Hreppsnefnd

8. fundur 26. júní 2003 kl. 20:00 - 21:30 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, fimmtudaginn 26. júní 2003,
kl. 20 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Lena Rós Matthíasdóttir, Kjartan
Hilmisson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri sem
jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Endurfjármögnun lána. Heimild til sveitarstjóra að kanna verðmæti
hlutabréfa í Hitaveitu Suðurnesja.
a) Sveitarstjóri lagði fram tillögu að endurfjármögnun lána. Lagt er til að
greiða upp stutt og óhagstæð lán og taka í staðinn eftirfarandi lán:
 Íslandsbanki, kúlulán 300 milljónir til 5 ára án afborgana 6,05% fastir
vextir. Hlutabréf í Hitaveitu Suðurnesja sett að veði.
 Lánasjóður sveitarfélaga 24 milljónir til 10 ára með 4,8%
meðalvöxtum.
Ofangreind endurfjármögnun lækkar meðalvexti lána um 5,6 milljónir á ári
eða úr 6,99% í 5,9%.
Hreppsnefnd samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum, Kjartan Hilmisson
situr hjá.
b) Heimild til sveitarstjóra að kanna verðmæti hlutabréfa í Hitaveitu
Suðurnesja.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, Kjartan Hilmisson er á móti.
2. Tillaga oddvita um að SSS hlutist til um að halda fund með
sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum ásamt fulltrúum Forsætis-og
Utanríkisráðuneyti.
Vegna frétta í fjölmiðlum, um yfirvofandi samdrátt í starfssemi Varnarliðsins
á Keflavíkurflugvelli, er lagt til við Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum að
það standi hið fyrsta fyrir fundi um stöðu málsins. Til fundarins verði boðið
sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum ásamt fulltrúum frá Forsætis- og
Utanríkisráðuneyti.
Breytingar á starfssemi Varnarliðsins, hafa veruleg áhrif á atvinnustig á
Suðurnesjum, þar sem hér er um að ræða stærsta einstaka vinnuveitanda á
svæðinu. Nauðsynlegt er fyrir sveitarstjórnarmenn að vera eins vel upplýsta
og mögulegt er um þær viðræður sem nú fara fram á milli aðila
varnarsamningsins um framhald starfssemi á Keflavíkurflugvelli. Það er
ekki viðunandi að sveitarstjórnarmenn þurfi að geta í götóttan fréttaflutning

2

vegna málsins og eðlilegt að upplýsinga um stöðu málsins sé leitað frá
fyrstu hendi.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
3. Trúnaðarmál.
Bókun færð í trúnaðarmálabók.
Hörður Harðarson mótmælir tímasetningu fundar sökum eindreginnar óska
Halldóru Baldursdóttur um að fundurinn yrði haldinn fyrr.
Jón Gunnarsson upplýsti, vegna bókunar Harðar að nauðsynlegt hefði verið
að bíða eftir gögnum varðandi endurfjármögnun og því ekki hægt að boða
fundinn fyrr..

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21 30

Getum við bætt efni síðunnar?