Hreppsnefnd

18. fundur 10. desember 2002 kl. 18:00 - 19:30 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 10. desember 2002,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson, Eiður
Örn Hrafnsson, Halldóra Baldursdóttir og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri
sem jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Lóðarumsókn.
Búmenn óska eftir því að lóðirnar við Hvammsgötu 2-10 verði úthlutað til
Eðalhúsa ehf. Búmenn hafa gert samning við þá um byggingu íbúðanna og
taka Búmenn við þeim fullkláruðum.
Úthlutunin er samþykkt.
2. Fundargerð Félagsmálanefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 4/12
2002.
Fundargerðin er samþykkt.
3. Fundargerð Skipulags-og byggingarnefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 6/12 2002.
Varðandi 1. mál fundagerðarinnar, þá samþykkir hreppsnefnd fyrirliggjandi
tillögu ásamt breytingu Skipulags- og bygginganefndar og felur sveitarstjóra
að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu.
Varðandi 2. mál fundargerðinnar, þá liggur fyrir nákvæmari uppdráttur frá
Landslagi ehf. varðandi deiliskipulag fyrir frístundabyggð í Hvassahrauni en
lá fyrir fundi Skipulags- og bygginganefndar. Ónákvæmni sem minnst er á í
fundargerð Skipulags- og bygginganefndar hefur því verið leiðrétt.
Hreppsnefnd tekur undir svör Skipulags- og bygginganefndar varðandi aðrar
athugasemdir Náttúruverndar ríkisins. Hreppsnefnd samþykkir fyrirliggjandi
deiliskipulagstillögu og felur sveitarstjóra að senda hana til
Skipulagsstofnunar til staðfestingar.
Varðandi 3. mál fundargerðarinnar þá samþykkir hreppsnefnd fyrirliggjandi
tillögu Landslags ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagi við Brekkugötu,
Hvammsgötu, Leirdal og Hvammsdal og felur sveitarstjóra að senda hana til
Skipulagsstofnunar til staðfestingar.
Jón Gunnarsson víkur sæti vegna 4. máls fundargerðarinnar.
4. til 7. liðir fundargerðarinnar eru samþykktir
4. Fjárhagsáætlun 2003 – seinni umræða.

2

Oddviti fór yfir helstu forsendur áætlunarinnar og að um væri að ræða
fjárhagsáætlun sem sýndi aðhald án skerðingar á þjónustu.
Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár ber svip af þeim miklu framkvæmdum sem
verið hafa í hreppnum undangengin ár. Mikil vinna hefur verið lögð í
áætlunina með það að markmiði að halda þjónustustigi sveitarfélagsins við
íbúana, þrátt fyrir þungar afborganir lána.
Mikil fjölgun íbúa í hreppnum þýðir auknar tekjur, sem erfitt er að áætla.
Hafa verður í huga að nokkur samdráttur virðist vera í efnahagslífinu og því
er varlega farið í áætlun aukinna skatttekna.
Gert er ráð fyrir litlum framkvæmdum og óbreyttum rekstri að mestu.
Tekjustofnar eru nýttir með sama hætti og á fyrra ári, en þó hefur tekist að
lækka lóðaleigu um 14% á milli ára. Eldri borgarar fá aukinn afslátt af
fasteignagjöldum og einnig verður boðið upp á möguleikann á hádegismat
fyrir þá ellilífeyrisþega, sem það þurfa.
Gjaldskrá stofnanna hreppsins hefur verið óbreytt nokkuð lengi og því komin
þörf á hækkun, þar sem launakostnaður stofnanna hefur aukist mikið milli
ára.
Gjaldskrá fyrir þjónustu hefur verið samræmd því sem gerist í kringum okkur
og hækkar að mestu um 10% milli ára.
Gert er ráð fyrir markaðssetningu iðnaðarlóða með það í huga að laða að ný
fyrirtæki og stuðla þannig að auknu atvinnuframboði í hreppnum.
Helstu niðurstöðutölur eru eftirfarandi:
Heildartekjur samkvæmt samstæðureikningi 364 milljónir.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir 298 millj. þ.a. 178 millj.
launakostnaður
Rekstrarafgangur án fjármagnsliða 53,6 milljónir.
Veltufé frá rekstri 54,6 milljónir.
Afborganir lána 43,8 milljónir.
Fjárfestingar 11,6 milljónir.
Afgangur eftir fjárfestingar og afborganir lána 4,3 milljónir.
Stærstu rekstrarliðir eru:
Fræðslumál 154,5 milljónir.
Íþrótta-og tómstundamál 33,6 milljónir.
Sveitarstjóri lagði fram greinagerð með fjárhagsáætluninni og gerði grein
fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á milli umræðna. Miklar umræður urðu
um einstaka liði fjárhagsáætlunarinnar og fjölmörgum spurningum varðandi
hana svarað.
Oddviti bar upp áætlunina og var hún samþykkt samhljóða.

3
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 30

Getum við bætt efni síðunnar?