Hreppsnefnd

7. fundur 18. ágúst 2004 kl. 20:00 - 20:30 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, miðvikudaginn 18. ágúst 2004,
kl. 20 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson,
Gunnar Helgason, Hörður Harðarsson og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri
sem jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar Vatnsleysustrandarhrepps
dags. 5/8 2004.
Fundargerðin er samþykkt. Varðandi deiliskipulag við Akurgerði og Stóru-
Vogaskóla þá felur hreppsnefnd sveitarstjóra að auglýsa eftir
athugasemdum.
2. Bréf frá Siglingastofnun dags. 5/7 2004.
Hreppsnefnd gerir ekki efnislegar athugasemdir við þau verk og upphæðir
sem eru í áætluninni en hvetur Siglingastofnun til að leita allra leiða til að
verk sem áður voru á áætlun 2005 verði framkvæmd á því ári en ekki árið
2006 eins og ný áætlun gerir ráð fyrir.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20 30

Getum við bætt efni síðunnar?