Hreppsnefnd

3. fundur 01. mars 2005 kl. 18:00 - 19:20 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 1. mars 2005,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Guðbjartsson, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir sem jafnframt ritaði
fundargerð í tölvu.

DAGSKRÁ

1. Fundargerðir Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 31/1
2005.
Varðandi 3. mál b. lið , þá er hreppsnefnd vel kunnugt um þá aðstöðu sem
frístundaskólinn býr við í félagsmiðstöð og að sú aðstaða sé ekki að öllu
leiti fullnægjandi. Það er kunnara en frá þurfi að segja að íbúum í
sveitarfélaginu hefur fjölgað mikið á skömmum tíma og hefur það ákveðin
tímabundin óþægindi í för með sér.
Viðbygging við Stóru-Vogaskóla sem þegar er í byggingu er hluti af lausn
til að mæta rýmisvanda vegna fjölgunar nemenda og einnig er gert ráð fyrir
að við þarfagreiningu á stækkunarþörf íþróttahússins þá verði aðstaða fyrir
frístundaskóla tekin með í reikninginn.
Að öðru leiti er fundargerðin samþykkt
2. Fundargerð Íþrótta-og tómstundanefnd Vatnsleysustrandar-hrepps
dags. 14/2 2005.
Í fundargerðinni kallar nefndin eftir svörum hreppsnefndar um stefnumótun
og fjárhagsramma nefndarinnar. ÍTV starfar eftir erindisbréfi sem
hreppsnefnd hefur sett nefndinni, en svo virðist sem nauðsynlegt sé að
fara yfir það bréf með nefndarmönnum í ljósi reynslunnar.
Hreppsnefnd ákveður að kalla ÍTV á sinn fund á næsta reglulega fund
hreppsnefndar.
Afgreiðslu fundargerðarinnar er frestað.
3. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 2/2 2005.
Fundargerðin er lögð fram.
4. Fundargerð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 31/1 2005.
Fundargerðin er samþykkt.
5. Fundargerð Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja dags. 27/2 2005.
Fundargerðin er samþykkt.

2

6. Fundargerð Starfskjaranefndar STFS og SSS dags. 28/1 2005.
Fundargerðin er samþykkt.
7. Fundargerðir skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja dags. 7/12
2004 og 25/1 2005.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
8. Fundargerð stjórnar Dvalarheimilsi aldraðra á Suðurnesjum dags.
26/1 2005.
Fundargerðin er samþykkt.
9. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum dags. 15/2 2005.
Fundargerðin er lögð fram.
10. Bréf frá Nemendafélagi Fjölbrautaskóla Suðurnesja dags. 1/2 2005
varðandi beiðni um styrk vegna uppsetningar á söngleik.
Hreppsnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 20.000,-
11. Bréf frá Völu Björg Birgisdóttur dags. 25/2 2005 varðandi beiðni um
styrk vegna keppnisferðalags til Írlands í samkvæmisdönsum. Fram
kemur í bréfinu að Vala er hefur náð góðum árangri í greininni.
Hreppsnefnd samþykkir að styrkja Völu um 15.000,- til fararinnar.
12. Afrit af bréfi frá Iðnnemasambandi Íslands dags. 4/2 2005 varðandi
tillögu um dagvistun barna.
Bréfið er kynnt.
13. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 3/2 og 14/2 2005.
Bréfin eru kynnt.
14. Bréf frá Lýðheilsustöð dags. 6/12 2004 varðandi kynningu á verkefni
sem hefur það að markmiði að bæta lífshætti barna og fjölskylna
þeirra.
Hreppsnefnd vísar bréfinu til Fræðslunefndar til umsagnar.
15. Bréf frá Umboðsmanni Alþingis dags. 21/2 2005
Umboðsmaður Alþingis hefur tekið til meðferðar kvörtun Skarphéðins S.
Einarssonar f.h. eigenda Efri Brunastaða um að hreppsyfirvöld hafi ekki
sinnt upplýsingaskyldu sinni til FMR í kjölfar niðurrifs gamalla bygginga á
landareign þeirra.
Umboðsmaður kallaði eftir gögnum máls og eftir skoðun þeirra telur hann
ekki tilefni til að fjalla nánar um kvörtunina og vísar til a-liðar 2. mgr. 10. gr.
laga nr. 85/1997 um Umboðsmann Alþingis.
16. Bréf frá Hafnarfjarðarbæ dags. 21/2 2005 þ.s. bæjarráð fer þess
formlega á leit við hreppsnefnd að skipuð verði samstarfsnefnd um
undirbúning fyrir fyrirhugaðar kosningar um sameiningar
sveitarfélaga.

