Hreppsnefnd

2. fundur 01. febrúar 2005 kl. 18:00 - 19:50 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 1. febrúar 2005,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Guðbjartsson, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir sem jafnframt ritaði
fundargerð í tölvu.
Oddviti leitar afbrigða varðandi eftirfarandi mál.
1. mál: Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar dags. 31/1 2005.
13. mál: Bókun varðandi girðingarframkvæmdir við Sjónarhól.
14. mál: Bókun varðandi hækkað rafmagnsverð á Ströndinni.
Hreppsnefnd samþykkir einróma að taka ofangreind mál á dagskrá.

DAGSKRÁ

1. Fundargerðir Skipulags-og bygginganefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 27/1 og 31/1 2005.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
Varðandi 1. mál fyrri fundargerðarinnar um breytingu á aðalskipulagi, þá
felur hreppsnefnd sveitarstjóra að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til
að auglýsa breytinguna.
Varðandi 1. mál seinni fundargerðarinnar um deiliskipulag við Heiðardal og
Miðdal og Lyngdal, þá felur hreppsnefnd sveitarstjóra að auglýsa
deiliskipulagið.
2. Fundargerð Umhverfisnefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 26/1
2005.
Fundargerðin er samþykkt.
3. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 3/11 2004.
Fundargerðirnar er lagð fram.
4. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum dags. 13/1 2005.
Fundargerðin er lögð fram.
5. Beiðni um styrk vegna júdómóts Júdósambands Íslands sem haldið
var í Vogum dags. 23/1 2005.
Hreppsnefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 70.000,-.

2

6. Bréf frá Neyðarhjálp úr norðri dags. 11/1 2005 varðandi beiðni um að
hreppsnefnd veiti þeim stuðning sem nú þjást vegna hamfara í Asíu.
Hreppsnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000,-.
7. Skipun í þarfagreininganefnd vegna viðbyggingar við Íþróttamiðstöð.
Hreppsnefnd tilnefnir eftirtalda aðila í nefndina:
Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri.
Kristján Baldursson, tækni-og umhverfisstjóri.
Helga Harðardóttir, tómstundafulltrúi.
Jón Mar Guðmundsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar.
Kristinn Guðbjartsson, fulltrúi H-lista.
Birgir Örn Ólafsson, fulltrúi T-lista.
Nefndinni er falið að skila tillögum til hreppsnefndar um þörf á
viðbótarhúsnæði vegna íþróttastarfssemi og húsnæðisþörf vegna
félagsmiðstöðvar og frístundaskóla. Nefndin skal skila tillögum til
hreppsnefndar fyrir 31. mars 2005. Jóhönnu er falið að kalla nefndina
saman.
8. Drög að samningi við Trésmiðju Snorra Hjaltasonar ehf.
Oddviti fór yfir samningsdrögin. Oddvita og sveitarstjóra er falið að ganga
frá endanlegri útgáfu samningsins og undirrita með fyrirvara um samþykki
hreppsnefnar. Stefnt að því að samþykkja samninginn formlega á næsta
fundi hreppsnefndar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. Birgir Örn Ólafsson situr hjá.
9. Nafn á “þriðja dalinn”.
Hreppsnefnd samþykkir að nefnda götuna Lyngdal.
10. Bréf frá Sambandi íslenkra sveitarfélaga dags. 18/1 2005 þar sem
fram kemur að til stendur að veita framsæknum sveitarfélögum
viðurkenningu í hvatningaskyni á ráðstefnu í vor.
Vatnsleysustrandarhreppur er eitt af þrettán sveitarfélögum sem
Sambandið hefur tilnefnt. Viðurkenningar verða veittar í þremur
stærðarflokkum.
Hreppsnefnd telur að eftirfarandi verkefni sem sveitarfélagið hefur unnið
að undanfarin ár, geti orðið öðrum sveitarfélögum lærdómsríkt:
Reynsla af notkun skorkorts “Balance scorcard”.
Markaðssetningin “Vogar færast í vöxt”.
11. Lóðarúthlutun.
Tveimur parhúslóðum og átta einbýlishúslóðum við Heiðardal og Miðdal
er úthlutað til eftirfarandi aðila:
Miðdalur 1: Þorvaldur Þórðarson, Hjallabrekku 37, Kópavogi.
Miðdalur 3: Guðmundur Þórðarson, Seiðakvísl 32, Reykjav.
Miðdalur 5: Helgi Björgvinsson, Funalind 3, Garðabæ.
Miðdalur 7: Pálmi Stefánsson, Háhæð 3, Garðabæ.

