Hreppsnefnd

14. fundur 06. desember 2005 kl. 18:00 - 19:40 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 6. desember 2005, kl. 18 00
að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Sigurður Kristinsson, Hanna Helgadóttir, Gunnar
Helgason, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir sem jafnframt ritaði
fundargerð í tölvu.

DAGSKRÁ

1. Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 29/11 2005.
Fundargerðin er samþykkt.
2. Fundargerðir Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags.
19/11 og 28/11 2005.
Fyrri fundargerðin er færð í trúnaðarmálabók. Seinni fundargerðin er
samþykkt.
3. Fundargerðir Umhverfisnefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags.
10/11 og 30/11 2005.
Varðandi 3. mál, síðustu málsgrein fyrri fundargerðarinnar, þá er ekki
unnt að verða við því að umhverfisstjóri verði skilgreindur starfsmaður
nefndainnar, en verksvið hans er m.a. að vera nefndinni til aðstoðar og
ráðgjafar. Að öðru leyti eru fundargerðirnar samþykktar.
4. Fundargerð Íþrótta-og tómstundanefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 14/11 2005.
Fundargerðin er samþykkt.
5. Fundargerð Skólanefndar F.S. dags. 22/11 2005.
Fundargerðin er lögð fram.
6. Fundargerð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 15/11
2005.
Fundargerðin er samþykkt.
7. Bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 19/11 2005
þar sem ályktanir aðalfundarins fylgja.
Hreppsnefnd tekur undir ályktanir aðalfundar S.S.S.
8. Fundargerð þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum dags. 1/11 2005.
Fundargerðin er lögð fram.

2

9. Fundargerð Samgöngunefndar dags. 14/11 2005.
Fundargerðin er lögð fram.
10. Fundargerð Almannavarna Suðurnesja dags. 18/10 2005.
Fundargerðin er lögð fram.
11. Fundargerð Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum dags. 26/10
2005.
Fundargerðin er samþykkt.
12. Bréf vegna Snorraverkefnis dags. 21/11 2005.
Erindinu er hafnað
13. Umsókn um styrk frá Samfés.
Samþykkt að veita kr. 10.000,- styrk til verkefnisins.
14. Bréf frá Sýslumanninum í Keflavík dags. 21/11 2005 varðandi
tillögur um afskriftir opinberra gjalda.
Samþykkt að afskrifa gjöldin samkvæmt meðfylgjandi listum.
15. Bréf frá Eykt hf. dags. 28/11 2005 þar sem farið er fram á viðræður
varðandi hugmyndir um uppbyggingu í landi Hvassahrauns.
Hreppsnefnd samþykkir að sveitarstjóri og oddviti fari í viðræður við
bréfritara um málið.
16. Bréf frá Sverri J. Sverrissyni og Ingu Rut Hlöðversdóttur dags. 8/11
2005 varðandi lóð undir bakarí og kaffistað.
Aðalskipulagsvinna þar sem miðbæjarsvæði verður skipulagt, er í vinnslu
og því ekki hægt að taka afstöðu til erindis að svo komnu máli. Þó er ljóst
að starfsemi sem þessi fellur vel inn í hugmyndir að miðbæjarsvæði.
Erindinu er frestað þar til nýtt aðalskipulag á svæðinu tekur gildi.
17. Bréf vegna orkuátaks 2006 dags. 17/11 2005.
Erindinu er vísað til fjárhagsáætlunar 2006.
18. Drög að hafnarreglugerð fyrir Vogahöfn.
Hreppsnefnd samþykkir reglugerðina óbreytta.
19. Tillaga að nýju nafni á sveitarfélagið.
Hreppsnefnd samþykkir að óska eftir því við Félagsmálaráðuneytið að
“Sveitarfélagið Vogar” verði nýtt nafn sveitarfélagsins. Sveitarstjóra er
falið að senda erindi þess efnis til ráðuneytisins og beiðni um umsögn
um nafnið til Örnefnanefndar.
20. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarélaga.
Sveitarstjórn Vatnsleysustrandarhrepps, samþykkir að taka lán hjá
Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 80.000.000.- kr. til framkvæmda við
gatnagerð og yfirtöku á Vogahöfn eftir slit á Hafnarsamlagi Suðurnesja,
sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004. Lán þetta skal

3

endurgreiðast á 10. árum og ber lánið breytilega vexti sem ákvarðaðir
eru af lánveitanda, nú 4,0%. Uppgreiðsla lánsins umfram umsamdar
afborganir er heimil á vaxtagjalddögum.
Voru skilmálar lánveitingarinnar og lánskjör nánar kynnt og rædd á
fundinum.
Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr.
73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Eru þær til tryggingar skilvísri og
skaðlausri greiðslu höfuðstóls, vaxta, dráttarvaxta, vaxtavaxta,
verðbóta, lögbundinna vanskilaálaga, kostnaðar við kröfugerð,
innheimtu- og málskostnaðar, kostnaðar við fjárnámsgerð og
væntanlegs kostnaðar af frekari fullnustugerðum, svo og öllum öðrum
kostnaði, sem af vanskilum kann að leiða og gildir tryggingin uns
skuldin er að fullu greidd. Fyrir gjaldfallinni fjárhæð má ganga að
veðinu til fullnustu skuldarinnar án undangengis dóms eða sáttar skv.
7. tl. 1. mgr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1991.
Sveitarstjórnin veitir jafnframt hér með f.h. Vatnsleysustrandar-hrepps,
Jóhönnu Reynisdóttur, sveitarstjóra kt. 260158-6199, fullt og
ótakmarkað umboð til þess að skrifa undir lánssamning við Lánasjóð
sveitarfélaga sbr. framangreint, og önnur þau skjöl sem nauðsynleg eru
til að lánssamningurinn taki gildi. Jafnframt er Jóhönnu veitt fullt og
ótakmarkað umboð til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og
afhenda fyrir hönd Vatnsleysustrandar-hrepps, hvers kyns skjöl,
fyrirmæli og tilkynningar, sem tengist lánssamningi þessum.
21. Búmannabyggð – staða.
Sveitarstjóri fór yfir stöðuna og greindi frá hugmyndum um að fjölga
íbúðum um fjórar og auka fjölbreytni í stærð íbúða. Stefnt er að því að
hefja framkvæmdir strax eftir áramót.
22. Byggingaleyfi á Akurgerði 8 – áður tekið fyrir 31/8 og 1/11 2005.
Samkvæmt áætlun sem lóðarhafi hefur skilað inn var gert ráð
fyrir að 1. nóvember 2005 yrði húsið fokhelt. Þær áætlanir hafa
ekki gengið eftir.
Staða framkvæmda er þannig að verið er að undirbúa gólf
fyrir steypu. Búið er að ganga frá sperrum og klæða þakið að hluta.
Byggingafulltrúi hefur tekið út lagnir í gólfi.
Hreppsnefnd veitir lóðarhafa lokafrest til 31. janúar 2006 til
að skila inn fokheldisvottorði á Akurgerði 8.
23. 1000. íbúinn.
Samkvæmt íbúaskrá er 1000. íbúinn í hreppnum
Alexandra Líf Ingþórsdóttir, fædd 10. nóvemer 2005,
Austurgötu 2, Vogum.
Hreppsnefnd ákveður að færa hinum nýja íbúa glaðning
Í tilefni tímamótanna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 40.

Getum við bætt efni síðunnar?