Hreppsnefnd

11. fundur 18. nóvember 2003 kl. 18:00 - 20:30 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 18. nóvember 2003,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson, Birgir
Örn Ólafsson, Halldóra Baldursdóttir og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri sem
jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

Birgir Örn víkur af fundi og Kjartan Hilmisson tekur sæti hans.
1. Fundargerð Skipulags-og byggingarnefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 28/10 2003.
Varðandi 6. mál þá vil hreppsnefnd árétta að samkvæmt tilvitnaðri grein í
skipulagsreglugerð 3.1.4. eru það sveitarstjórnir sem bera ábyrgð á og
annast gerð deiliskipulags. Þó getur deiliskipulagstillaga verið unnin á
vegum landeigenda eða framkvæmdaraðila á kostnað þeirra. Slíkar tillögur
geta þó aldrei gengið gegn samþykktri og yfirlýstri stefnu hreppsnefndar
um skipulag einstarkra svæða. Því telur hreppsnefnd óvarlegt að lagt verði í
kostnað við skipulagsferli án vitundar og samþykktar sveitarstjórnar.
Hreppsnefnd getur því ekki samþykkt 6. mál að öðru leyti er fundargerðin er
samþykkt.
Kjartan Hilmisson víkur af fundi og Birgir Örn tekur sæti hans.
2. Fundargerð Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 6/10 og
27/10 2003.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
3. Fundargerð Íþrótta-og tómstundanefndar Vatnsleysustrandarhrepps
dags. 15/7 og 13/10 og 10/11 2003.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
4. Fundargerð Félagsmálanefndar dags. 3/11 2003.
Fundargerðin er samþykkt.
5. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags.
13/10, 22/10 og 24/10 og 30/10 2003.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
6. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra dags. 18/9 og 29/10 2003.
Fundargerðin er lögð fram.

2

7. Fundargerð Skólanefndar F.S. dags. 7/10 2003.
Fundargerðin er lögð fram.
8. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 1/10 2003.
Fundargerðin er lögð fram.
9. Fundargerð Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja dags. 29/9 30/10 2003.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
10. Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja dags. 26/9 og 5/11 2003.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
11. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 19/9
2003.
Fundargerðin er lögð fram.
12. Fundargerð Bláfjallanefndar dags. 30/9 2003.
Fundargerðin er lögð fram.
13. Fundargerð stjórnar Skiðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 29/10
2003.
Fundargerðin er lögð fram.
14. Bréf frá Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins dags. 13/10 2003.
Hreppsnefnd samþykkir samþykktirnar óbreyttar.
15. Bréf frá Halldóru Baldursdóttur ódagsett.
1.V-listinn gerir eftirfarandi breytingu á fulltrúa sínum í Fræðslunefnd:
Bergur Álfþórsson verður aðalmaður og Margrét Þóra Baldursdóttir verður
varamaður.
2.Beiðni um að greinagerð eigenda Suðurkots verði sett á dagskrá. Sjá 18.
mál.
16. Bréf frá Hitaveitu Suðurnesja dags. 24/10 2003 þ.s. H.S. hf. veltir upp
spurningum um lagastoð fyrir álagningu fasteignagjalda.
Hreppsnefnd samþykkir að fresta málinu og felur oddvita taka það upp á
sameiginlegum vettvangi á Suðurnesjum þ.s. samskonar erindi hefur verið
sent öðrum sveitarfélögum á svæðinu.
.

17. Bréf frá Margréti Frímannsdóttur dags. 28/10 2003 þ.s. hún þakkar
móttökur í þingmannaheimsókn.
Margrét upplýsir í bréfi sínu að þingmenn hafi fundað með Vegagerðinni um
þau mál sem upp komu á fundinum.
18. Greinagerð eigenda Suðurkotslands.
Birgir Örn Ólafsson gerði stuttlega grein fyrir afstöðu sinni til málsins og
óskar að eftirfarandi verði bókað:

3

Þar sem ég undirritaður er vanhæfur til að fjalla um þetta mál, mun ég víkja
sæti. Áður en ég geri svo, mun nýta mér heimild í fundarsköpum
Vatnsleysustrandarhrepps (Kafli II, 23. gr. 4. málsgr.) og gera stuttlega grein
fyrir afstöðu minni. Þessi greinargerð óskast bókuð.
Það er óþarfi að tíunda greinagerð landeigenda Suðurkots, hún skýrir sig
sjálf. Hins vegar skilur hún óneitanlega eftir áleita spurningu. Hver fer með
stjórn mála í Vatnsleysustrandarhreppi? Það virðist sem fáir hafi fengið
vitneskju um gang þessa máls undanfarin fjögur ár og upplýsingum meðal
annars verið haldið frá hreppsnefndarmönnum. Því er ekki fjarri lagi að
maður spyrji sig fyrst svona er með þetta mál farið, hvernig er meðferð
annarra mála er snúa að þegnum sveitarfélagsins? Ég bið
hreppsnefndarmenn að setja sig í spor landeigenda Suðurkots og spyrja sig
hvort sú meðferð sem þeir hafa fengið sé réttlát? Ef hreppsnefndarmenn
geta svarað þeirri fullyrðingu samkvæmt eigin sannfæringu, bið ég þá um að
ganga samviskusamlega til verks og ljúka þessu máli áður en stjórnsýsla
sveitarfélagsins biður frekari álitshnekki.
Birgir Örn Ólafsson vék af fundi vegna tengsla sinna við eigendur
Suðurkots og tók Kjartan Hilmisson sæti hans.
Meirihluti hreppsnefndar óskar að eftirfarandi verði bókað:
Í framhaldi af yfirferð á greinargerð Ragnars Karls Þorgrímssonar og
Særúnar Jónsdóttur, sem send var hreppsnefndarmönnum í október s.l. og
skoðun á fyrirliggjandi samningum og gögnum máls leggur meirihluti
hreppsnefndar til að óskað verði eftir yfirmati á umræddu landi. Þessi
ákvörðun er tekin í framhaldi af niðurstöðu mats dómkvaddra manna á
verðmæti lands Suðurkots við Akurgerði og eign sömu aðila við Iðndal og í
ljósi þeirra viðræðna sem átt hafa sér stað milli aðila eftir að mat kom fram ,
Meirihlutinn telur mikilvægt með hagsmuni sveitarfélagsins í huga til
skemmri og lengri tíma, að taka af allan vafa um endanlegt matsvirði
landsins með yfirmati. Undirmat endurspeglaði að áliti meirihlutans ekki það
gangverð lóða og lendna sem myndaðist í frjálsum samningum
hreppsnefndar við aðra landeigendur.
Meirihlutinn leggur áherslu á að yfirmati verði hraðað eins og unnt er þannig
að ekki verði frekari dráttur á niðurstöðu og frágangi málsins og mun
hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps una þeirri niðurstöðu sem þar mun
koma fram í samræmi við viljayfirlýsingu milli aðila sem dagsett er 4. maí
2001.
Hreppsnefnd samþykkir tillöguna samhljóða.
Hreppsnefndarmenn áskilja sér rétt til frekari bókana vegna málsins síðar.
19. Oddviti leitar afbrigða vegna tilkynningar frá Eiði Erni Ólafssyni þ.s.
hann biður um tímabundna lausn frá störfum í hreppsnefnd vegna
vinnu sinnar austur á landi.

4

Hreppsnefnd samþykkir beiðnina og biður Birgir Örn Ólafsson velkominn til
starfa í hreppsnefnd.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20 30

Getum við bætt efni síðunnar?