Hreppsnefnd

17. fundur 03. desember 2002 kl. 18:00 - 19:55 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 3. desember 2002,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson, Eiður
Örn Hrafnsson, Halldóra Baldursdóttir og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri
sem jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Fundargerð Skipulags-og byggingarnefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 26/11 2002.
Fundargerðin er samþykkt.
2. Fundargerð Félagsmálanefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 19/11
2002.
Fundargerðin er samþykkt.
3. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags.
14/11 2002.
Fundargerðin er samþykkt.
4. Fundargerð Starfskjaranefndar STFS og SSS dags. 5/11 2002.
Fundargerðin er samþykkt.
5. Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja dags. 8/11 og
20/11 2002.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
6. Fundargerð aðalfundar Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja dags. 14/9
2002.
Fundargerðin er samþykkt.
7. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dags. 6/11 2002.
Fundargerðin er lögð fram.
8. Fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum dags. 5/11
2002.
Fundargerðin er samþykkt.

2

9. Afrit af bréfi frá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja vegna lífræns úrgangs
dags. 25/11 2002 þ.e. S.S. ákveður að hætta að taka við lífrænum
úrgangi frá Sild og Fiski.
Bréfið er kynnt.
10. Bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna
hvatningarátaksins Hættum að reykja dags. 26/22 2002.
Reykjanesbær hefur gert samning við Jóhann G. Jóhannsson tónlistar- og
myndlistamann um hvatningarátakið HÆTTUM AÐ REYKJA. Erindið var
sent til SSS og SS þar sem farið var fram á að þessar stofnanir styrktu
átakið um 50 – 100.000 kr og framsendi stjórn SSS erindið til
sveitarfélaganna.
Lagt er til að erindinu verði hafnað og þeim fjármunum sem ætlaðir eru til
forvarna í sveitarfélaginu verði frekar varið til átaks í samvinnu við
Tómstundafulltrúa og félagsmiðstöðina.
11. Bréf frá Gróðri fyrir fólk í landnámi Ingólfs dags. 20/11 varðandi beiðni
um samstarfssamning þ.s vinnuskólinn er virkjaður.
Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra framkvæmd
málsins.
12. Starfslýsing tækni-og umhverfisstjóra.
Starfslýsingin er kynnt. Umræður urðu og gerðar á henni lítilsháttar
breytingar. Sveitarstjóra falið að auglýsa starfið.
13. Lóðaúthlutanir.
a) Reykjabraut ehf, Bíldshöfða 18, 110 Reykjavík sækir um lóðirnar
Marargata 4 og 5, fyrir einbýlishús.
Hreppsnefnd samþykkir ofangreindar umsóknir.
14. Tilnefning fulltrúa í Umhverfisnefnd og Íþrótta-og tómstundanefnd.
Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir:
a) Í Umhverfisnefnd:
Frá H-lista: Aðalmaður Guðrún Andrea Einarsdóttir, Tjarnargötu 20,
Vogum og varamaður Dean Turner, Hafnargötu 1b, Vogum.
Frá T-lista: Aðalmaður Helga Ragnarsdóttir, Brekkugötu 14, Vogum og
varamaður Krístín Hreiðarsdóttir, Heiðargerði 18, Vogum.
b) Í Íþrótta-og tómstundanefnd:
Frá H-lista: Aðalmaður Magnús H. Hauksson, Leirdal 6, Vogum og
varamaður Eiður Þórarinsson, Mýrargötu 12, Vogum.
Frá V-lista: Aðalmaður Bergur Álfþórsson, Kirkjugerði 10, Vogum og
varamaður Jón Dofri Baldursson, Heiðargerði 23, Vogum.
15. Tillaga að starfsmannastefnu – seinni umræða.
Tillagan var rædd og lögð fram eftirfarandi breytingatillaga.
Við undirritaðir fulltrúar í minnihluta hreppsnefndar, leggjum fram
svohljóðandi breytingartillögu:

