Hreppsnefnd

1. fundur 04. janúar 2005 kl. 18:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 4. janúar 2005,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Guðbjartsson, Birgir Örn
Ólafsson og Jóhanna Reynisdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð í tölvu.
Hörður Harðarson boðaði forföll.

DAGSKRÁ

1. Fundargerð Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 6/12
2004.
Varðandi 4. mál, b lið fundargerðarinnar þá áréttar hreppsnefnd að nú er
ekki í gangi nein formleg endurskoðun á samningi við Skólamálaskrifstofu
Reykjanesbæjar sbr. 1. mál fundargerðarinnar. Sveitarstjóri mun hafa
samráð við nefndina þegar kemur að endurskoðun samningsins. Að öðru
leyti er fundargerðin samþykkt.
2. Fundargerð Íþrótta-og tómstundanefndar Vatnsleysustrandar-hrepps
dags. 6/12 2004.
Varðandi 1. mál fundargerðarinnar þá óskar hreppsnefnd eftir frekari
upplýsingum. Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt.
3. Fundargerðir Umhverfisnefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 6/12
2004.
Fundargerðin er samþykkt.
4. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags.
20/12 2004.
Fundargerðin er samþykkt. Varðandi 11. mál um skipan starfshóps um
samgönguverkefni á Suðurnesjum, þá tilnefnir hreppsnefnd Kristinn
Guðbjartsson, Austurgötu 3, í nefndina og Birgi Þórarinsson Minna-
Knarranesi, til vara.
5. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingastöðvar á Suðurnesjum dags. 9/12
2004.
Fundargerðin er samþykkt.
6. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 3/11 og 3/12 2004.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
7. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja dags. 9/12 2004.
Fundargerðin er samþykkt.

2

8. Fundargerð starfskjaranefndar STFS og SSS dags. 29/11 2004.
Fundargerðin er lögð fram.
9. Bréf frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga dags. 15/12 2004 þar sem
nefndin veitir hreppsnefnd frest til 6. janúar 2005 til að skila umsögn.
Bréfið er lagt fram.
10. Tvö bréf frá Sveitarfélaginu Garði dags. 6/12 2004.
Bréfin eru kynnt.
11. Bréf frá Reykjanesbæ dags. 8/12 2004.
Bréfið er lagt fram.
12. Drög að samningi við Trésmiðju Snorra Hjaltasonar ehf.
Oddviti fór yfir samningsdrögin. Talverðar umræður urðu. Oddviti og
sveitarstjóra er falið að ganga frá endanlegri tillögu og leggja fyrir
hreppsnefnd á aukafundi síðar í mánuðnum.
Samþykkt með þremur atkvæðum meirihlutans. Birgir Örn Ólafsson sat
hjá.
13. Drög að úthlutunarskilmálum fyrir Heiðardal og Miðdal.
Oddviti lagði fram og fór yfir drögin. Samþykkt með þremur atkvæðum
meirihlutans. Birgir Örn Ólafsson sat hjá.
14. Skipun í nefndir
H-listinn tilnefnir fulltrúa í eftirfarandi nefndir:
Varamaður í Félagsmálanefnd: Sigurður Kristinsson
Varamenn í Fræðslunefnd: Hanna Helgadóttir og Fanney Ósk Ingvaldsóttir
Varamaður í Íþrótta-og tómstundanefnd: Einar Örn Hallgrímsson.
Varamaður í Skipulags-og bygginganefnd: Jón Elíasson.
Varamaður í Barnaverndarnefnd: Birgir Þórarinsson.
Varamaður í stjórn HES: Kristinn Guðbjartsson.
Varamaður í stjórn DS: Snæbjörn Reynisson.
V-listinn tilnefnir fulltrúa í eftirfarandi nefnd:
Varamaður í Fræðslunefnd: Jón Dofri Baldursson.
Tilnefning á sameiginlegum fulltrúum V-lista og T-lista.
Varaskoðunarmaður reikninga: Lára Baldursdóttir.
Varamaður í Menninganefnd: Oktavía María Ragnarsdóttir.
Varamaður í stjórn DS: Snæbjörn Reynisson.

15. Lóðaúthlutanir.
Hreppsnefnd frestar málinu þar til deiliskipulag liggur fyrir síðar í
mánuðinum.

3
16. Fjárhagsáætlun 2005 – seinni umræða.
Helstu niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar eru eftirfarandi:
Heildartekjur samkvæmt samstæðureikningi 379,1 milljónir.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir 337,2 millj. þ.a. 207,6 millj.
launakostnaður.
Rekstrarafgangur án fjármagnsliða 29,8 milljónir.
Rekstrarniðurstaða jákvæð 8,1 milljón.
Veltufé frá rekstri 33,6 milljónir.
Afborganir lána 108,5 milljónir.
Fjárfestingar –83,0 milljónir.
Afgangur eftir fjárfestingar og afborganir lána 8,3 milljónir.
Stærstu rekstrarliðir eru:
Fræðslumál 188,2 milljónir.
Íþrótta-og tómstundamál 45,6 milljónir.
Sveitarstjóri lagði fram greinagerð með fjárhagsáætluninni og gerði grein
fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á milli umræðna. Miklar umræður
urðu um einstaka liði fjárhagsáætlunarinnar og fjölmörgum spurningum
varðandi hana svarað.
Oddviti bar upp áætlunina og var hún samþykkt með þremur atkvæðum
meirihlutans. Birgir Örn Ólafsson sat hjá.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 30

Getum við bætt efni síðunnar?