Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

17. fundur 08. júlí 2010 kl. 18:00 - 20:30 Félagsmiðstöð

17. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélgsins Voga haldinn í
Félagsmiðstöðinni við Hafnargötu fimmtudaginn 08.07.2010 kl. 18:00.
Fyrsti fundur nefndarinnar á nýju kjörtímabili.
Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Erla Lúðvíksdóttir, Ingþór Guðmundsson,

Símon Jóhannsson og Stefán Óskar Gíslason
Tinna Hallgrímsdóttir og Ólafur Þór Ólafsson (sem ritaði
fundargerð) sátu einnig fundinn.
Ragnar Davíð Riordan boðaði forföll og sat varamaður í hans stað.

1. Verkaskipting nefndarinnar og boðun funda.
Björn G. Sæbjörnsson er formaður nefndarinnar og Erla Lúðvíksdóttir er varaformaður.
Samþykkt að Erla Lúðvíksdóttir verði ritari nefndarinnar.
Samþykkt að fundir FMN verði haldnir mánaðarlega, síðasta miðvikudag í hverjum
mánuði kl. 19:30. Fundarboð verða send út með tölvupósti. Starfsmaður mun sjá um
boðun funda í samráði við formann.
2. Fjölskyldudagurinn 14. ágúst n.k.
Lögð voru fram drög að dagskrá Fjölskyldudagsins sem hefur verið unnin af starfsfólki
FMN. Þá var lagt fram minnisblað um Fjölskyldudaginn frá frístunda- og
menningarfulltrúa dags. 01.07.2010. Kom fram að fundur með félagasamtökum um
framkvæmd fjölskyldudagsins fór fram 07.07.2010.
FMN leggur til við bæjarráð að í tilefni af afmæli sveitarfélagsins verði kaffisamsæti í
Tjarnarsal sunnudaginn 15. ágúst og veitt verði fjármagn sérstaklega til þess viðburðar.
Þetta kaffisamsæti verður þá jafnframt hluti af dagskrá Fjölskyldudagsins.
3. Frístundaskóli veturinn 2010-2011.
Yfirstjórn og ábyrgð Frístundaskóla hefur verið flutt frá FMN til fræðslunefndar.
4. Átaksverkefni fyrir ungt fólk og atvinnuleitendur.
Kom fram Vinnumálastofnun hefur gefið Sveitarfélaginu Vogar heimild til að ráða 14
námsmenn og almenna atvinnuleitendur til starfa sumarið 2010.
5. Sundlaug og starfsemi Íþróttamiðstöðvar.
Rætt var um ástandsskýrslu um sundlaug frá apríl 2010 sem var unnin af Verkfræðistofu
Suðurnesja. Kom fram að viðbrögð hafa ekki komið frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf.
vegna skýrslunnar. FMN leggur til að ýtt verði á eftir svörum frá Fasteign vegna þessa.
FMN leggur áherslu á að ákvörðun bæjarráðs um lengda opnun sundlaugar sumarið 2010
komist til framkvæmdar hið fyrsta.

2
Stefán Óskar Gíslason vék af fundi við afgreiðslu málsins, þar sem hann er starfsmaður í
Íþróttamiðstöð.
6. Frístundakort.
FMN leggur til að börn og ungmenni sem stunda íþróttir sem ekki er boðið upp á í Sv.
Vogum geti nýtt sér frístundakort í nágrannasveitarfélögum.
FMN leggur til að auglýst verði á www.vogar.is og www.190.is að foreldrar barna sem
stunda íþróttir aðrar en þær sem boðið er upp í Sv. Vogum geti nýtt sér frístundakortið og
fengið sambærilega endurgreiðslu á iðgjöldum gegn framvísun reikninga.
7. Forvarnarstefna/forvarnarnefnd.
FMN er sammála um að mótuð verði virk forvarnarstefna í sveitarfélaginu. Verður nánar
unnið á vegum FMN með haustinu. Þá leggur FMN áherslu á að haldið verði áfram með
samstarf við önnur sveitarfélög í forvarnarvarnarmálum.
8. Fundargerð SamSuð-fundar, dags. 22.06.2010.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9. Önnur mál.
a) FMN leggur til að Tinna Hallgrímsdóttir verði fengin til að sinna þeim störfum sem
hafa verið á ábyrgð frístunda- og menningarfulltrúa þar til að ráðið hefur verið í starfið.
b) FMN leggur til að Sv. Vogar hafi áfram frumkvæði að því að nágrannavarsla verði
kynnt fyrir íbúum.
c) FMN ákveður að liðurinn önnur mál verði að jafnaði ekki á dagskrá funda
nefndarinnar. Hins vegar geta fulltrúar í nefndinni komið málum á dagskrá með því að
láta formann eða starfsmann vita af því með minnst tveggja sólarhringa fyrirvara.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:30.

Getum við bætt efni síðunnar?