3

Að frestað verði samþykkt á fyrirliggjandi starfsmannastefnu og sveitarstjóra
verði falið að gangast í að stofnað verði starfsmannafélag
Vatnsleysustrandarhrepps, starfsmannafélagið komi svo að gerð
starfsmannastefnu hreppsins.
Þarna eru um vinnureglur að ræða og teljum við farsælast að starfsmenn
komi að mótun þeirra.
Halldóra Baldursdóttir V-lista
Eiður Örn Hrafnsson T-lista.
Oddviti bar upp breytingatillöguna og var hún felld með þremur atkvæðum
geng tveimur.
Oddviti bar upp upphaflega tillögu og var hún samþykkt með þremur
atkvæðum gegn tveimur.
16. Fjárhagsáætlun 2003 – fyrri umræða.
Sveitarstjóri lagði fram og fór yfir ítarleg gögn varðandi tekjur og gjöld.
Áætluninni er vísað til seinni umræðu.
17. Erindi frá Birgi Erni Ólafssyni dags. 28/11 2002 þ.s.
Eftirfarandi skriflegu athugasemd og fyrirspurnir beinir minnihluti T-listans til
meirihluta hreppsnefndar og óskar eftir að settar verði á dagskrá og teknar
fyrir á næsta hreppsnefndarfundi í desember 2002.
Skrifleg athugasemd og tillaga
Það er undarlegt að í öllum verklegum framkvæmdum sem unnar eru fyrir
Vatnsleysustrandarhrepp að staða þeirra sé aldrei rædd á
hreppsnefndarfundum, s.s. kostnaðaráætlun verks, staða framkvæmda og
verklok. Hér virðist það eitt duga að minnast einu sinni á að framkvæma
eigi tiltekið verk án þess þó að það sé boðið út, enda hefur það ekki tíðkast
hér í hreppnum að bjóða út verk. Það er undarlegt í ljósi þess að oftast má
fá hagstæðustu verðin með þeirri aðferð. Eftir að verki er komið af stað er
ekki minnst einu orði á það nema að sérstaklega sé óskað eftir
upplýsingum. Það eru illa upplýstir hreppsnefndarmenn sem þurfa að sitja
undir svo litlu upplýsingastreymi.
Til að hreppsnefndarmenn geti tekið “réttar” ákvarðanir er nauðsynlegt að
þeim sé látið í té nýjustu upplýsingar er varða framkvæmdir. Þar sem
hreppsnefndarmönnum er ætlað að fylgjast með fjármálum hreppsins er það
krafa að þeir fái að vita af öllum breytingum er verða á framkvæmdum og
kostnaði er af þeim hljótast.
Minnihluti T-listans gerir það að tillögu sinni að skrifleg greinargerð liggi
mánaðarlega fyrir frá sveitarstjóra um stöðu framkvæmda og kostnaðar-
eða tekjuauka sem verður í hreppnum vegna tiltekinna framkvæmda.
Óskað er eftir afstöðu annarra hreppsnefndarmanna til þessa máls og að
greidd verði atkvæði um tillöguna.

4

Fyrirspurnir

Eftirfylgni mála

Er því fylgt eftir að skrifleg erindi fái endanlega afgreiðslu ?
Hvar standa t.d. eftirfarandi tvö mál:
Bréf Guðmundar Sigurðssonar vegna hugsanlegra kaupa hreppsins á
íbúðum hjá viðkomandi ?
Bréf hesteigendafélagsins í Vatsnleysustrandarhreppi, þar sem til stóð
að halda fund í haust. Hefur sá fundur verið haldinn ?
f.h. T-listan
Birgir Örn Ólafsson
Oddviti lagði til að fyrst yrði teknar fyrir athugasemdir og fyrirspurnir
úr bréfinu en síðan tillagan.
Meirihluti hreppsnefndar lýsir undrun sinni á þeirri skriflegu athugasemd
sem Birgir Örn Ólafsson, varamaður í hreppsnefnd hefur lagt fram. Það er
einfaldlega rangt hjá Birgi að staða verklegra framkvæmda sé aldrei rædd á
hreppsnefndarfundum og bent er á eftirfarandi fundargerðir í því sambandi:
11. fundur haldinn 24.06.02, 23. mál - Staða framkvæmda.
Undir þessum lið var farið yfir þær framkvæmdir sem stóðu yfir þær kynntar
nýjum hreppsnefndarmönnum og einnig framkvæmdaþörf til loka árs.
13. fundur haldinn 10.09.02, 28. mál – Endurskoðun fjárhagsáætlunar.
Endurskoðuð fjárhagsáætlun vegna 2002 kynnt og breytingar frá fyrri
áætlun kynntar.
Framkvæmdir eru að sjálfsögðu hluti fjárhagsáætlunar
14. fundur haldinn 01.10.02, 25. mál – Endurskoðun fjárhagsáætlunar.
Endurskoðuð fjárhagsáætlun var samþykkt samhljóða á fundinum, þar með
talið þær framkvæmdir sem áætlaðar voru.
Vatnsleysustrandarhreppur stendur ekki í neinum umtalsverðum
framkvæmdum í dag.
Af ofangreindu má ljóst vera að athugasemd Birgis á ekki við rök að styðjast
og er það von meirihluta hreppsnefndar að varamenn í hreppsnefnd kynni
sér mál áður en þeir leggja fram skriflegar athugasemdir á fundum.
Birgir gerir einnig athugasemd við að verklegar framkvæmdir á vegum
hreppsins séu ekki boðnar út. Hér er um hrein ósannindi að ræða og erfitt
að gera sér grein fyrir hvað liggur að baki slíkri rangfærslu. Stærri
framkvæmdir í hreppnum eru boðnar út eða leitað tilboða frá verktökum.