3

Í ljósi þess að enn hafa ekki komið fram tillögur frá tekjuskiptanefnd og
nefnd um sameiningu sveitarfélaga, telur hreppsnefnd rétt að hinkra með
frekari vinnu. Í framhaldi af skoðunarkönnun sem gerð var meðal íbúa
hreppsins um sameiningu sveitarfélaga og fundar sem hreppsnefnd átti
með nefnd um sameiningu sveitarfélaga, er það enn skoðun
hreppsnefndar að skoðun á kostum og göllum sameiningar við Hafnarfjörð
hljóti að verða fyrsta skref í frekari vinnu við skoðun á fýsileika þess að
sameina Vatnsleysustrandar-hrepp einhverju öðru sveitarfélagi.

17. Bréf frá Hitaveitu Suðurnesja dags. 21/2 2005 þ.s. ályktun hreppsisns
um hækkun á raforkuverði í dreifbýli er svarað.
Hreppsnefnd lýsir vonbrigðum sínum með að HS telur sér ekki fært að
leggja frekari hitaveitu á Vatnsleysuströnd. Hreppsnefnd felur
sveitarstjóra að láta fara fram könnun á því hvernig dreifbýlishitaveitur vítt
og breitt um landið leggja lagnir sínar og afla reynslutalna um kostnað við
lagningu einstakra lagna í sveitum.
Hreppsnefnd telur afar mikilvægt að niðurstaða fáist í niðurgreiðslur til
þeirra aðila sem í dag hita hús sín með rafmagni á Vatnsleysuströnd. Það
er óþolandi að framkvæmd nýrra raforkulaga sem leiða áttu til aukinnar
samkeppni og betra verði fyrir neytendur, þýði í raun verulega hækkun á
húshitun þessar aðila.
Birgir Þórarinsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
18. Samstarfssamningur við Trésmiðju Snorra Hjaltasonar ehf.
Oddviti skýrði samninginn. Samþykktur með fjórum atkvæðum. Einn situr
hjá.
19. Minnisblað um fund oddvita og sveitarstjóra með Vegagerðinni dags.
17/2 2005.
Oddviti kynnti minnisblaðið.

20. Lóðarmál.
Oddviti sagði frá því að ekki hefði enn tekist að ganga frá kaupum á
svokölluðu Suðurkotstúni þrátt fyrir niðurstöðu yfirmats. Náðst hefur þó
samkomulag um að núverandi eigendur leysi til sín 3 lóðir sjávarmegin við
Akurgerði og fjárhagslegt uppgjör vegna þess.
Núverandi eigendur telja nauðsynlegt áður en gengið verður endanlega frá
sölunni á landinu til hreppsins að fram komi dagsetning á því hvenær
umræddar lóðir verði byggingahæfar og leggja á það ríka áherslu að það
verði nú í sumar.
Oddviti sagði frá samtölum sínum við TSH ( sem hefur með
byggingarframkvæmdir á öðrum lóðum skikans að gera m.v. samkomulag
TSH og VH), Ragnar Karl Þorgrímsson (fulltrúa landeigenda) og lögmann
hreppsins, um hugsanlega lausn málsins og nú lítur út fyrir að

4

samkomulag geti náðst um að lóðirnar í einkaeigu verði byggingahæfar 1.
ágúst 2005.
Hreppsnefnd fagnar því ef loks er hægt að ljúka þessu máli sem tekið
hefur langan tíma og felur oddvita og sveitarstjóra lokafrágang þess í
samráði við lögmann sveitarfélagsins.
Birgir Örn tók ekki þátt í afgreiðslunni.
21. 3ja ára áætlun – seinni umræða.
Helstu niðurstöðutölur fjárhagsáætlunarinnar eru eftirfarandi:

Í milljónum króna 2006 2007 2008
Heildartekjur samkv. samstæðureikn 426,9 477,4 534,8
Launakostnaður 223,4 240,8 259,8
Annar rekstrarkostnaður 172,9 181,6 188,9
Rekstrarafgangur án fjármagnsk og afskr 30,7 55,0 86,2
Rekstrarniðurstaða – afgangur 9,2 34,2 66,5
Veltufé frá rekstri 36,4 58,9 91,4
Fjárfestingar 54,2 39,6 73,0
Eignir 928,9 966,8 973,6
Skuldir án skuldbindinga 419,0 412,5 405,3
Eigið fé 459,5 501,4 512,7
Sveitarstjóri lagði fram greinagerð með fjárhagsáætluninni. Engar
breytingar urðu milli umræðna.
Oddviti bar upp áætlunina og var hún samþykkt með þremur atkvæðum.
Tveir sitja hjá.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 20

Getum við bætt efni síðunnar?