Hreppsnefnd

2. fundur 14. janúar 2003 kl. 20:00 - 20:30 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 14. janúar 2003,
kl. 20 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Lena Rós Matthíasdóttir, Kristinn Þór Guðbjartsson,
Eiður Örn Hrafnsson, Halldóra Baldursdóttir og Jóhanna Reynisdóttir
sveitarstjóri sem jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 13/1 2003.
Varðandi 1. mál fundargerðarinnar um breytingu á aðalskipulagi sem fellst í
mislægum gatnamótum á Reykjanesbraut og breyttri legu
Vatnsleysustrandarvegar og Höskuldavallavegar, þá samþykkir
hreppsnefnd tillöguna óbreytta.
Varðandi 2. mál fundargerðarinnar þá samþykkir hreppsnefnd afgreiðslu
nefndarinnar og veitir Vegagerðinni framkvæmdarleyfi fyrir 1. áfanga
breikkunar Reykjanesbrautar.
Hreppsnefnd fagnar því að þessi mikilvæga framkæmd er hafin og vonar
að 2. áfangi geti hafist fyrr en áætlað er.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20 30

Getum við bætt efni síðunnar?