón Gunnarsson, oddviti.
Birgir Þórarinsson.
Kristinn Þór Guðbjartsson.
17. Bréf frá Guðmundi Sigurðssyni dags. 26/9 2002 beiðni um að
hreppsnefnd kaupi íbúð(ir) við Vogagerði 8.
Kjartan Hilmisson leggur til við hreppsnefnd að hagkvæmni þess að kaupa
íbúð af Vogabæ ehf verði könnuð. Hvort hugsanlegt væri að nota slíka
íbúð fyrir aðflutta kennara, þá til leigu eða jafnvel fyrir aðra af félagslegum
toga s.s. aldraðra, einstæða foreldra og svo framvegis. Ef efni standi til, þá
hvort verð og aðrir skilmálar séu hreppnum hagkvæmir.
Samþykkt að leita frekari upplýsinga og taka málið upp aftur á næsta
reglulega hreppsnefndafundi.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 20

Getum við bætt efni síðunnar?