5

Eftirfarandi eru dæmi um útboðsverk á undanförnum árum: Bygging
leikskóla 1991, bygging Íþróttamiðstöðvar 1993, stækkun Stóru-Vogaskóla
1997, stækkun leikskóla 2001.
Samþykkt var af öllum hreppsnefndarmönnum á síðasta kjörtímabili að leita
hagstæðustu einingaverða í gatnaframkvæmdir á árinu 2000-2002. Þessi
háttur var hafður á þar sem ekki lá ljóst fyrir hvert umfang framkvæmdanna
þyrfti að vera, þar sem ekki var ljóst hver framkvæmdaþörfin yrði í kjölfar
markaðsátaks. Leitað var til stærri jarðvinnuverktaka um einingaverð og
fjármögnun og reyndust ÍAV með hagstæðasta tilboðið. Samþykkt var með
öllum greiddum atkvæðum í hreppsnefnd , þar með talin atkvæði fulltrúa T-
Lista, að gera samning við ÍAV á grundvelli tilboðsins. Jafnframt eru stærri
og minni verksamningar boðnir út ss. snjómokstur, stærri viðhaldsverk,
uppsetning jólaskreytinga osfrv.
Skorað er á Birgi að benda á stærri verk í hreppnum þar sem ekki hefur
verið samið á grundvelli hagstæðustu tilboða. Geri hann það ekki þá dæmir
málflutningur hans sig sjálfur og er vitnisburður um óvönduð vinnubrögð
sem allir ættu að reyna að forðast.
Birgir kvartar yfir því að hreppsnefndarmenn séu illa upplýstir um stöðu og
framgang mála. Það getur verið að varamenn í hreppsnefnd fylgist ekki
nægjanlega vel með þeim málum sem tekin eru til umræðu og afgreiðslu, en
það hlýtur alltaf að vera undir þeim sjálfum komið hvað þeir leggja mikið í að
kynna sér mál hjá aðalmönnum eða eftir öðrum leiðum. Það er ekki á
ábyrgð meirihlutans eða sveitarstjóra að varamenn í hreppsnefnd setji sig
inn í mál.
Svör við fyrirspurnum.
Er því fylgt eftir að skrifleg erindi fái endanlega afgreiðslu?
Það er á ábyrgð hreppsnefndar að erindi fái endanlega afgreiðslu og að
sjálfsögðu eru erindi afgreidd. Misjafnt getur verið hversu langan tíma slíkt
tekur allt eftir umfangi og eðli máls.
Hver er staða vegna bréfs Guðmundar Sigurðssonar um hugsanleg
kaup hreppsins á íbúðum?
Sveitarstjóri ræddi við Guðmund Sigurðsson í framhaldi af bréfinu og fékk
frekari upplýsingar. Niðurstaða sveitarstjóra og oddvita er að leggja til að
ekki verði um kaup á íbúðum að ræða af hálfu hreppsins. Þegar hafa selst
3 íbúðir í húsinu og verður tekin afstaða til bréfsins síðar á fundinum.
Hefur verið haldinn fundur með hestaeignendum vegna bréfs þeirra?
Rætt hefur verið símleiðis við einn fulltrúa hesteigenda og til stendur að hitta
3 fulltrúa þeirra milli umræðna um fjárhagsáætlun, þar sem farið verður yfir
óskir þeirra um þátttöku hreppsins í lagningu reiðvega.
Svar við tillögu Birgis.
Mjög mismunandi er hve miklar framkvæmdir eru á vegum hreppsins á
hverjum tíma og er hreppsnefnd gerð grein fyrir stöðu þeirra í samræmi við

