Hreppsnefnd

1. fundur 07. janúar 2004 kl. 18:00 - 19:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, miðvikudaginn 7. janúar 2004,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson, Birgir
Örn Ólafsson, Halldóra Baldursdóttir og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri sem
jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Fundargerð Félagsmálanefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 16/12
2003.
Fundargerðin er samþykkt.
2. Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja dags. 15/12 2003.
Fundargerðin er samþykkt.
3. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 5/11 og 12/12
2003.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
4. Bréf frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja dags. 15/12 2003
Bréfið er lagt fram.
5. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum dags. 18/12 2003.
Fundargerðin er lögð fram.
6. Fjárhagsáætlun 2004 – seinni umræða.
Meirihluti hreppsnefndar leggur fram eftirfarandi breytingatillögu frá fyrri
umræðu:
Í ljósi þess að fasteignamat hækkar um 15% milli ára leggur meirihluti
hreppsnefndar til að að holræsa-og vatnsskattur verði 0,17% af
fasteignamati í stað 0,19% eins og tillaga var um við fyrstu umræðu. Með
þessari tillögu verða heildarfasteignagjöld hreppsins þau hin sömu og lagt
var upp með í fyrri umræðu.
Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum meirihlutans og tveir sitja hjá.
Helstu niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar eru eftirfarandi:
Heildartekjur samkvæmt samstæðureikningi 385 milljónir.

2

Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir 319 millj. þ.a. 189 millj.
Launakostnaður.
Rekstrarafgangur án fjármagnsliða 49,3 milljónir.
Veltufé frá rekstri 54,1 milljónir.
Afborganir lána 24,7 milljónir.
Fjárfestingar 23,1 milljónir.
Afgangur eftir fjárfestingar og afborganir lána 4,3 milljónir.
Stærstu rekstrarliðir eru:
Fræðslumál 163,4 milljónir.
Íþrótta-og tómstundamál 35,7 milljónir.
Sveitarstjóri lagði fram greinagerð með fjárhagsáætluninni og gerði grein
fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á milli umræðna. Miklar umræður urðu
um einstaka liði fjárhagsáætlunarinnar og fjölmörgum spurningum varðandi
hana svarað.
Fjárhagsáætlunin ber svip af þeim miklu framkvæmdum sem verið hafa í
hreppnum undangengin ár. Mikil vinna hefur verið lögð í áætlunina með
það að markmiði að halda þjónustustigi sveitarfélagsins við íbúana.
Oddviti bar upp áætlunina og var hún samþykkt með þremur atkvæðum
meirihlutans og tveir sitja hjá.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 00

Getum við bætt efni síðunnar?