Hreppsnefnd

13. fundur 01. nóvember 2005 kl. 18:00 - 19:40 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 1. nóvember 2005, kl. 18 00
að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Sigurður Kristinsson, Hanna Helgadóttir, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir sem jafnframt ritaði
fundargerð í tölvu.

DAGSKRÁ
1. Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar
Vatnsleysustrandarhrepps dags. 25/10 2005.
Varðandi 2. mál þar sem einn nágranni Suðurgötu 2a hefur ekki áritað
teikningar þá telur hreppsnefnd eðlilegt að kalla eftir athugasemdum
þannig að hægt sé að taka efnislega afstöðu til þeirra. Gefinn verður
tveggja vikna athugasemdafrestur. Hreppsnefnd frestar gildistöku
byggingaleyfis á meðan.
Varðandi 7. lið fundargerðarinnar þá er honum vísað á ný til afgreiðslu
skipulags- og byggingarnefndar. Hreppsnefnd beinir þeim tilmælum til
nefndarinnar að endurupptaka málið og leggja fyrir umsækjanda að
skila fullnægjandi uppdráttum og gögnum í samræmi við ákvæði
skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 áður en umsókn hans verður
tekin til afgreiðslu. Skal nefndin gefa umsækjanda sanngjarnan frest til
þess. Umsækjanda skal bent á að treysti hann sér ekki til að skila inn
slíkum gögnum og gera þær lagfæringar á húsinu sem líklega þarf að
gera til að fá það samþykkt sé honum gefið tækifæri til að skila inn
gögnum og upplýsingum um það hvort og í hve langan tíma honum sé
nauðsynlegt að nota húsið vegna yfirstandandi verkefna. Í því tilviki
skuli einnig fylgja vottorð þess efnis, frá óháðum þar til bærum aðila
sem skoðað hefur húsið og tekið það út, að ekki stafi af því hætta, fyrir
starfmenn eða aðra. Byggingarnefnd skal þá leggja mat á hvort veitt
verði stöðuleyfi fyrir húsinu í skamman tíma. Jafnframt verði
umsækjanda tilkynnt að berist ekki framangreind gögn innan þess tíma
sem gefinn er, verði þess krafist, í samræmi við ákvæði 56. gr.
skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997, að húsið verði fjarlægt.
Að öðru leyti er fundargerðin er samþykkt.
2. Fundargerð Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 25/10
2005.
Fundargerðin er samþykkt.

2

3. Fundargerð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 25/10
2005.
Fundargerðin er samþykkt.
4. Fundargerð Sorpeyðinganefndar Suðurnesja dags. 18/10 2005.
Fundargerðin er samþykkt.
5. Fundargerð Brunavarna Suðurnesja dags. 9/10 2005.
Fundargerðin er samþykkt.
6. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra dags. 27/9 2005.
Fundargerðin er lögð fram.
7. Bréf frá Stígamótum dags. 19/10 2005.
Erindinu er vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
8. Fjárhagsáætlanir sameiginlegra rekinna stofnanna á Suðurnesjum
dags. 25/10 2005.
Hreppsnefnd samþykkir áætlanirnar. Hlutur hreppsins í rekstri
sameininlegra rekinna stofnanna verði árið 2006, 21,4 milljónir.
9. Drög að reglum fyrir afreksmannasjóð – áður tekið fyrir 7/6 2005.
Reglurnar eru samþykktar með breytingatillögum ÍTV.
10. Byggingaleyfi á Akurgerði 8 – áður tekið fyrir 31/8 2005.
Samkvæmt áætlun sem lóðarhafi hefur skilað inn var gert ráð
fyrir að 1. nóvember 2005 yrði húsið fokhelt. Þær áætlanir hafa
ekki gengið eftir.
Staða framkvæmda er þannig að unnið hefur verið
við sperrur og drenlagnir. Ekki hefur verið óskað eftir úttektum
byggingafulltrúa.
Enn er eftir að steypa gólfplötur, klára þak, setja í hurðir og
glugga.
Hreppsnefnd veitir lóðarhafa frest til 5. desember til að skila
inn fokheldisvottorði á Akurgerði 8.
11. Umræður um kosti og galla þess að breyta hreppnum í bæ.
Oddviti gerði grein fyrir málinu og lagði fram tillögu um að sveitarstjóra
væri falið að rita Félagsmálaráðuneytinu bréf þar sem óskað yrði eftir að
breyta Vatnsleysustrandarhreppi í bæjarfélag. Sveitarstjóri lagði fram
minnisblað þar sem fram koma þau atriði sem fylgja slíkri ákvörðun.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn er á móti.
12. Tillaga að nafni á salinn við skólann
Oddviti lagði fram tillögu um að salurinn fengi nafnið “Tjarnarsalur”.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
13. Viðbygging við Íþróttamiðstöðina
Sveitarstjóri fór yfir fyrstu drög að teikningum viðbygginganna.
14. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2005 – seinni umræða.

3

Helstu niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar eru eftirfarandi:
Heildartekjur samkvæmt samstæðureikningi 384 milljónir.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir 320 milljónir þ.a.
launakostnaður 213 milljónir.
Rekstrarafgangur án fjármagnsliða 52 milljónir.
Veltufé frá rekstri 31 milljónir.
Afborganir lána 108 milljónir.
Fjárfestingar 83 milljónir.
Áætlunin er samþykkt með þremur atkvæðum, tveir sitja hjá.
Jafnframt samþykkir hreppsnefnd að taka 350 milljón króna lán til 20 ára,
frá Lánasjóði sveitarfélaga til uppgreiðslu á óhagstæðari lánum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 40

Getum við bætt efni síðunnar?