Hreppsnefnd

4. fundur 24. mars 2004 kl. 20:00 - 21:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, miðvikudaginn 24. mars 2004,
kl. 20 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson, Kjartan
Hilmisson, Hörður Harðarsson og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri sem
jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2004 – seinni umræða.
Helstu niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar eru eftirfarandi:
Í milljónum króna 2004
Heildartekjur samkv. samstæðureikn 366,0
Launakostnaður 187,4
Annar rekstrarkostnaður 143,5
Rekstrarafgangur án fjármagnsk og afskr 35,2
Veltufé frá rekstri 33,9
Fjárfestingar 29,7
Eignir 916,0
Skuldir 494,0
Eigið fé 378,8
Sveitarstjóri lagði fram greinagerð með fjárhagsáætluninni og gerði grein
fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á milli umræðna. Miklar umræður urðu
um einstaka liði fjárhagsáætlunarinnar og fjölmörgum spurningum varðandi
hana svarað.
Oddviti bar upp áætlunina og var hún samþykkt samhljóða.

2

2. 3ja ára fjárhagsáætlun 2005-2007 – seinni umræða.
Helstu niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar eru eftirfarandi:

Í milljónum króna 2005 2006 2007
Heildartekjur samkv. samstæðureikn 388,1 428,6 453,6
Launakostnaður 196,7 207,7 218,9
Annar rekstrarkostnaður 262,9 180,9 186,7
Rekstrarafgangur án fjármagnsk og afskr 28,3 30,7 47,9
Veltufé frá rekstri 30,5 33,7 51,3
Fjárfestingar 21,5 25,6 26,1
Eignir 951,2 976,0 1000,8
Skuldir án skuldbindinga 588,7 553,1 448,4
Eigið fé 427,4 467,8 508,3
Sveitarstjóri lagði fram greinagerð með fjárhagsáætluninni og gerði grein
fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á milli umræðna. Miklar umræður urðu
um einstaka liði fjárhagsáætlunarinnar og fjölmörgum spurningum varðandi
hana svarað.
Oddviti bar upp áætlunina og var hún samþykkt samhljóða.
3. Starf tómstundafulltrúa.
Lagður var fram listi yfir 21 umsækjenda og er umsóknarfrestur liðinn.
Hreppsnefnd samþykkir að skipa Birgir Þórarinsson, Kristinn Guðbjartsson
og Kjartan Hilmisson, ásamt sveitarstjóra. Nefndinni er falið að yfirfara
umsóknir, ræða við umsækjendur og gera tillögur fyrir næsta
hreppsnefndarfund.
4. Aðalfundur Hitaveitu Suðurnesja hf.
Hreppsnefnd samþykkir að Jón Gunnarsson oddviti fari með atkvæði
hreppsins á aðlafundi HS hf. 26. mars n.k.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21 00

Getum við bætt efni síðunnar?