Hreppsnefnd

9. fundur 05. október 2004 kl. 18:00 - 20:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 5. október 2004,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson, Birgir
Örn Ólafsson, Hörður Harðarsson og Jóhanna Reynisdóttir sem jafnframt
ritaði fundargerð í tölvu.

DAGSKRÁ

Oddviti leitaði afbrigða varðandi fundargerð Skipulags-og
bygginganefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 4/10 2004 og var
samþykkt samhljóða að setja málið síðast á dagskrá.
1. Fundargerð Félagsmálanefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 23/9
2004.
Fundargerðin er samþykkt.
2. Fundargerð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 3/9 2004.
Fundargerðin er samþykkt.
3. Fundargerð Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja dags. 26/8 og 2/9 2004.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
4. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja dags. 2/9 2004.
Fundargerðin er samþykkt.
5. Fundargerð Starfskjaranefndar S.T.F.S. og S.S.S. dags. 6/9 2004.
Fundargerðin er lögð fram.
6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 15/9 2004.
Fundargerðin er lögð fram.
7. Fundargerðir Skólanefndar F.S. dags. 11/5, 19/8 og 25/8 2004.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
8. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dags. 15/9 2004.
Fundargerðin er lögð fram.
9. Skýrsla um málefni Brunavarna Suðurnesja dags. 30/8 2004.
Skýrslan er lögð fram til kynningar.

2

10. Bréf frá Ernu Margréti Gunnlaugsdóttur dags. 20/9 2004 þ.s. hún spyr
hvort hægt sé að sækja um íþróttastyrk vegna fimleikaiðkunar dóttur
sinnar.
Hreppsnefnd getur ekki orðið við erindinu því ekki er til staðar sambærilegt
styrkjakerfi við íþróttaiðkun barna og í Hafnarfirði. Hreppsnefnd samþykkir
að skoða frekar fyrirkomulag íþróttastyrkja við næstu fjárhagsáætlun.
Kristinn Þór Guðbjartsson tók ekki þátt í umræðu og afgreiðslu undir
ofangreindum lið.
Birgir Örn Ólafsson víkur af fundi og Kjartan Hilmarsson tekur sæti
hans.
11. Bréf frá Helgu Ragnarsdóttur dags. 28/9 2004 þ.s. hún spyr um
framtíðaráform við gatnagerð í Akurgerði.
Yfirmat á umræddu landi liggur fyrir en ekki hefur verið gengið frá kaupum
á landinu. Þegar hreppurinn er orðin formlegur eigandi verður farið í
skipulagsvinnu á svæðinu og því skipað í framkvæmdarröð.
12. Bréf frá félagi hesteigenda í Vogum dags. 28/9 2004 þ.s. óskað er eftir
fundi með fulltrúum hreppsnefndar um reiðvegamál.
Hreppsnefnd bendir á að mikið hefur áunnist í reiðvegamálum á
undanförnum árum. Frekari framkvæmdir eru á döfinni til að tengja
reiðveginn frá Iðnholti að Vatnsleysuströnd. Sveitarstjóra og varaoddvita er
falið að ræða við forsvarsmenn hesteigenda í Vogum.
13. Yfirmat á Suðurkotslandi.
Niðurstaða yfirmatsins er eftirfarandi:
Stærð lands: 21.468 fermetrar
Verði: 19.133.000,-
Í samræmi við bókun hreppsnefndar á fundi sínum 18. nóvember 2003
unir hreppsnefnd yfirmatinu og felur sveitarstjóra og lögmanni hreppsins
að ganga frá kaupsamningi á forsendum matsins og viljayfirlýsingu aðila.
Kjartan Hilmarsson víkur af fundi og tekur Birgir Örn Ólafsson sæti
hans.
14. Bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 3/9 2004 þ.s.
óskað er eftir afgreiðslu hreppsnefndar á á beiðni um
aukafjárveitingu vegna lóðarframkvæmdum við viðbyggingu
Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Um er að ræða 40 milljónir og 40%
hlutur sveitarfélaganna er því 16 milljónir. Ætla má að hluti
Vatnsleysustrandarhreppsins verði u.þ.b. 800 þúsund.
Hreppsnefnd samþykkir aukafjárveitinguna að því gefnu að ríki samþykkir
fyrir sitt leiti og S.S.S. sjái um að ljúka málinu.
15. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 21//9 2004 varðandi
tilnefningu fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Bréfið er kynnt. Jón Gunnarsson er aðalfulltrúi hreppsins og Jóhanna
Reynisdóttir varafulltrúi.

3

16. Vatnsveitumál.
a) Samningur frá 23/5 2001 við Hitaveitu Suðurnesja hf.
Hreppsnefnd óskar eftir því að H.S. hf. taki yfir rekstur vatnsbóla og
aðveituæða eigi síðar en 1. janúar 2006 samkvæmt 2. grein samningsins.
b) Minnisblað vegna hugmynda um kaup Hitaveita Suðurnesja hf. á
vatnsveitunni.
Samkvæmt minnisblaðinu munar nokkru á því verðmati sem hreppsnefnd
lagði til grundvallar við skoðun á sölu vatnsveitunar og því verðmati sem
fyrir liggur í minniblaði frá Hitaveitu Suðurnesja. Oddvita og sveitarstjóra
falið að halda áfram viðræðum og skoða hvort ásættanleg niðurstaða
náist.
17. Deiliskipulag við Stóru-Vogaskóla.
Engar athugasemdir bárust og samþykkir hreppsnefnd auglýsta tillögu
óbreytta.
18. Lóðamál.
Sveitarstjóri skýrði frá fundum sem haldnir hafa verið með 11 verktökum.
Flestir verktakarnir sýndu mikinn áhuga og verður rætt frekar við nokkra
þeirra. Sveitarstjóra og oddvita falið að skila tillögu fyrir næsta
hreppsnefndarfund.
19. Framkvæmdir.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda og upplýsti m.a.
 Framkvæmdir við göngustíga og gangstétta eru á áætlun.
 Klæðning hefur verið sett á Stapaveg að Sæbýli.
 Malbikun við efri hluta Iðndals verður lokið um miðjan nóvember.
 Útboðsgögn vegna viðbyggingar grunnskólans eru tilbúin og verður
framkvæmdin boðin út í þessum mánuði.

20. Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 4/10 2004.
Fundargerðin er samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20 00

Getum við bætt efni síðunnar?