Hreppsnefnd

15. fundur 13. desember 2005 kl. 18:00 - 19:40 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 13. desember 2005, kl. 18 00
að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Sigurður Kristinsson, Hanna Helgadóttir, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir sem jafnframt ritaði
fundargerð í tölvu.

DAGSKRÁ

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá samþykkt um fundarsköp
Sveitarfélagsins Voga – fyrri umræðu.
Samþykkt samhljóða að á taka málið á dagskrá sem 4. mál.
1. Iðnaðarlóðir.
Sveitarstóra er falið að koma með tillögur að reglum um úthlutun
iðnaðarlóða þar með talið stærð lóða, gerð húsa og nýtingahlutfall lóða.
2. Skipun í nefnd um framtíðarhúsnæði Brunavarna Suðurnesja.
Jón Gunnarsson er kjörin í nefndina.
3. Fjárhagsáætlun 2006 – fyrri umræða.
Sveitarstjóri skýrði áætlunina og eftir nokkrar umræður var henni vísað til
seinni umræðu.
Hreppsnefnd samþykkir að útvarprósentan verður óbreytt 13,03%.
4. Samþykktir um fundarsköp Sveitarfélagsins Voga – fyrri umræða.
Oddviti skýrði samþykktina og eftir nokkrar umræður var samþykkt að
vísa málinu til seinni umræðu
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 40.

Getum við bætt efni síðunnar?