3

Miðdalur 9: Stefán K. Magnússon, Norðurbraut 39, Hafnarf.
Miðdalur 11: Mariusz Drzymkowski, Aragerði 6, Vogum.
Miðdalur 13: Svavar Jóhannsson, Suðurgötu 10, Vogum.
Heiðardalur 4: Kristín Gísladóttir, Sléttahrauni 21, Hafnarf.
Heiðardalur 6: Guðný Guðmundsdóttir, Mýrargötu 11, Vogum.
Heiðardalur 8: Þór Karlsson, Vogagerði 1, Vogum.
Heiðardalur 10: Oddur R Þórðarson, Vallarás 3, Reykjavík.
Heiðardalur 12: Jón Óskarsson, Kristnisbraut 41, Reykjav.
Lögð er fram fundargerð frá skrifstofu Sýslumannsins í Keflavík þar sem
dregið var um þrjá lóðir, Heiðardal 6, Heiðardal 10 og Heiðardal 12. Fleiri
en einn aðili sótti um þær lóðir.
12. 3ja ára áætlun – fyrri umræða.
Sveitarstjóri skýrði helstu forsendur áætlunarinnar. Eftir nokkrar umræður
var henni vísað til seinni umræðu.
13. Bréf frá Gunnari Erni Guðmundssyni, héraðsdýralæknir dags. 1.
febrúar 2005 varðandi girðingaframkvæmdir við Sjónarhól.
Fram kemur í bréfi héraðsdýralæknis að dráttur hafi verið á
girðingarframkvæmdum. Hreppsnefnd treystir því að fyrir liggi í lok
vikunnar niðurstaða í málinu eins og fram kemur í bréfinu, enda verði ekki
unað við frekari tafir.
14. Hækkun rafmagnsreikningur.
Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps lýsir undrun sinni á miklum
hækkunum á verði raforku til húshitunar frá sl. áramótum að telja.
Í dreifbýli í hreppnum eru hús hituð upp með rafmagni og hefur verið tryggt
fram til þessa að eigendur þessara húsa hafa setið við sama borð og
húseigendur í þéttbýli á Suðurnesjum þegar kemur að kostnaði við hitun
húsa. Eigendur húsa í dreifbýli á Vatnsleysu-strönd hafa ekki aðgang að
hitaveitu eins og þorri íbúa á Suðurnesjum en hafa þó ekki borið skarðan
hlut frá borði þegar kemur að húshitunarkostnaði til þessa.
Þegar leitað hefur verið eftir möguleikum þess að hitaveita verði lögð inn
Vatnsleysuströnd hefur verið bent á af stjórnendum HS. hf að ekki sé talið
nauðsynlegt að leggja hitaveitu á umræddu svæði, þar sem íbúar hafa
möguleika á að hita upp hús sín með niðurgreiddu rafmagni. Nú er sá
kostur ekki fyrir hendi og telur hreppsnefnd óumflýjanlegt að ráðist verði í
frekari lagningu hitaveitu á Vatnsleysuströnd og hvetur stjórn HS hf. til að
hefja undirbúning slíkrar framkvæmdar hið fyrsta.
Hér að neðan eru tekin dæmi um þær miklu hækkanir sem við blasa:
Minna-Knarrarnes: Reikningur 28. des 2004, kr. 11.956.- Reikningur
25. jan 2005, kr. 20.772.- Hækkun 74%
Hellur: Reikningur 28. des 2004, kr. 10.384.- Reikningur 25. jan 2005 kr.
19.219.- Hækkun 85%

4

Stóra- Vatnsleysa: Reikningur 28. des 2004, kr. 13.042.- Reikningur 25.
jan 2005, kr. 25.532.- Hækkun 96%
Narfakot: Reikningur 28. des. 2004, kr. 13.800.- Reikningur 25. jan
2005, kr. 24.437.- Hækkun 77%

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 50

Getum við bætt efni síðunnar?