Hreppsnefnd

10. fundur 07. október 2003 kl. 18:00 - 19:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 7. október 2003,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson,
Halldóra Baldursdóttir og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri sem jafnframt ritar
fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Fundargerð Skipulags-og byggingarnefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 29/7 2003.
Fundargerðin er samþykkt.
2. Fundargerð Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 14/7 og
1/9 2003.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
3. Fundargerð Félagsmálanefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 17/9
2003.
Fundargerðin er samþykkt.
4. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags.
11/9 2003.
Fundargerðin er samþykkt.
5. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 15/9 2003.
Fundargerðin er lögð fram.
6. Fundargerð Skólanefndar F.S. dags. 24/6 og 16/9 2003.
Fundargerðin er lögð fram.
7. Fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra Suðurnesja dags. 28/8
2003.
Fundargerðin er samþykkt.
8. Fundargerð Fjallskilanefndar dags. 29/8 2003.
Fundargerðin er lögð fram.
9. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 22/8
2003.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.

2

10. Bréf frá Sýslumanninum í Keflavík dags. 27/8 2003 varðandi beiðni um
afgreiðslu á afskriftum útsvars.
Tillögur um afskriftir að upphæð kr. 459.117,- eru samþykktar
11. 10. ára afmæli Íþróttamiðstöðvarinnar.
Samþykkt að halda upp á afmælið með þeim hætti að bjóða íbúum upp á
kaffi og kökur á afmælisdaginn og frítt í sund, ásamt því að bjóða afslætti af
þjónustu hússins. Forstöðumanni íþróttamiðstöðvar falið að undirbúa
afmælið í samráði við sveitarstjóra.
12. Vatnsveitumál.
Oddviti sagði frá viðræðum við Hitaveitu Suðurnesja um hugsanleg kaup
H.S. hf. á Vatnsveitunni. Umhverfis-og tæknistjóri hefur tekið saman gögn
um magn lagna og ástand þeirra og sveitarstjóri hefur tekið saman
ársreikninga Vatnsveitunar s.l. 5 ár. Þessi gögn verða lögð til grundvallar í
viðræðum við H.S. hf. um hugsanlega kaup á Vatnsveitunni.
13. Framkvæmdir sumarsins.
Sveitarstjóri fór yfir framkvæmdir sumarsins. Búið er að ganga frá gangbraut
við Stapaveg til að tengja Hvammsdal og Hvammsgötu við göngustíganetið.
Lokið hefur verið við gangbraut við Ægisgötu. Verið er að vinna við
göngustíga til að bæta aðgengi að skólanum bæði frá Hafnargötu og
Akurgerði. Hraðahindrunum hefur verið fjölgað.
14. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2003.
Sveitarstjóri fór yfir breytingar á áætlunni. Eftirfarandi breytingar eru gerðar:

Áætl.2003 E.áætl.2003 Breyting
Tekjur: 272.411 266.733 5.678
Gjöld: 219.896 232.709 13.813
Framlegð 52.515 34.024 18.491
Nettó greiðslub 36.192 17.510 18.682
Afgangur 4.754 4.945 191
Áætlun er samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 00

Getum við bætt efni síðunnar?