6

eðli og umfang. Ekki er talið skynsamlegt að binda með samþykkt tillögu að
sveitastjóra sé skylt að leggja fram umfangsmikla og kostnaðasama
greinagerð um mánaðarlega stöðu verka eins og tillagan gerir ráð fyrir.
Hreppsnefnd tekur ákvarðanir um framkvæmdir og setur þeim
kostnaðarramma. Sveitarstjóri, sem framkvæmdastjóri hreppsins sér um að
ákvörðunum hreppsnefndar sé framfylgt og mun upplýsa hreppsnefnd hér
eftir sem hingað til um stöðu mála og ef um frávik frá áætlunum er að ræða.
Jón Gunnarsson (sign)
Birgir Þórarinsson (sign)
Kristinn Þ. Guðbjartsson (sign)
Oddviti bar tillöguna upp og var hún felld með þremur atkvæðum gegn
tveimur.
18. Kynning á 19. og 55. grein sveitarstjórnarlaga.
19. grein fjallar um hæfi sveitarstjórnarmanna og skyldu þeirra til að vekja
athygli á því ef hæfi þeirra, til meðferðar máls, getur orkað tvímælis. Oddviti
vakti athygli hreppsnefndarmanna á þessari grein í framhaldi af umræðum
og afgreiðslu 20. máls á síðasta hreppsnefndarfundi þar sem Kjartan
Hilmissson beitti sér mjög í umræðu og bókaði að hann vildi samþykkja
tillögu um samning við Ungmennafélagið Þrótt. Kjartan er stjórnarmaður í
Ungmennafélaginu og hefði átt að vekja athygli á þeim tengslum og að hæfi
hans í málinu gæti orkað tvímælis. Ekki verða frekari eftirmálar af þessu
atviki, en brýnt fyrir hreppsnefndarmönnum að upplýsa um hugsanlegt
vanhæfi sitt þar sem við á.
55. greinin fjallar um verksvið framkvæmdastjóra sveitarfélaga. Þar kemur
fram að samkvæmt sveitarstjórnarlögum hefur sveitarstjóri lögbundinn rétt til
setu á fundum nefnda sveitarfélagsins með málfrelsi og tillögurétt. Vakin er
athygli hreppsnefndarmanna á umræddri grein í framhaldi af umræðum og
afgreiðslu erindisbréfa nefnda og síðar blaðaskrifum tengdum málinu. Í
erindisbréfunum er einungis staðfestur þessi lögbundni réttur sveitarstjóra til
setu á nefndarfundum og alls ekki um óeðlilega ráðstöfun að ræða eins og
haldið hefur verið fram af fulltrúum minnihlutans.
19. Sveitarstjórnarnámskeið.
Undirritaður leggur til að aðalmönnum í hreppsnefnd verði gefinn kostur á
að sækja umrætt námskeið sér að kostnaðarlausu. Sjái aðalmaður sér ekki
fært að taka þátt í námskeiðinu geti hann tilnefnt varamann í sinn stað.
Jón Gunnarsson
Oddviti hreppsnefndar.
Oddviti bar tillöguna upp og var hún samþykkt með þremur atkvæðum og
tveir sátu hjá.
20. Bréf frá Guðmundi Sigurðssyni – áður tekið fyrir 1/10 2002.

7

Hreppsnefnd telur æskilegt að hreppurinn eigi íbúð eða íbúðir til að geta
boðið starfsmönnum sínum, t.d. kennurum sem hér vilja starfa, tímabundnar
lausnir í húsnæðismálum í þeim tilgangi að laða hér að starfsfólk. Einnig er
mikilvægt að geta leyst tímabundið húsnæðisvanda hjá íbúum hreppsins,
sem þess kynnu að þurfa af félagslegum ástæðum. Vegna mikilla
framkvæmda á sl. árum og skulda vegna þeirra er þó ekki svigrúm til
íbúðakaupa á þessu eða næsta ári eins og lesa má út úr drögum að
fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. Því er ekki hægt að verða við erindi
bréfritara að svo komnu máli.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 55

Getum við bætt efni síðunnar?