Hreppsnefnd

7. fundur 07. júní 2005 kl. 18:00 - 19:40 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 7. júní 2005,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Guðbjartsson, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir sem jafnframt ritaði
fundargerð í tölvu.

DAGSKRÁ

Oddviti leitar afbrigða til að taka eftirfarandi mál á dagskrá:
22. Kjör í stjórn Sorpeyðingastöð Suðurnesja.
23. Veikindaleyfi sveitarstjóra.
24. Kjör T-listans á aðalmanni og varamanni í Fræðslunefnd.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
1. Kjör oddvita og varaoddvita.
Jón Gunnarsson er kjörinn oddviti með þremur atkvæðum, tveir sátu hjá.
Birgir Þórarinsson var kjörinn varaoddviti með þremur atkvæðum, tveir sátu
hjá.
2. Fundargerð Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 30/5
2005.
Varðandi 3ja lið þá felur hreppsnefnd sveitarstjóra, skólastjóra og formanni
Fræðslunefndar að yfirfara reglur um skólaakstur frekar og leggja fyrir
hreppsnefnd í haust. Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt.
3. Fundargerðir Íþrótta og tómstundarnefndar Vatnsleysu-strandarhrepps
dags. 17/5 og 31/5 2005.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
4. Fundargerð Félagsmálanefndar dags. 1/6 2005.
Fundargerðin er samþykkt.
5. Fundargerð Umhverfisnefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 2/6
2005.
Fundargerðin er samþykkt.
6. Fundargerðir Þarfagreininganefndar íþróttahúss dags. 27/4 og 10/5
2005.
Fundargerðirnar eru samþykktar.

2

7. Fundargerð Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum dags. 18/5 2005.
Fundargerðin er samþykkt.
8. Fundargerð aðalfundar D.S. dags. 14/4 2005.
Fundargerðin er samþykkt.
9. Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja dags. 13/4 og 3/5 2005.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
10. Fundargerð Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja dags. 19/5 2005.
Fundargerðin er samþykkt.
11. Fundargerðir Skólanefndar F.S. dags. 12/4 og 10/5 2005.
Fundagerðirnar eru lagðar fram.
12. Fundargerðir samstarfsnefndar um sameiningu
Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar dags. 18/5 og 25/5.
Fundargerðirnar eru kynntar.
13. Bréf frá starfsfólki leikskólans dags. 18/5 2005 þar sem hreppsnefnd
eru færðar þakkir fyrir styrkveitingu vegna ferðar til Danmerkur nú
nýverið.
Bréfið er lagt fram.
14. Bréf frá “Englum alheimsins” UFE (ungt fólk í Evrópu) dags. 17/5 2005
varðandi beiðni um fjárstyrk vegna ferðar 15 einstaklinga úr
sveitarfélaginu, á aldrinum 15-18 ára, til Dublinar í ágúst.
Hreppsnefnd samþykkir styrk til hópsins að upphæð 150.000,-.
15. Bréf frá Nýju húsi ehf. dags. 1/6 2005 varðandi beiðni um að fá úthlutað
30-50 einbýlishúsalóðum í Vogum.
Hreppsnefnd þakkar fyrir erindið. Sem stendur hefur öllum deiliskipulögðum
byggingasvæðum í Vogum verið úthlutað. Nýtt aðalskipulag er í vinnslu og
nýjum svæðum ekki úthlutað á meðan.
16. Bréf frá Arndísi Einarsdóttur dags. 15/5 2005 varðandi beiðni um að fá
heimild til að skrá lögheimili sitt að Hvassahrauni 27, sem staðsett er í
frístundabyggð.
Hreppsnefnd samþykkir beiðnina.
17. Bréf frá Karl S. Óskarsson dags. 29/4 2005 varðandi beiðni um að fá
heimild til að skrá lögheimili sitt að Breiðagerði 1, sem staðsett er í
frístundabyggð.
Hreppsnefnd samþykkir beiðnina.
18. Bréf frá FAAS dags. 1/6 2005 varðandi beiðni um fjárstyrk.
Hreppsnefnd getur ekki orðið við erindinu.
19. Úthlutun byggingalóða.

3

Sveitarstjóri lagði fram lista yfir 109 umsóknir um þær 4 lóðir sem til
úthlutunar voru. 17 umsóknir reyndust ógildar. Dregið var úr 92 gildum
umsóknum á skrifstofu Sýslumannsins í Keflavík þann 31/5 2005. Val á
lóðum fer fram með þeim hætti að sá sem hlýtur 1. valrétt, velur fyrstur,
hvaða lóð hann kýs að fá úthlutað og svo koll af kolli.
Eftirtaldir aðilar voru dregnir út:
1. valréttur:
Halldór Viðar Jónsson kt. 091067-4719.
2. valréttur:
Finn Valdimarsson kt. 230282-5369.
3. valréttur:
Kristján Vignir Hallsson, kt. 190271-5959.
4. valréttur:
Ólafur Tryggvi Gíslason, kt. 170768-5079.
Einnig voru dregin út 6 nöfn til vara ef valréttarhafar uppfylla ekki skilyrði
sem sett eru fyrir lóðarúthlutun s.s. greiðslumat og fl.
20. Drög að reglum fyrir Afreksmannasjóð íþróttamanna.
Sveitarstjóri lagði fram drögin. Samþykkt að drögin fari til Íþrótta-og
tómstundanefndar til umsagnar.
21. Samanburður á kostum við stækkun íþróttamiðstöðvar.
Sveitarstjóri fór yfir frumútreikninga á þeim kostum sem í boði eru.
Sveitarstjóra falið að kanna lánamöguleika og kjör sem bjóðast.
Hreppsnefnd samþykkir að farið verði í lokahönnun og gerð útboðsgagna
fyrir haustið, í samræmi við tillögur þarfagreininga-nefndar um viðbyggingu
austan og vestan megin íþróttahúss. Áður en útboð fer fram verður tekin
endanleg ákvörðun um hvort framkvæmdir verði á vegum sveitarfélagsins
eða samið um þær við fasteignafélag.
22. Kjör aðalmanns í stjórn Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.
Hreppsnefnd tilnefndir Jón Gunnarsson sem aðalmann í stjórn
Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja og Birgir Örn Ólafsson sem varamann.
23. Veikindaleyfi sveitarstjóra.
Sveitarstjóri tilkynnti að í framhaldi rannsókna eftir bílslys hafi komið í ljós að
nauðsynlegt sé að hún taki sér veikindaleyfi vegna áverka sem rekja má til
slyssins. Samþykkt að oddviti sinni starfi sveitarstjóra, eins og þurfa þykir á
meðan. Hreppsnefnd óskar sveitarstjóra góðs bata.
24. Kjör T-listans á aðalmanni og varamanni í Fræðslunefnd.
Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Hofgerði 7b, er kjörin aðalmaður í stað
Kjartans Hilmissonar. Guðrún Kristjánsdóttir, Tjarnargötu 14, er kjörin
varamaður í stað Magnúsar J. Björgvinssonar.
Hreppsnefnd þakkar Kjartani og Magnúsi góð störf.

4
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 40

Getum við bætt efni síðunnar?