Hreppsnefnd

5. fundur 11. maí 2005 kl. 18:00 - 19:30 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, miðvikudaginn 11. maí 2005,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Guðbjartsson, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir sem jafnframt ritaði
fundargerð í tölvu.

DAGSKRÁ

1. Fundargerð Íþrótta og tómstundarnefndar Vatnsleysu-strandarhrepps
dags. 14/02 2005 (áður tekin fyrir í hreppsnefnd 12/4 2005) og 18/4
2005.
Oddviti bauð nefndarmenn Íþrótta-og tómstundanefndar velkomna.
Fundargerðirnar eru samþykktar. Varðandi 1. mál fyrri fundar-gerðarinnar þá
samþykkir hreppsnefnd stefnuna með þeirri viðbót að þeim atriðum í
stefnunni sem leiða af sér fjárhagslegar skuldbindingar, geti nefndin sótt um
fjárveitingu til hreppsnefndar í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.
2. Fundarsköp Vatnsleysustrandarhrepps.
Farið var yfir fundarsköp og þau rædd.
3. Ársreikningur 2004 og endurskoðunarbréf – seinni umræða.
Oddviti og sveitarstjóri fór yfir ársreikninginn. Helstu tölur eru eftirfarandi í
þúsundum króna:

2004 2003
Heildartekjur samstæðu 343.702 303.204
Heildargjöld 314.939 301.727
Fjármagnsliðir 38.302 35.361
Niðurstaða án fjárm.l. 76.079 1.477
Rekstrarniðurstaða 37.777 -33.884
Eignir 893.693 891.801
Skuldir án lífeyrisskuldb 541.614 578.228
Skuldir með lífeyrisskuldb 585.059 621.673
Endurskoðunarbréfið er lagt fram. Ársreikningurinn er samþykktur með
þremur atkvæðum. Tveir sitja hjá.
Jón Gunnarsson vék af fundi og tók Birgir Þórarinsson sæti hans.
Sigurður Kristinsson tók sæti Birgis.
4. Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 08/04 2005 (áður tekin fyrir í hreppsnefnd 12/4
2005).

2

Fundargerðin er samþykkt. Varðandi 2. mál fundargerðarinnar um nýtt
deiliskipulag við Heiðardal, Miðdal, Lyngdal og Leirdal, þá samþykkir
hreppsnefnd skipulagið eins og fram kemur í samþykkt Skipulags-og
bygginganefndar. Hreppsnefnd felur sveitarstjóra að senda afgreiðsluna til
Skipulagsstofnunar til staðfestingar.
5. Fundargerð Umhverfisnefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 14/4
2005.
Fundargerðin er samþykkt.
6. Fundargerð Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 11/4 og
25/4 2005.
Fundargerðirnar eru samþykktar. Varðandi 10. mál a lið, þá er það
skilningur hreppsnefndar á erindisbréfi Fræðslunefndar, að einn fulltrúi frá
grunnskóla og einn fulltrúi frá leikskóla hafi seturétt. Sveitarstjóra falið að
hnykkja á þeirri breytingu í erindisbréfinu.
7. Fundargerð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 11/03 og
22/4 2005.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
8. Fundargerðir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja dags. 11/3, 9/4 og 28/4
2005.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
9. Fundargerðir Starfskjaranefndar S.T.F.S. og S.S.S. dags. 6/4 og 18/4
2005.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
10. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 9/3, 7/4 2005.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
11. Bréf frá Alþingi dags. 18/4 2004 þar sem óskað er eftir umsögn um
þingsályktunartillögu um samgönguáætlun 2005-2008.
Hreppsnefnd tekur ekki afstöðu til erindisins.
12. Lóðarmál.
Sveitarstjóri upplýsti að fjórar lóðir í Dalahverfi væru lausar til úthlutunar.
Hreppsnefnd felur sveitarstjóra að auglýsa lóðirnar. Umsækjendum verður
úthlutað númeri, einnig þeim sem nú þegar eiga inni lóðarumsóknir. Dregið
verður úr öllum númerunum í sérstökum úrdrætti á skrifstofu Sýslumannsins
í Keflavík. Stefnt verður að því að úthluta lóðunum formlega á næsta
reglulega fundi hreppsnefndar.

13. Fjölskyldudagur.
Hreppsnefnd samþykkir að fjölskyldudagurinn verði haldinn laugardaginn 6.
ágúst 2005. Haft verður samstarf við íþrótta- og tómstundanefnd og
félagasamtök í hreppnum.

3
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 30

Getum við bætt efni síðunnar?